Leggja á RÚV niður eða gjörbreyta rekstri þess, að sögn Arnars Þórs Jónssonar, formanns Lýðræðisflokksins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, ræddi við hann um mikilvægi blaðamennsku og fjölmiðla þegar honum var afhent áskorun félagsins til eflingar blaðamennsku og fjölmiðla. „Ef það væri niðurstaða almennings í landinu að halda áfram með nefskattinn sem rennur til Ríkisútvarpsins væri það lágmarkskrafa að almenningur fengi að ráða því hvert þessi skattur fer. Og við fengjum þá að ráða hvaða fjölmiðill fengi að njóta skattgreiðslnanna,“ segir Arnar.
15.11.2024
Freyja Steingrímsdóttir
Lesa meira