- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ákveðið hefur verið að fara af stað með tilraunaverkefni með það að markmiði að skapa vettvang sem auðveldar fólki að kynnast kollegum af öðrum miðlum. Félagsfólk hefur lýst áhuga á því að félagið standi fyrir óformlegum viðburðum í bland við hina formlegu, þar sem því gefst tækifæri á að hittast og spjalla án tilefnis.
Fyrst í stað verður boðið upp á svokölluð prjónsecco-kvöld, fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, þar sem félagsfólk er hvatt til að mæta með prjónana (eða ekki) - og boðið er upp á áfengar og óáfengar búbblur og bjór. Fyrsta prjónsecco-kvöldið verður haldið þriðjudaginn 4. mars. Öll velkomin :)