- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hagsmunagæsla. Blaðamannafélag Íslands stendur vörð um um stéttarlega og faglega hagsmuni blaðamanna í víðu samhengi og kemur fram fyrir hönd stéttarinnar gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldi.
Kjarabarátta og stuðningur við félagsmenn. BÍ vinnur að bættum launa- og starfskjörum félagsmanna bæði við kjarasamningsgerð en einnig við eftirfylgni og tryggir rétta framkvæmd kjarasamninga. Félagsmenn geta ávallt leitað til starfsfólks eftir stuðningi og aðstoð telji þeir brotið á réttindum sínum.
Siðanefnd. Á vegum BÍ starfar siðanefnd sem almenningur getur leitað til telji hann blaðamenn hafi gerst brotlegir gagnvart siðareglum BÍ.
Fagleg umræða og fræðsla. BÍ heldur reglulega viðburði svo sem nýliðafræðslu, svonefnd pressukvöld, þar sem fagleg málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni, eru rædd ítarlega, trúnaðarmannafræðslu auk málþinga um málefni sem skipta stéttina máli.
Fjölmiðlun. BÍ heldur úti vefnum press.is og gefur út fagtímaritið Blaðamanninn 1-2 sinnum á ári.
Lögfræðiþjónusta. Félagar geta leitað til Blaðamannafélags Íslands og fengið lögfræðiaðstoð gerist þess þörf.
Orlofshús. Félagið á tvö sumarhús í Brekku í Biskupstungum, raðhús á Akureyri og orlofshús við Stykkishólm, sem eru til afnota fyrir félagsmenn.
Fræðsla. Félagið stendur fyrir námskeiðum og fræðsluviðburðum fyrir félagsmenn.
Styrkir. Sjóðir félagsins veita sjóðfélögum styrki vegna heilsu- og heilbrigðistengdra útgjalda, náms og endurmenntunar og menningarstyrki vegna þriggja mánaða leyfis.
Alþjóðlegt samstarf. BÍ er aðili að Evrópusambandi blaðamanna (EFJ) og Samtökum norrænna blaðamannafélaga (NFJ).
Daglegur rekstur: Skrifstofa BÍ er að Síðumúla 23, 108 Reykjavík og er opin mán - fim frá 9 - 15 og fös frá 9 - 13. Sími á skrifstofu er 553 9155.