Sjálfstætt starfandi

Blaðamannafélag Íslands leggur sig fram við að taka vel á móti sjálfstætt starfandi félögum. Sjálfstætt starfandi blaðamenn geta valið um tvenns konar aðild að Blaðamannafélagi Íslands, annars vegar fulla aðild og hins vegar lausamannaaðild sem veitir takmörkuð réttindi. 

  • Lausamannaaðild veitir rétt á blaðamannskírteini og heimild til að sækja um í orlofshúsum BÍ þó svo að fullgildir félagsmenn hafi forgang við úthlutun um páska og sumar. Lausamannaaðild veitir ekki rétt á að sækja um í sjóði félagsins, nema í Menningarsjóð, þar sem lausamannaaðild veitir rétt á styrk til helmings námskostnaðar, að hámarki kr. 25.000 á ári. Gjöld vegna lausamannaaðildar nema kr. 5.258 á mánuði líkt og nánar er útlistað hér að neðan.
  • Full aðild veitir öll sömu réttindi og launþegar í félaginu og njóta fullra réttinda úr sjóðum félagsins, svo sem Styrktarsjóði BÍ, Menningarsjóði, og Endurmenntunar- og Háskólasjóði. Lágmarksgreiðslur lausamanna sem vilja njóta fullra réttinda í sjóði eru kr. 25.707 á mánuði*.  

Mikilvægt er að félagsmenn geri sér grein fyrir þeirri aukavinnu og ábyrgð sem fylgir því að vera sjálfstætt starfandi. Það þýðir að þeir verða sjálfir að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum, auk þess sem er mikill aðstöðumunur á að vera sjálfstætt starfandi einstaklingur eða launamaður. Lög um kjarasamninga tryggja launafólki ýmis réttindi sem sjálfstætt starfandi njóta ekki. 

Sjálfstætt starfandi verða að taka með inn í reikninginn ýmsan kostnað þegar þeir reikna verð á útseldri vinnu sem bætist þá við það kaup sem þeir vilja fá fyrir veitta þjónustu:

  • Tryggingagjald er 6,35%
  • Lögbundin lífeyrissjóðsgreiðsla er 11,5%
  • Mánaðarlega lágmarksgreiðslu í stéttarfélag (hjá BÍ er það 23.261kr að lágmarki)
  • Orlof er 10,17% ef miðað er við 24 orlofsdaga
  • Trygging vegna veikinda (um 5%)
  • Ýmsan rekstarkostnað vegna bókhalds, vinnutækja og annars.

Ath að upptalningin er ekki tæmandi en þessi atriði eru vonandi lýsandi fyrir þau atriði sem ber að hafa í huga.

→ Leiðbeinandi taxti BÍ fyrir sjálfstætt starfandi

*Sundurliðun á greiðslum vegna fullrar aðildar:

Félagsgjald skal vera 1% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Hafi sjálfstætt starfandi blaðamaður hærri laun ber að borga af þeim launum til félagsins.

Byrjunarlaun í 2. flokki núgildandi kjarasamnings eru 560.508,- kr. (1. febrúar 2024)
Mánaðarleg lágmarksgreiðsla 1. febrúar er 4.15% af 560.508.- kr. eða 25.707.- kr., sem sundurliðast þannig:
Félagsgjald 1%
Orlofsssjóður 0.5%
Menningarsjóður 1.2%
Háskólasjóður 0.7%
Styrktarsjóður 1%
Greiðsluform: Bankakrafa eða kreditkort.
Gera þarf skil á greiðslum í lífeyrissjóð til Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem sér um lífeyrismál BÍ.

Athygli er vakin á þvi að um réttindi sjálfstætt starfandi blaðamanna fer samkvæmt aðalkjarasamningi BÍ t.d. hvað varðar alvarleg veikindi og sjúkdóma. Sjálfstætt starfandi blaðamönnum er bent á að kaupa tryggingar fyrir tekjutapi vegna veikinda og slysa því sömu reglur gilda um réttindi til sjúkradagpeninga úr Sjúkrasjóði BÍ fyrir sjálfstætt starfandi og launþega.

Sundurliðun á greiðslum vegna lausamannaaðildar:
Félagsgjald er 0,9% af byrjunarlaunum í 2. flokki skv. launatöflu SA og BÍ hverju sinni. Skv. núgildandi kjarasamningi er gjaldið því kr. 5.258 á mánuði.