- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Formáli
Réttur allra til aðgangs að upplýsingum og hugmyndum, sem er undirstrikaður í grein 19 í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, er grundvöllur starfs blaðamannsins. Ábyrgð blaðamannsins gagnvart almenningi gengur framar allri annarri ábyrgð, sérstaklega ábyrgðinni gagnvart vinnuveitanda og stjórnvöldum. Blaðamennska er fag sem krefst tíma, bjarga og starfsaðstöðu – sem allt eru mikilvægir þættir fyrir sjálfstæði hennar. Í þessari alþjóðlegu yfirlýsingu eru settar fram siðareglur fyrir blaðamenn sem ná til rannsóknarvinnu, ritstýringar, miðlunar, dreifingar og álitsgjafar um fréttir og upplýsingar og til lýsinga á atburðum í hvers konar fjölmiðlum.
1. grein.
Virðing fyrir staðreyndum og rétti almennings til að vita hið sanna er megin skylda blaðamanns.
2. grein.
Þegar þessari skyldu er framfylgt skal blaðamaður ávallt verja grundvallarregluna um frelsi til að afla og birta fréttir í góðri trú, og réttinn til sanngjarnrar álitsgjafar og gagnrýni. Hann/hún gætir þess að gera skýran greinarmun á staðreyndum annars vegar og álitsgjöf og gagnrýni hins vegar.
3. grein.
Blaðamaður segir einungis fréttir byggðar á staðreyndum sem hann/hún veit hvaðan eru komnar. Blaðamaður undanskilur ekki mikilvægar upplýsingar eða falsar skjöl. Hann/hún gætir þess að sýna trúmennsku þegar greint er frá efni sem fólk, sem ekki er opinberar persónur, hefur sett fram á samfélagsmiðlum.
4. grein.
Blaðamaður notar aðeins sanngjarnar aðferðir til að afla upplýsinga, mynda, skjala og gagna og hann/hún lætur ávallt getið stöðu sinnar sem blaðamaður. Hann/hún forðast að nota falinn mynd- eða hljóðupptökubúnað, nema í þeim tilfellum sem ógerningur er að afla upplýsinga sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir almannaheill. Blaðamaður krefst þess að fá óheftan aðgang að og rétt til að rannsaka allar staðreyndir sem varða hagsmuni almennings.
5. grein.
Hugmyndir um hraða og skjóta birtingu og dreifingu upplýsinga má ekki að skipta meira máli en að staðreyna heimildir og/eða að gefa öðrum sjónarmiðum færi á að koma fram.
6. grein.
Blaðamaðurinn skal gera það sem hann getur til að leiðrétta sem fyrst allar villur eða villandi upplýsingar sem birtar hafa verið, þannig að það sé tímanlegt, greinilegt, tæmandi og gagnsætt.
7. grein.
Blaðamaður gætir faglegrar þagnarskyldu sinnar gagnvart heimildarmönnum sem veita upplýsingar í trúnaði.
8. grein.
Blaðamaðurinn virðir friðhelgi einkalífs. Hann/hún gætir að virðingu þeirra einstaklinga sem nafngreindir eru eða fjallað er um og upplýsir viðmælenda um hvort viðtal/samtal er ætlað til birtingar. Hann/hún sýnir sérstaka tillitssemi gagnvart óreyndum viðmælendum eða viðmælendum sem eru í viðkvæmri stöðu.
9. grein.
Blaðamaður tryggir að miðlun upplýsinga og skoðana ýti ekki undir hatur eða fordóma og gerir það sem hann getur til að hvetja ekki til mismununar, s.s. á grundvelli þjóðernis eða uppruna, kynþáttar, kyns, kynhneigðar, tungumáls, trúarskoðana, fötlunar, pólitískra og annarra skoðana,.
10. grein.
Blaðamaðurinn lýtur á eftirfarandi sem alvarlegt brot á faglegum gildum:
11. grein.
Blaðamaður forðast að vera í hlutverki þess sem aðstoðar lögreglu eða aðrar öryggisþjónustur. Einungis er hægt að fara fram á að hann/hún láti í té upplýsingar sem þegar hafa verið birtar í fjölmiðlum.
12. grein.
Blaðamaðurinn sýnir samstöðu með kollegum sínum án þess þó að gefa upp á bátinn rétt sinn til rannsókna, skylduna til að upplýsa og réttinn til gagnrýni, álitsgjafar, ádeilu eða ritstjórnarlegs vals.
13. grein.
Blaðamaðurinn má ekki að nota sér tjáningarfrelsið í þágu óskyldra hagsmuna og forðast að taka við óeðlilegum ávinningi eða hagnast persónulega fyrir að dreifa eða dreifa ekki tilteknum upplýsingum. Hann/hún skal forðast – og ef svo ber undir binda endi á – hverjar þær aðstæður þar sem blaðamaðurinn lendir í hagsmunaárekstri í starfi sínu. Hann/hún skal forðast allt sambland starfa sinna við auglýsingar og áróður. Jafnframt ber honum/henni að forðast hvers kyns innherjaviðskipti eða markaðsmisnotkun.
14. grein.
Blaðamaðurinn forðast allt það sem líklegt er til að skerða sjálfstæði hans. Hins vegar ber honum að virða þær reglur og skuldbindingar sem hann/hún hefur að eingin frumkvæði gengist undir , svo sem að veita heimildarmanni trúnað, virða það sem sagt er í trúnaði (off record), tímabundið birtingarbann (embargo) svo framarlega sem þessar skuldbindingar séu skýrar og óumdeildar.
15. grein.
Blaðamenn sem verðskulda það starfsheiti, skulu líta á það sem skyldu sína að virða og fara eftir framangreindum grundvallarreglum. Ekki má þvinga blaðamann til að vinna verk eða tjá einhverja skoðun sem gengur gegn faglegri sannfæringu hans eða samvisku.
16. grein.
Innan þess lagaramma sem gildir í hverju landi skal blaðamaður, í málum sem varða fagleg gildi, virða lögsögu sjálfstæðs faglegs sjálfseftirlits, sem starfar fyrir opnum tjöldum og er óháð afskiptum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum.