Verðlaunaljósmyndarinn Patrick Brown: fyrirlestur

Mynd: Patrick Brown
Mynd: Patrick Brown

Föstudaginn 7. febrúar kl 18:00 býður Blaðaljósmyndarafélag Íslands (BLÍ) og Blaðamannafélag Íslands upp á spennandi fyrirlestur með Patrick Brown, margverðlaunuðum blaðaljósmyndara. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum BÍ við Síðumúla 23, 3. hæð, og er öllum opinn.

Yfirskrift fyrirlestrarins er: Fjögur lykilverkefni sem mótuðu feril minn. Á honum fjallar Patrick um helstu vendipunkta feril síns og deilir reynslu og ráðum með þáttakendum.
Kjartan Þorbjörnsson (Golli), formaður BLÍ og verðlaunahafi Myndar ársins 2023, stýrir fundinum. Boðið verður upp á léttar veigar.

Verkefnin sem Patrick telur hafa markað mestu tímamót feril síns og hann ætlar að kynna í fyrirlestri sínum eru:

  • Malaví – Djúp könnun á félags- og mannúðarlandslagi landsins.
  • Royal Perth Hospital - Sannfærandi sjónræn frásögn af lífinu á stóru sjúkrahúsi, sem gefur innsýn í seiglu sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna.
  • Trading to Extinction – Byltingarkennd rannsókn hans á ólöglegum viðskiptum með dýr sem afhjúpar grimmd iðnaðar sem er knúin áfram af eftirspurn og spillingu.
  • Enginn staður á jörðinni – Öflug heimild um Róhingja-kreppuna, sem veitir heiðarlega sýn á einn hrikalegasta mannréttindaharmleik síðari tíma.

Patrick er í dómnefnd fyrir Myndir ársins, árlega sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins, fyrir árið 2024. Sýningaropnun og verðlaunaafhending verður 22. mars

Um Patrick Brown: Patrick hefur helgað starfsferill sinn því að draga fram alvarleg alþjóðleg málefni sem oft glatast í daglegu annríki fjölmiðlanna. Hann hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir umfjöllun sína á ólöglegum viðskiptum með dýr í útrýmingarhættu – meðal annars World Press Photo Award (2004) og POYi Multimedia Award (2008) – en bók hans Trading to Extinction var valin meðal 10 bestu heimildarljósmyndabóka 2014 af American Photo. Árið 2019 gaf hann út No Place on Earth, innilega og átakanlega mynd af flóttamönnum Róhingja sem lifðu af grimmilegar ofsóknir árið 2017. Verk Patricks hafa einnig hlotið viðurkenningu í kvikmyndaheiminum. Framlag hans til heimildarmyndar Alex Gibney færði honum Emmy-verðlaun fyrir kvikmyndatöku, sem styrkti enn frekar orðspor hans fyrir öfluga sjónræna frásögn með mismunandi miðlunarleiðum. Önnur verðlaun: FotoEvidence Book Award 2019, tvö World Press Photo Awards (2004, 2018), 3P Photographer Award, Days Japan International Photojournalism Award, Pictures of the Year International ( POYi) verðlaun, og NPPA's Best of Photojournalism Award. Ljósmyndir hans hafa verið sýndar á alþjóðavettvangi, þar á meðal í International Centre of Photography (New York), Metropolitan Museum of Photography (Tókýó) og Visa pour l'Image (Frakklandi). Verk hans eru einnig geymd í einkasöfnum.

Myndir eftir Patrick eru auk þess reglulega birtar í alþjóðlegum tímaritum, þar á meðal Rolling Stone, The New Yorker, TIME, Newsweek, Vanity Fair, National Geographic, Mother Jones, Stern, Der Spiegel, Marie Claire, The New York Times, Aperture og GEO Germany. Hann hefur einnig átt í miklu samstarfi við samtök eins og UNICEF, UNHCR, Fortify Rights og Human Rights Watch.

https://www.patrickbrownphoto.com/