Siðavefur

Um siðareglur blaðamanna

Siðareglur eru mikilvægt verkfæri fyrir fagstétt blaðamanna og er einn þeirra meginþátta sem skilur fagstétt blaðamanna frá öðrum hópum sem skrifa/tala inn í almannarýmið. Siðareglur blaðamanna eru að stofni til frá því um miðjan sjöunda áratuginn og hafa þróast samhliða aukinni fagvæðingu stéttarinnar.

Sjálfstæð siðanefnd úrskurðar í kærumálum um hvort brotið hafi verið gegn reglunum. Í henni eiga sæti fulltrúar blaðamanna, útgefenda og Siðfræðistofnunar HÍ en nefndir starfar samkvæmt ákveðnum starfsreglum sem hún hefur sett sér. Mikilvægt er fyrir íslenska blaðamenn að hafa upplýsingar um hvernig íslensku reglurnar kallast á við alþjóðlegar reglur, en siðareglur fyrir blaðamenn eru mikilvægur hluti af sjálfseftirliti þeirra um allan heim. Hægt er að skoða þessi atriði nánar með því að smella á tenglana hér til hliðar.

Endurskoðun siðareglna hófst aftur á árinu 2021 og lauk með samþykkt nýrra siðareglna á aðalfundi BÍ 23. mars 2023. 

Helstu tenglar:

Siðareglur blaðamanna 

Málsmeðferðarreglur Siðanefndar BÍ

Vinnureglur Siðanefndar BÍ

Siðanefnd BÍ

Kærueyðublað

Úrskurðir Siðanefndar