Pálmi Jónasson, formaður Siðanefndar BÍ, fjallar um þau kærumál sem nefndin hefur fjallað um frá því reglunum var breytt á aðalfundi 2023. Grein birtist í Blaðamanninum janúar 2025.
Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða afhent þann 12. mars. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu, þann 5. mars.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 27. janúar.
Vakin er athygli á því að frá og með næstu mánaðarmótum munu atvinnurekendur hefja innheimtu á ný á 0,25% af samningsbundnum launum í orlofsheimilasjóð BÍ.
Félagatal BÍ var tekið úr opinberri birtingu í september sl. þar sem birtingin gekk gegn lögum um persónuvernd að áliti lögmanns BÍ og forstjóra Persónuverndar. Minnisblað Landslaga sem eldri félagsmenn létu vinna og sendu stjórn félagsins um birtingu félagatals staðfestir þessa ákvörðun stjórnar.