Nýjasti aðalkjarasamningur BÍ var undirritaðir við Samtök atvinnulífsins þann 19. maí 2024 og eru nú til kynningar fyrir félagsmenn. Fulltrúar BÍ hafa í gær og í dag heimsótt þá vinnustaði sem nýr aðalkjarasamningur BÍ og SA nær til.
Freyja Steingrímsdóttir hefur hafið störf sem nýr framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Framkvæmdastjóri BÍ hefur umsjón með og ber ábyrgð á faglegu starfi á vettvangi félagsins, daglegum rekstri og áætlanagerð, sér um stefnumótun í samráði við stjórn og kemur fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við á og gætir hagsmuna þess.
Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í dag. Samningarnir byggja á grunni Stöðugleikasamningsing og gilda afturvirkt frá 1. febrúar.
Fjölmiðlafrelsi á Íslandi hefur dregist saman milli ára þótt Ísland haldi 18. sæti á lista RSF, Blaðamanna án landamæra, um frelsi fjölmiðla í heiminum, World Press Freedom Index, sem birtur var í dag.
Kjartan Þorbjörnsson, Golli, hlaut í dag viðurkenningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir mynd ársins, fyrir mynd af Yazan, ungum flóttamanni frá Gaza. Veitt voru tvenn verðlaun og hlaut Kristinn Magnússon viðurkenningu fyrir fréttaljósmynd ársins, fyrir mynd frá samverustund Grindvíkinga í Hallgrímskirkju.
Ekki var hægt að leggja fram endurskoðaðan ársreikning á aðalfundi félagsins á þriðjudag, líkt og formaður skýrði frá á fundinum. Ástæðan var sú að átta dögum fyrir aðalfund tilkynnti endurskoðandi að hann muni ekki skrifa undir ársreikning með endurskoðunaráritun.