- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands veitir árlega verðlaun fyrir blaðaljósmyndun og blaðamennsku.
Þessi hlutu verðlaun fyrir blaðamennsku ársins 2023:
Heimir Már Pétursson hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023, Margrét Marteinsdóttir var verðlaunuð fyrir viðtal ársins, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins og Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason fyrir umfjöllun ársins. Verðlaunin voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag að viðstöddu margmenni.
Þessi hlutu verðlaun fyrir blaðaljósmyndun ársins 2023:
Kjartan Þorbjörnsson, Golli, hlaut í dag viðurkenningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir mynd ársins, fyrir mynd af Yazan, ungum flóttamanni frá Gaza. Veitt voru tvenn verðlaun og hlaut Kristinn Magnússon viðurkenningu fyrir fréttaljósmynd ársins, fyrir mynd frá samverustund Grindvíkinga í Hallgrímskirkju.
Mynd/Golli
Mynd/Kristinn