- Félagið&fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Endurmenntunar- og háskólasjóður Blaðamannafélags Íslands styrkir endurmenntun og fræðslu félagsfólks með margvíslegum hætti. Sjóðurinn veitir m.a. styrki til náms á háskólastigi, námskeiða, ráðstefna, málþinga, fræðslu- og kynnisferða innanlands og erlendis.
Hámarksstyrkur er 300.000, m.v. fullan rétt í sjóðnum, á 24 mánaða tímabili.
Öllum umsóknum skal skila inn rafrænt.
Námskeiðsgjöld:
Sjóðurinn veitir styrki til að sækja námskeið innanlands og erlendis.
Greitt er allt að 75% námskeiðsgjalds, hámark 200.000kr.
Nám á háskólastigi:
Veittir eru styrkir vegna náms til eininga á háskólastigi hérlendis og erlendis, eins og nánar greinir hér á eftir, samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Skrásetningargjöld og námsgjöld teljast styrkhæfur kostnaður.
Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000kr
Nám við Norrænu blaðamannamiðstöðuna:
Félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða við Norrænu blaðamannamiðstöðina NJC í Árósum í Danmörku.
Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000kr
Ráðstefnur og málþing
Sjóðurinn styrkir félaga til að taka þátt í ráðstefnum og málþingum bæði innanlands og utan. Greitt er allt að 75% þátttökugjalds, hámark 200.000kr.
Ferðastyrkir:
Ferðakostnaður vegna menntunar eða endurmenntunar er styrkæfur.
Greitt er allt að 75% af fargjaldi og gistikostnaði í tengslum við þátttöku í námskeiði eða ráðstefnu, að hámarki 100.000kr á 24 mánaða tímabili.
Nánari upplýsingar:
Ath. ef ekkert af ofangreindu á við en félagsmaður vill sækja um styrk tengdan fræðslu eða endurmenntun í faginu, eða þegar sérstakar aðstæður eiga við,er einnig hægt að senda stjórn orlofssjóðs erindi með tölvupósti á bi@press.is sem verður þá tekin upp á næsta stjórnarfundi sjóðsins.
Umsóknum skal skilað inn rafrænt. Öll viðeigandi gögn þurfa að fylgja með, svo sem staðfesting á innritun og greiðslu náms- og þátttökugjalda, og upplýsingar um efni, eðli, lengd náms og námskeiða. Þegar sótt er um ferðastyrki ber að skila inn dagskrá vegna námskeiðs eða ráðstefnu.
Umsókn um styrk verður að berast innan árs frá lokum náms/verkefnis. Ekki er þó unnt að skila inn reikningi sem er eldri en 12 mánaða.
Allir félagsmenn, sem greitt hafa iðgjald í sjóðinn næstliðna sex mánuði, geta fengið endurgreiddan allt að 75% kostnaðar vegna náms, námskeiða, ráðstefna eða ferðakostnaðar að ákveðnu hámarki ár hvert. Þá geta félagar í lausamannadeild sem greitt hafa lausamannagjald sl. sex mánuði einnig sótt um styrk til félagsins til endurmenntunar að hámarki 25.000kr. Rétturinn til styrks fellur niður sex mánuðum eftir að iðgjaldagreiðslur til sjóðsins hætta að berast.
Úthlutunarreglur og upphæðir styrkja eru endurskoðaðar árlega.