Veikindaréttur og sjúkradagpeningar sjálfstætt starfandi

Langtímaveikindi

Um greiðslu sjúkradagpeninga til sjálfstætt starfandi blaðamanna gilda sömu reglur og launafólks. Styrktarsjóður tryggir laun í þrjá mánuði til viðbótar kjarasamningsbundnum réttindum.

Sjálfstætt starfandi blaðamenn þurfa að standa skil á greiðslum til sjálfs sín jafnlengi og ef um launagreiðanda væri að ræða, skv. kjarasamningi. Styrktarsjóður BÍ tekur við að þeim réttindum loknum. Benda má á að sjálfstætt starfandi geta keypt ýmsar tryggingar til að mæta tekjutapi vegna veikinda eða slysa, t.a.m. bætir trygging fyrir sjálfstætt starfandi hjá Sjóvá upp laun í allt að 48 vikur í veikindum.

Almennum launþegum eru tryggð laun í veikindum, og safna þeir sér auknum réttindum eftir lengd í starfi. Atvinnurekendum ber að tryggja launafólki minnst þrjá mánuði á fullum launum og þrjá mánuði á hálfum launum og lengst 6 mánuði á fullum launum og sex mánuði á hálfum launum. Greiðslur sjúkdradagpeninga BÍ nema 80% af grunni inngreiðslna sjóðfélaga í sjóðinn síðustu 12 mánuði áður en greiðslur féllu niður, þó að hámarki skal miðað við 80% hámarkslauna skv. kjarasamningi.

Þau sem eru sjálfstætt starfandi og sækja um sjúkradagpeninga hjá sjúkrasjóði BÍ þurfa að skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Sjúkradagpeningavottorð frá lækni
  • Yfirlýsingu um launaleysi eða staðfestingu frá tryggingafélagi um greiðslur vegna launamissis.
  • Veikindavottorð, dagsett við upphaf veikinda.