- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Um aðgengi blaðamanna að hættusvæðum
Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna á hamfaratímum við upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga og mun lögreglustjórinn á Suðurnesjum leggja sig fram um að tryggja blaðamönnum aðgengi inn á hættusvæði með viðeigandi hætti. Þeir starfi þó ávallt á eigin ábyrgð inn á skilgreindum hættusvæðum og beri ábyrgð á eigin
athöfnum eða athafnaleysi þegar starfað er á svæðinu.
Blaðamannafélagið og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um bætt aðgengi blaðamanna að hættusvæðum á Reykjanesskaga.
50 númeraðir passar hafa verið gefnir út af Blaðamannafélagi Íslands með samþykki lögreglustjórans á Suðurnesjum og er skipting þeirra niður á fjölmiðla eins og hér greinir.
RUV - nr. 1-9
Mbl og Morgunblaðið - nr. 10-17
Vísir, Stöð 2, Bylgjan - nr. 18-26
Heimildin - nr. 27-28
Víkurfréttir - nr. 29-30
DV 31-32
Grapevine 33-34
Blaðamannafélag Íslands - nr. 35-50
Blaðamannafélagið gefur því út aðgangspassa til blaðamanna að neðangreindum skilyrðum uppfylltum sem greiðir aðgang þeirra inn á hættusvæðið og við Grindavík
Skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá samþykkta umsókn um aðgangspassa BÍ að hættusvæðum:
Öryggissjónarmið sem þarf að uppfylla skv. tilmælum Lögreglustjórans á Suðurnesjum:
Við lokunarpósta geri blaðamenn grein fyrir sér en lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitast við að tryggja þeim greiðan aðgang inn á hættusvæði með hliðsjón af öryggissjónarmiðum hverju sinni. Blaðamenn þurfa því ekki að sækja um aðgang fyrir fram í hvert skipti sem þeir koma að lokunarpósti eins og oft hefur verið. Þeir geta
þurft að sæta leiðsögn viðbragðsaðila/verkstjóra áður en haldið er um hættusvæði eða meðan unnið er á hættusvæði. Eins getur þurft sérstakt leyfi þegar farið er inn á hættuleg vinnusvæði, sbr. vinnusvæði þungavinnuvéla.
Sjálfstætt starfandi blaðamenn sækja um hér
Samkomulag við íslenska ríkið um aðgengi blaðamanna
Í kjölfar samkomulagsins við Lögreglustjórann á Suðurnesjum í mars 2024 gerðu Blaðamannafélag Íslands og dómsmálaráðuneytið víðtækara samkomulag byggt á ofangreindu. Nær það til aðgengi blaðamanna að svæðum í hættuástandi.
Samkomulagið er eftirfarandi: Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson