- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands gefur út leiðbeinandi verðskrá fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn sem starfa í verktöku. Til þess að tryggja að sjálfstætt starfandi félagsmenn njóti sömu kjara og réttinda og launþegar (orlof og orlofsuppbót, þriggja mánaða leyfi, lögbundnir frídagar o.fl.) er nauðsynlegt að bæta ofan á laun álagi til að mæta kostnaði sem fellur á verktakann, m.a. vegna launatengdra gjalda.
Ef miðað er við hæstu laun í launatöflu BÍ 2024, sem eru mánaðarlaun upp á kr. 770.107 er leiðbeinandi tímagjald því kr. 8.830 án VSK (10.950 m/VSK). Meðallaun blaðamanna eru þó hærri en sem nemur launatöflu, sé miðað við nýjustu launakönnun. Vel er hægt að miða við mánaðarlaun upp á 900 þúsund við útreikning á tímagjaldi. Miðað við það ætti útseld tímavinna að vera kr. 10.300 án VSK (12.700 m/VSK).
Hér má sjá forsendur fyrir útreikningum á tímagjaldi á útseldri vinnu m.v. mánaðarlaun skv. launatöflu:
Laun og launatengd gjöld | ||
Mánaðarlaun m.v. launatöflu | 770,107 | |
Móttframlag í lífeyrissjóð | 11.60% | 89,332 |
Móttframlag í séreign | 2% | 15,402 |
Iðgjöld í sjóði BÍ | 3.15% | 24,258 |
Samtals | 899,100 | |
Tryggingagjald | 6.35% | 57,093 |
Orlofsdagar | 13.04% | 117,243 |
Tryggingar | 5% | 44,955 |
Rauðir dagar | 4,62% | 41,538 |
Þriggja mánaða leyfi (uppsöfnun) | 30,254 | |
Orlofsuppbót | 164,000 | 13,667 |
Áskriftir, sími, net skv. kjarasamn
|
29,000 | |
Umsýslukostnaður (endurskoðun, reikningagerð, húsaleiga, net, sími, biðtími o.fl.) | 20% | 179,820 |
Samtals laun, launatengd gjöld og annar kostnaður |
1,412,669 | |
Með vsk | 24% | 1,751,710 |
Tímagjald | 160 | 8,829 |
Tímagjald m vsk | 24.00% | 10,948 |