Formenn og framkvæmdastjórar blaðamannafélaga á Norðurlöndum hittust á árlegum fundi sambands norrænna blaðamannafélaga, Nordisk Journalistforbund, í Bergen 17. og 18. september sl. Sambandið fundar að jafnaði þrisvar á ári en tveir af þremur fundum eru haldnir í gegnum fjarfundabúnað.
Birting félagatals BÍ á vef félagsins stríður gegn lögum um persónuvernd að áliti lögmanns BÍ og forstjóra Persónuverndar og er því ekki lengur opinbert almenningi.
Vönduð og fagleg fjölmiðlaumfjöllun getur mögulega komið í veg fyrir sjálfsvíg skv. rannsóknum Dr. Thomas Niederkrotenhaler, prófessor við Háskólann í Vín og sérfræðing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í sjálfsvígsforvörnum.
Framhaldsaðalfundur BÍ samþykkti þann 4. september breytingar lögum félagsins, reglugerð styrktarsjóðs og nýjar reglurgerðir orlofshúsasjóðs, endurmenntunar- og háskólasjóðs og varasjóðs.