- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar leitar að öflugum fréttamanni til að ganga til liðs við fréttastofuna og starfa þvert á miðla; í sjónvarpi, á vef og í útvarpi. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.
Á fréttastofunni starfar samhentur hópur fólks sem hefur mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og metnað fyrir vönduðum fréttaflutningi. Fréttir eru unnar í fjölbreyttri framleiðslu sem einkennist af frumkvæði, sköpunarkrafti og áræðni. Um er að ræða 100% starf sem unnið er í vaktavinnu.
Menntunar- og hæfniskörfur:
Sagðar eru fréttir á Bylgjunni á klukkustundarfresti yfir daginn, kvöldfréttir Stöðvar 2 eru á sínum stað alla daga ársins og allar fréttir birtast á sívakandi Vísi. Málin eru krufin í umræðuþættinum Pallborðinu og með fréttaskýringum í Íslandi í dag og í Kompás.
Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri í gegnum netfangið erlabjorg@stod2.is.
Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningavef Sýnar.
Fríðindi í starfi skv. auglýsingu
Dagskrárþulur á Rás 1
Rás 1 leitar að dagskrárþul með góða rödd og næma tilfinningu fyrir íslensku máli. Dagskrárþulur kynnir alla dagskrárliði Rásar 1 í beinni útsendingu alla virka daga.
Blaðamaður á 200 mílur
Árvakur, sem rekur meðal annars Morgunblaðið, mbl.is og K100, leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum blaðamanni í fullt starf til að ganga til liðs við 200 mílur, sem er hluti af öflugri viðskiptaritstjórn.
Helstu verkefni:
• Fréttaskrif, viðtöl, greiningar og úttektir
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Þekking og áhugi á sjávarútvegi og atvinnulífi
• Menntun sem nýtist í starfi
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli
Nánari upplýsingar veitir fréttastjóri viðskipta Matthías Johannessen í síma 569 1137 eða á mj@mbl.is
Umsóknarfrestur: 01.02.2025
Sumarstörf á fréttastofu RÚV (störf í fréttum og tækni)
Fréttastofa RÚV flytur fréttir í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum allan sólarhringinn, alla daga ársins og færir landsmönnum nýjustu tíðindi og fréttaskýringar af innlendum og erlendum vettvangi.
Auglýst er nú eftir sumarstarfsfólki í störf fréttafólks í Reykjavík og á Akureyri ásamt störfum í tæknihluta frétta. Um er að ræða störf í vaktavinnu í Reykjavík og starf í dagvinnu á Akureyri.
Tæknistörfin eru vaktavinnustörf í Reykjavík (störf pródúsents, línupródúsents og aðstoðarpródúsents).
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef RÚV og þar er tekið á móti umsóknum.
Hægt er að nálgast ráðningarvefinn með því að smella hér á hnappinn til hliðar.