- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samfélagsmiðlasérfræðingur Þjóðkirkjunnar
Þjóðkirkjan auglýsir eftir samfélagsmiðlasérfræðingi til starfa á Biskupsstofu. Um er að ræða nýtt starf á samskiptasviði, þar sem starfsmaður mun móta stefnu Þjóðkirkjunnar sem snýr að samfélagsmiðlum og byggja upp öfluga viðveru og ásýnd hennar á öllum helstu miðlum.
Mikil áhersla er lögð á að fjölbreytnin innan kirkjunnar fái að njóta sín á samfélagsmiðlum hennar en sóknir landsins eru á þriðja hundrað og starfar Þjóðkirkjan í öllum póstnúmerum landsins. Samfélagsmiðlasérfræðingur þarf að geta og vilja ferðast innanlands til að sækja efni og innblástur sem víðast.
Frestur til að sækja um starfið er til og með 9. janúar nk. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
• Efla viðveru og sýnileika Þjóðkirkjunnar og sókna hennar á samfélagsmiðlum.
• Framleiða fjölbreytt efni ásamt því að styðja starfsfólk kirkjunnar við efnissköpun.
• Veita ráðgjöf, tæknilega aðstoð og fræðslu til starfsfólks kirkjunnar.
• Önnur tilfallandi verkefni á samskiptasviði Biskupsstofu.
• Þekking, reynsla og færni í notkun helstu samfélagsmiðla.
• Mikil þekking á miðlum Meta (Facebook, Instagram) og TikTok, auk birtinga- og auglýsingakerfum Meta.
• Framúrskarandi samskiptahæfni, góður húmor og almenn skemmtilegheit. Starfið krefst þess að tala við fólk, vera með eyrun sperrt og augun opin fyrir því fallega og skemmtilega í starfi kirkjunnar og geta miðlað því á skapandi og skemmtilegan hátt.
• Áhugi á starfi og hlutverki kirkjunnar. Ekki þarf að búa yfir allri þekkingu frá fyrsta degi, en einlægur áhugi á að læra er nauðsynlegur.
• Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör miðast við kjarasamning Launanefndar þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs.
Um 230.000 Íslendingar tilheyra Þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan starfar í öllum póstnúmerum Íslands auk þess sem sérþjónustuprestar sinna fötluðum, föngum, heyrnarlausum og innflytjendum, sem og Íslendingum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Á fjórða hundrað kirkjur eru í landinu þar sem þúsundir einstaklinga sækja þjónustu og viðburði hverja viku.