Hittingur fyrir félagsfólk fyrsta þriðjudagskvöld í hverjum mánuði. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir félagsfólk að kynnast kollegum af öðrum miðlum.
Blaðamannafélag Íslands hefur á 85 ára fæðingarafmæli Jónasar Kristjánssonar ritstjóra tekið við safni efnis tengdu blaðamennsku sem hann vann á vef sinn jonas.is. Afkomendur Jónasar afhentu forsvarsmönnum BÍ umsjón með vefnum og efni hans í dag og tekur BÍ þar með vefinn til varðveislu í minningu Jónasar sem lést árið 2018.
Föstudaginn 7. febrúar kl 18:00 býður Blaðaljósmyndarafélag Íslands (BLÍ) og Blaðamannafélag Íslands upp á spennandi fyrirlestur með Patrick Brown, margverðlaunuðum blaðaljósmyndara.
Nýleg ummæli Ingu Sæland, ráðherra félags- og húsnæðismála, vegna fréttaflutnings um styrki til stjórnmálaflokka og símtals við skólastjóra Borgarholtsskóla, er einungis nýjasta dæmið um skaðlega, ómálefnalega gagnrýni valdamanna á blaðamenn.
Pálmi Jónasson, formaður Siðanefndar BÍ, fjallar um þau kærumál sem nefndin hefur fjallað um frá því reglunum var breytt á aðalfundi 2023. Grein birtist í Blaðamanninum janúar 2025.