- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Úthlutunarreglur fyrir styrki úr Menningarsjóði
Menningarsjóðsstyrkur:
Fastráðnir félagar sem greiða iðgjöld í Menningarsjóð eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum þegar þeir eiga rétt á 3ja mánaða leyfi, samkvæmt kjarasamningum BÍ. Styrkur árið 2024 er 425 þús. fyrir félagsmenn sem hafa styttri en 18 ára starfsaldur og 560 þús. fyrir félaga með lengri starfsaldur en 18 ár.
Verkefnastyrkir:
Félagsmenn geta sótt um styrki vegna sérstakra verkefna tengdum blaðamennsku. Verkefnastyrkir Menningarsjóðs BÍ eru veittir tvisvar á ári, í apríl og október og auglýsir skrifstofa BÍ eftir umsóknum. Stjórn Menningarsjóðs metur umsóknir og tekur ákvarðanir um úthlutun styrkja.
Styrkirnir eru veittir til blaðamennskustarfa en ekki til útgáfu á verkum, kynningar eða annars kostnaðar.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar og gögn eftir því sem við á: Kynning á blaðamanni og starfsferli, til hvaða starfa er sótt um styrk, afrit af samningi við útgefanda eða framleiðanda, upplýsingar um verkefni og sýnishorn úr handriti, hvort umsækjandi þiggi laun eða aðra styrki. Mikilvægt er að láta öll gögn sem stutt geta við umsókn, sbr. afrit af útgáfusamningi eða sýnishorn úr handriti, fylgja með umsókn. Stjórn sjóðsins er heimilt að leggja til sérstakt eyðublað sem skal nýtt vegna umsókna um styrki.
Þeir blaðamenn ganga fyrir um styrk sem ekki þiggja aðra starfsstyrki eða laun fyrir verkefni sitt. Við mat á umsóknum hefur stjórn Menningarsjóðs BÍ til viðmiðunar að umsækjandi hafi ekki fengið styrk frá menningarsjóði BÍ síðustu 24 mánuðina. Að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir um styrki sem:
Hámarksupphæð styrks á fjögurra ára tímabili er 500 þúsund krónur.
Úthlutunarreglur og upphæðir styrkja eru endurskoðaðar árlega.