Þetta er styrkt

Samkvæmt kjarasamningi BÍ greiða atvinnurekendur í fjóra sjóði í eigu blaðamannafélagsins, sem sjóðfélagar geta sótt um styrki í skv. sérstökum úthlutunarreglum. Atvinnurekendur greiða 1,2% af launum í menningarsjóð, 1% í styrktarsjóð, 0,7% í endurmenntunar- og háskólasjóð og 0,25% í orlofsheimilasjóð

Hér eru upplýsingar um þá styrki sem eru í boði:

Menningarsjóðsstyrkur (vegna þriggja mánaða leyfis)

Fastráðnir félagar sem greiða iðgjöld í Menningarsjóð eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum þegar þeir eiga rétt á 3ja mánaða leyfi, samkvæmt kjarasamningum BÍ. Styrkur árið 2024 er 425 þús. fyrir félagsmenn sem hafa styttri en 18 ára starfsaldur og 560 þús. fyrir félaga með lengri starfsaldur en 18 ár.

Sækja um

Verkefnastyrkir

Félagsmenn geta sótt um styrki vegna sérstakra verkefna tengdum blaðamennsku. Verkefnastyrkir Menningarsjóðs BÍ eru veittir tvisvar á ári, í apríl og október og auglýsir skrifstofa BÍ eftir umsóknum. Stjórn Menningarsjóðs metur umsóknir og tekur ákvarðanir um úthlutun styrkja.

Styrkirnir eru veittir til blaðamennskustarfa en ekki til útgáfu á verkum, kynningar eða annars kostnaðar.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar og gögn eftir því sem við á: Kynning á blaðamanni og starfsferli, til hvaða starfa er sótt um styrk, afrit af samningi við útgefanda eða framleiðanda, upplýsingar um verkefni og sýnishorn úr handriti, hvort umsækjandi þiggi laun eða aðra styrki. Mikilvægt er að láta öll gögn sem stutt geta við umsókn, sbr. afrit af útgáfusamningi eða sýnishorn úr handriti, fylgja með umsókn. Stjórn sjóðsins er heimilt að leggja til sérstakt eyðublað sem skal nýtt vegna umsókna um styrki.

Þeir blaðamenn ganga fyrir um styrk sem ekki þiggja aðra starfsstyrki eða laun fyrir verkefni sitt. Við mat á umsóknum hefur stjórn Menningarsjóðs BÍ til viðmiðunar að umsækjandi hafi ekki fengið styrk frá menningarsjóði BÍ síðustu 24 mánuðina. Að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir um styrki sem:

    - hafa ekki áður fengið verkefnastyrk frá Menningarsjóði BÍ
    - hafa lítil eða engin tök á að sækja í aðra sjóði en Menningarsjóð BÍ.

Hámarksupphæð styrks á fjögurra ára tímabili er 500 þúsund krónur.

Sækja um 

Styrkir vegna námskeiðsgjalda

Sjóðurinn veitir styrki til að sækja námskeið innanlands og erlendis.

Greitt er allt að 75% námskeiðsgjalds, hámark 200.000 kr. 

Sækja um

Styrkir vegna ráðstefna

Sjóðurinn styrkir félaga til að taka þátt í ráðstefnum og málþingum bæði innanlands og utan. Greitt er allt að 75% þátttökugjalds, hámark 200.000 kr.

Sækja um

Ferðastyrkir vegna námskeiða eða ráðstefna

Ferðakostnaður vegna menntunar eða endurmenntunar er styrkhæfur.

Greitt er allt að 75% af fargjaldi og gistikostnaði í tengslum við þátttöku í námskeiði, ráðstefnu eða málþingi að hámarki 100.000 kr á 24 mánaða tímabili.

Sækja um 

Styrkur vegna háskólanáms

Veittir eru styrkir vegna náms til eininga á háskólastigi hérlendis og erlendis, eins og nánar greinir hér á eftir, samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Skrásetningargjöld og námsgjöld teljast styrkhæfur kostnaður.

Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000 kr.

Sækja um

Nám við Norrænu blaðamannamiðstöðina (NJC)

Félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða við Norrænu blaðamannamiðstöðina NJC í Árósum í Danmörku.

Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000 kr.

Sækja um 

Styrkir vegna heilbrigðisþjónustu eða heilsueflingar:

Laun í veikindum

 Styrktarsjóður tryggir laun í þrjá mánuði til viðbótar kjarasamningsbundnum réttindum, sem nema 80% af grunni inngreiðslna sjóðfélaga í sjóðinn síðustu 12 mánuði áður en greiðslur féllu niður, þó að hámarki skal miðað við 80% hámarkslauna skv. kjarasamningi.

Sækja um 

Heilsuefling

Veittur er styrkur vegna heilsueflingar sem getur numið allt að helmingi kostnaðar, þó ekki hærri en sem nemur 20 þúsund krónum á hverju almanaksári gegn framvísun frumrits reiknings. Ákvörðunin gildir vegna útgjalda sem stofnað hefur verið til á árinu. Ekki er endurgreitt vegna tækja- eða útbúnaðarkaupa.

Sækja um 

Fæðingar og ættleiðingarstyrkir

Veittir eru styrkir vegna fæðingar barns eða ættleiðingar að upphæð 150 þúsund krónur.*

*Um greiðslu fæðingarstyrkja gildir að leggja þarf fram greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslur frá sjóðnum í fæðingarorlofi.

Sækja um 

Tæknifrjógvanir

Heildarstyrkur vegna tæknifrjóvgunar sem nemur 50% af kostnaði skv. gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, þó að hámarki 160 þúsund krónur. (Það er að segja það er aldrei hægt að fá meira en 160 þúsund krónur samanlagt úr sjóðnum undir þessum lið).

Sækja um 

Hjartaskoðun

Eftirlit vegna hjartasjúkdóma er greitt að hálfu.

Sækja um 

Sjúkraþjálfun og nudd

Sjóðurinn greiðir helming kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar og sjúkranudds hjá faglega viðurkenndum aðila sem hefur löggildingu viðkomandi starfsstéttar frá landlækni að hámarki 30 þúsund krónur á ári.

Sækja um 

Endurhæfing

Greiddur er helmingur kostnaðar vegna endurhæfingar hjá H-L stöðinni.

Krabbameinsskoðun

Krabbameinsskoðanir eru greiddar að hálfu.

Sækja um 

Tannlæknakostnaður

Greiddur er eingreiðslustyrkur sem nemur 50% kostnaðar umfram 200 þúsund krónur vegna tannlæknakostnaðar af heilsufarsástæðum. Styrkur getur aldrei orðið hærri en 200 þúsund krónur undir þessum lið.

Sækja um 

Sálfræðikostnaður

Greitt er allt að 112.500 krónur á ári samkvæmt nánari reglum. Greitt fyrir 15 skipti á hverjum tólf mánuðum að hámarki 7.500 krónur fyrir hvert skipti.

Sækja um 

Gleraugnastyrkur

Tekið er þátt í kostnaði vegna kaupa á gleraugum sem nemur allt að 50% kostnaðar samkvæmt framlögðu frumriti reiknings allt að 40 þúsund krónur á 36 mánaða fresti.

Sækja um 

Heyrnartækjastyrkur

Tekið er þátt í kostnaði vegna kaupa á heyrnartækjum sem nemur allt að 50% kostnaðar samkvæmt framlögðu frumriti reiknings allt að 200 þúsund krónur að frádregnum styrk frá Sjúkratryggingum. Sækja má um styrk á fjögurra ára fresti.

Lasermeðferð á augum

Greiddur er 75 þúsund króna styrkur vegna aðgerðar á hvoru auga. Sama gildir fyrir augasteinaskipti.

Sækja um 

Heilsustofnun

Greitt er vegna dvalar á viðurkenndum heilsustofnunum innanlands að læknisráði allt að 50% kostnaðar þó ekki meira en 150 þúsund krónur á hverjum 48 mánuðum.

Sækja um 

Göngumæling og innlegg

Greidd eru 75% kostnaðar, þó að hámarki 20 þúsund krónur vegna göngumælingar og innleggja samkvæmt læknisráði. Sambærileg endurgreiðsla vegna annarra minniháttar hjálpartækja.

Sækja um 

Útfararstyrkur

Sjóðurinn greiðir dánarbætur vegna andláts félagsmanna og barna þeirra. Styrkfjárhæð nemur 400 þúsund krónum

Mikil útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu

Ef um mikil útgjöld er að ræða vegna heilbrigðisþjónustu, sem ekki fellur undir neinn lið hér að ofan er hægt að sækja sérstaklega um styrk vegna hluta kostnaðar til stjórnar sjóðsins. Umsókn skal studd gögnum, t.d. tilvísun, vottorð og/eða greinargerð frá lækni, sem og reikningum vegna útlagðs kostnaðar.

Sækja um 

 

----