- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Um greiðslu sjúkradagpeninga til sjálfstætt starfandi blaðamanna gilda sömu reglur og launafólks. Styrktarsjóður tryggir laun í þrjá mánuði til viðbótar kjarasamningsbundnum réttindum, sem nema 80% af grunni inngreiðslna sjóðfélaga í sjóðinn síðustu 12 mánuði áður en greiðslur féllu niður, þó að hámarki skal miðað við 80% hámarkslauna skv. kjarasamningi. Launafólki er tryggð laun í veikindum, þó mislengi eftir því hve fólk hefur langan starfstíma, minnst þrjá mánuði á fullum launum og þrjá mánuði á hálfum launum og lengst 6 mánuði á fullum launum og sex mánuði á hálfum launum.
Sjálfstætt starfandi blaðamenn þurfa að standa skil á greiðslum til sjálfs sín jafnlengi og ef um launagreiðanda væri að ræða, skv. kjarasamningi. Styrktarsjóður BÍ tekur við að þeim réttindum loknum. Benda má á að sjálfstætt starfandi geta keypt ýmsar tryggingar til að mæta tekjutapi vegna veikinda eða slysa.
Þau sem eru sjálfstætt starfandi og sækja um sjúkradagpeninga hjá sjúkrasjóði BÍ þurfa að skila inn eftirfarandi gögnum:
- Sjúkradagpeningavottorð frá lækni
- Yfirlýsingu um launaleysi eða staðfestingu frá tryggingafélagi um greiðslur vegna launamissis.
- Veikindavottorð, dagsett við upphaf veikinda.