- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Eftirfarandi siðareglur Blaðamannafélags Íslands voru í gildi frá samþykkt þeirra á aðalfundi félagsins árið 1991 þar til nýjar reglur voru samþykktar á aðalfundi árið 2023:
Í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta og rétt almennings til upplýsinga, tjáningarfrelsis og gagnrýni.
1. grein
Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starf blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.
2. grein
Blaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem blaðamann þó að hann komi fram utan síns eiginlega starfssviðs, í riti eða ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína.
3. grein
Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
4. grein
Það telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar. Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
5. grein
Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi.
6. grein
Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ innan 2ja mánaða frá birtingu enda sé mál vegna birtingarinnar ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Áður skal hann þó leita leiðréttingar mála sinna hjá viðkomandi fjölmiðli. Þó getur Siðanefnd úrskurðað um undanþágur frá leiðréttingarkröfum vegna annarra aðstæðna.
Siðanefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er.
Taki Siðanefnd kærumál til efnislegrar athugunar skal hún kanna heildarumfjöllun um málið í hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu.
Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra:
a) ámælisvert
b) alvarlegt
c) mjög alvarlegt
Úrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað. Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal birta í heild í Félagstíðindum BÍ svo fljótt sem verða má. Úrskurð Siðanefndar skal senda viðkomandi fjölmiðli við fyrsta hentugleika og með ósk um birtingu ef um brot samkv. skilgreiningu b) og c) er að ræða. Þremur dögum seinna skal senda úrskurðinn öðrum fjölmiðlum.
Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta af úrskurðum Siðanefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát sem reglur þessar ætlast til. sbr. 1. og 2. grein að framan.
Nú telur stjórn BÍ að gengnum úrskurði Siðanefndar að brot sé svo alvarlegt að frekari ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann enda sé þeirrar ætlunar getið í fundarboði.
Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur þeirra eða viðkomandi blaðamaður er utan BÍ og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða ábyrgðarmaður eigi beina aðild að. Þótt enginn þessara aðila sé í BÍ getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um kæruefni.
Samþykkt með síðustu breytingum á aðalfundi BÍ 1991
Ensk þýðing siðareglna frá 1991:
In their work, journalists of all media must constantly bear in mind the basic rules of human relations, and the public's right to information, freedom of expression and criticism.
Clause 1
A journalist aims to do nothing which may bring his profession or professional organisation, newspaper or newsroom into disrepute. He must avoid anything which may be deleterious to public opinion of the journalist's work or damage the interests of the profession. A journalist must always be honourable in his dealings with colleagues.
Clause 2
A journalist is aware of his personal responsibility for all that he writes. He bears in mind that he is generally perceived as a journalist, even when not expressing himself as such, in writing or the spoken word. A journalist respects the necessary confidentiality of his sources.
Clause 3
A journalist observes the highest possible standards in gathering information, processing this information, and in presentation, and shows the utmost tact in sensitive cases. He avoids all that may cause unnecessary pain or humiliation to the innocent, or those who have suffered.
Clause 4
Should a journalist accept a bribe or use threats in connection with publication of material, this is counted a very serious violation. Journalists must always be conscious of when names should be published for the sake of public safety, or in the public interest. In accounts of legal and criminal cases, journalists must observe the general rule that every person is innocent until proven guilty.
Clause 5
A journalist must do his best to avoid conflicts of interest, for instance by reporting on companies or interest groups in which he himself is involved. He must primarily serve the interests of the readers, and the honour of the journalistic profession in all that he undertakes in the course of his work.
A journalist writes always on the basis of his convictions. He makes sure not to confuse editorial material of clear informative and educational value with advertising in pictorial and/or written form.
This code of ethics does not limit the freedom of expression of journalists who write under their full name clearly defined items in newspapers, e.g. criticism, where the writer's personal views are of the essence.
Clause 6
Any person who believes that a journalist has offended against the above code, and
whose interests are at stake, can make a complaint to the Ethics Committee of the Icelandic Union of Journalists within two months of publication, provided the item published is not the subject of court action at the same time.
The complainant must, however, have previously sought redress from the organ (newspaper, broadcasting company) in question. The Ethics Committee may, however, rule to make an exception to the rule on seeking redress due to other circumstances. The Ethics Committee shall discuss the matter at a meeting within one week and shall publicise a well-grounded ruling as soon as possible.
When the Ethics Committee undertakes to investigate a complaint, it must take into account the overall coverage of the matter in the medium against which the
complaint has been made. The respondent shall be given the opportunity to explain his view of the matter.
The Ethics Committee classifies three categories of violation, according to their nature:
a) reprehensible
b) serious
c) very serious
No appeal can be made against the Ethics Committee's ruling. The ruling of the Ethics Committee, together with the grounds and arguments of the ruling, shall be published as soon as possible in the journalists' union periodical. The Ethics Committee's ruling shall be sent to the organ in question at the first opportunity, with a request for publication in the case of an offence in category b) or c). Three days later, the ruling shall be sent to other media.
The principal ruling of the Committee shall be published verbatim. In the presentation of news on rulings from the Ethics Committee, journalists shall observe all precautions which this code lays down, cp. clauses 1 and 2 above.
Should the board of the Icelandic Union of journalists feel, after the Ethics Committee has ruled, that a violation is so serious that further action is required, it
may submit a proposal for sanctions against the journalist in question to a meeting of the members, provided that the intention to do so has been mentioned in the announcement of the meeting.
In the case of an article not being clearly attributable to a writer, or that the journalist in question is not a member of the Union of Journalists, the Ethics Committee's ruling shall apply to the editor or guarantor as directly concerned. Even if none of these individuals is a member of the Union of Journalists, the Ethics Committee can still make a ruling on a complaint.