- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Styrktarsjóður BÍ veitir styrki vegna kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar. Atvinnurekendur greiða 1% af launum félagsmanna sem iðgjald í sjóðinn. Styrktarsjóður greiðir meðal annars út sjúkradagpeninga til félagsmanna sem verða fyrir tekjumissi vegna veikinda eða slysa. Allir félagsmenn í BÍ, sem greitt hefur verið af til styrktarsjóðs í sex mánuði, geta fengið úthlutað styrkjum úr sjóðnum.
Laun í veikindum
Styrktarsjóður tryggir laun í þrjá mánuði til viðbótar kjarasamningsbundnum réttindum, sem nema 80% af grunni inngreiðslna sjóðfélaga í sjóðinn síðustu 12 mánuði áður en greiðslur féllu niður, þó að hámarki skal miðað við 80% hámarkslauna skv. kjarasamningi.
Heilsuefling
Veittur er styrkur vegna heilsueflingar sem getur numið allt að helmingi kostnaðar, þó ekki hærri en sem nemur 20 þúsund krónum á hverju almanaksári gegn framvísun frumrits reiknings. Ákvörðunin gildir vegna útgjalda sem stofnað hefur verið til á árinu. Ekki er endurgreitt vegna tækja- eða útbúnaðarkaupa.
Fæðingar og ættleiðingarstyrkir
Veittir eru styrkir vegna fæðingar barns eða ættleiðingar að upphæð 150 þúsund krónur.*
*Um greiðslu fæðingarstyrkja gildir að leggja þarf fram greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslur frá sjóðnum í fæðingarorlofi.
Tæknifrjógvanir
Heildarstyrkur vegna tæknifrjóvgunar sem nemur 50% af kostnaði skv. gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, þó að hámarki 160 þúsund krónur. (Það er að segja það er aldrei hægt að fá meira en 160 þúsund krónur samanlagt úr sjóðnum undir þessum lið).
Hjartaskoðun
Eftirlit vegna hjartasjúkdóma er greitt að hálfu.
Sjúkraþjálfun og nudd
Sjóðurinn greiðir helming kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar og sjúkranudds hjá faglega viðurkenndum aðila sem hefur löggildingu viðkomandi starfsstéttar frá landlækni að hámarki 30 þúsund krónur á ári.
Endurhæfing
Greiddur er helmingur kostnaðar vegna endurhæfingar hjá H-L stöðinni.
Krabbameinsskoðun
Krabbameinsskoðanir eru greiddar að hálfu.
Tannlæknakostnaður
Greiddur er eingreiðslustyrkur sem nemur 50% kostnaðar umfram 200 þúsund krónur vegna tannlæknakostnaðar af heilsufarsástæðum. Styrkur getur aldrei orðið hærri en 200 þúsund krónur undir þessum lið.
Sálfræðikostnaður
Greitt er allt að 112.500 krónur á ári samkvæmt nánari reglum. Greitt fyrir 15 skipti á hverjum tólf mánuðum að hámarki 7.500 krónur fyrir hvert skipti.
Gleraugnastyrkur
Tekið er þátt í kostnaði vegna kaupa á gleraugum sem nemur allt að 50% kostnaðar samkvæmt framlögðu frumriti reiknings allt að 40 þúsund krónur á 36 mánaða fresti.
Heyrnartækjastyrkur
Tekið er þátt í kostnaði vegna kaupa á heyrnartækjum sem nemur allt að 50% kostnaðar samkvæmt framlögðu frumriti reiknings allt að 200 þúsund krónur að frádregnum styrk frá Sjúkratryggingum. Sækja má um styrk á fjögurra ára fresti.
Lasermeðferð á augum
Greiddur er 75 þúsund króna styrkur vegna aðgerðar á hvoru auga. Sama gildir fyrir augasteinaskipti.
Heilsustofnun
Greitt er vegna dvalar á viðurkenndum heilsustofnunum innanlands að læknisráði allt að 50% kostnaðar þó ekki meira en 150 þúsund krónur á hverjum 48 mánuðum.
Göngumæling og innlegg
Greidd eru 75% kostnaðar, þó að hámarki 20 þúsund krónur vegna göngumælingar og innleggja samkvæmt læknisráði. Sambærileg endurgreiðsla vegna annarra minniháttar hjálpartækja.
Útfararstyrkur
Sjóðurinn greiðir dánarbætur vegna andláts félagsmanna og barna þeirra. Styrkfjárhæð nemur 400 þúsund krónum
Mikil útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu
Ef um mikil útgjöld er að ræða vegna heilbrigðisþjónustu, sem ekki fellur undir neinn lið hér að ofan er hægt að sækja sérstaklega um styrk vegna hluta kostnaðar til stjórnar sjóðsins. Umsókn skal studd gögnum, t.d. tilvísun, vottorð og/eða greinargerð frá lækni, sem og reikningum vegna útlagðs kostnaðar.
Almennt gildir að forsenda endurgreiðslu er framvísun fullgildra greiðslukvittana vegna útlagðs kostnaðar.
Úthlutunarreglurnar voru samþykktar á fundi stjórnar Styrktarsjóðs þann 6. júní 2024