- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Eins og áður hefur verið greint frá var félagatal BÍ tekið úr opinberri birtingu í september sl. þar sem birtingin gekk gegn lögum um persónuvernd að áliti lögmanns BÍ og forstjóra Persónuverndar. Minnisblað Landslaga sem eldri félagsmenn létu vinna og sendu stjórn félagsins nýverið um birtingu félagatals staðfestir þessa ákvörðun stjórnar.
Í lögum BÍ má finna ákvæði um að birta skuli félagatalið og var því ákveðið að leggja fram tillögu þess efnis á framhaldsaðalfundi í september að ákvæðið yrði fellt brott úr lögum. Var tillagan felld og stendur ákvæðið því óbreytt í lögum félagsins þrátt fyrir að birtingin sé óheimil samkvæmt landslögum. Til að fá staðfestingu á áliti lögmanns BÍ eftir niðurstöðu framhaldsaðalfundar leitaði formaður félagsins eftir áliti Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, á því hvort áframhaldandi birting félagatals BÍ bryti gegn lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Staðfesti Helga álit lögmanns BÍ um að taka beri félagatalið úr opinberri birtingu enda gangi landslög framar lögum stéttarfélaga. Áþekk sjónarmið koma fram í minnisblaðinu frá Landslögum þar sem tekið er fram að félagið eða fundir þess séu ekki bærir til að ákveða miðlun upplýsinga um stéttarfélagsaðild félagsmanna enda sé það talið til sérstaklega viðkvæmra persónuupplýsinga. Til að birting félagatals geti talist heimil þyrfti að afla upplýsts samþykkis hvers og eins félagsmanns þar sem gætt er að eftirfarandi atriðum:
Í ljósi þess hve mikil vinna felst í öflun og utanumhaldi samþykkis allra félagsmanna, auk þess sem félagatalið yrði aldrei tæmandi af augljósum ástæðum telur stjórn ekki forsvaranlegt að að birta félagatalið á ný. Í ljósi þeirra leiðbeininga sem formaður félagsins aflaði frá forstjóra Persónuverndar, lögmanni félagsins og þeim atriðum sem koma fram í minnisblaði frá Landslögum mun stjórn því leggja til breytingu á ný á IX. kafla laga félagsins um félagaskrá á næsta aðalfundi.