Fréttir

BBC og NYT mest "tístir" virtra miðla

Í nýrri rannsókn sem gerð var við Háskólann í Arizona í BNA var samfélagsmiðillinn Twitter notaður til að mæla hvaða „yfirvegaða“ fréttastofa (e. serious newswire) nyti mestra vinsælda. Twitter er mikið notaður af fréttamönnum og skoðanaleiðtogum sem fyrst og fremst treysta á vandaðar fréttir og þótti þessi leið því gefa vísbendingar um hvaða fréttastofa af vandaðari gerðinni væri mest notuð. Skoðuð voru „tíst“ með tenglum á fréttir í þrjár vikur og í ljós kon að fréttir frá BBC og New York Times voru mest sendar (e. retweeted). Einnig kom í ljós að fréttir frá BBC, Mashable og NYT höfðu lengstan líftíma.Sjá einnig hér
Lesa meira
Carlos Dada

Blaðamaður frá El Salvador fær Politkovskaya verðlaunin

Carlos Dada, sem er ritstjóri og stofnandi vefmiðilsins El Faro fékk verðlaun Önnu Politkovskayu fyrir rannsóknarblaðamennsku og störf við erfiðar aðstæður, en það er ítalska blaðið Internationale á Ítalíu stendur að verðlaununum. Verðlaunin voru sett voru á fót til að heiðra minningu rússnesku blaðakonunnar og mannréttindafrömuðarins Önnu Politkovskayu sem var myrt árið 2006 í Moskvu. El Faro, eða „Vitinn“ er fyrsti miðillinn í Rómönsku Ameriku sem starfar eingöngu á netinu og hefur hann fjallað mikið um átök milli gengja í höfuðborginni San Salvador sem og lítið gagnsæi stjórnsýslunnar í landinu. Meðal annars hefur miðillinn fjallað um samninga sem stjórnvöld hafa gert við gengin, en sú umfjöllun hefur stefnt öryggi starfsmanna miðilsins í hættu og hafa þeir mátt búa við ógnanir og hótanir. El Faro hefur áður fengið viðurkenningu fyrir afhjúpandi umfjöllun sína um ýmis mál, m.a. um morðið á erkibiskupnum Óscar Romero, sem hersveitir stjórnvalda drápu á sínum tíma. Þá tilnefndi Skrifstofa amerískra mannréttindamála í Wasington miðilinn sem einn af verðlaunahöfum fyrir mannréttindabaráttu í ár og í fyrra var El faro veitt verðlaun Colimbiu haskólans í baðamennsku, „the Maria Moors Cabot Prize“.
Lesa meira
Arne König, forseti EFJ

Sýna austurískum blaðamönnum samstöðu

Forustumenn blaðamannasamtaka í Evrópu sem voru samankomnir á ráðstefnu í Berlin í vikunni hafa sameinast um mótmæli gegn einhliða uppsögn kjarasamninga blaðamanna í Austurríki. Samband blaðaútgefenda í Austurríki (VÖZ) hefur lýst því yfir að það hygðist einhliða segja upp gildandi samningum frá og með áramótum. “Útgefendur eru með þessu að vinna gegn hagsmunum og sjálfstæði blaðamanna í landinu og þar með að vinna gegn almannahagsmunum,” sagði Arne König formaður EFJ á fundi forustumannanna. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa austurrískir blaðamenn komið upp um fjölmörg pólitísk hneykslismál og samtök útgefenda hafa einmitt nýlega gefið frá sér yfirlýsingu um mikilvægi sjálfstæðrar blaðamennsku fyrir lýðræðið. Fulltrúar á fundi forustumannanna í Berlín sögðu að það væri skömm til þess að vita að útgefendur vildu nú kippa burt lágmarksgrundvelli launa blaðamanna og setja þannig mikinn þrýsting á blaðamenn og samtök þeirra sem fyrir höfðu sýnt umtalsverðan samningsvilja. “Samtök blaðamanna um alla Evrópu styðja við félaga sína í Austurríki,” er haft eftir einum þeirra. Búið er að koma upp hlekk til að koma mótmælum bein til austurísku útgefandanna og er hann þessi: Smellið hér
Lesa meira
Hertogynjan af Cambridge er sú kona sem oftast er á forsíðum breskra blaða.

Karlaforsíður á breskum blöðum

Karlrembulegar staðalmyndir, lílillækkandi myndir af konum og fréttir sem skrifaðar eru af körlum eru það sem einkennir forsíður breskra blaða samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á vegum samtakanna Kvenna í balaðamennsku (e. Women in Journalism). Karlar skrifuðu 78% af öllum forsíðufréttum sem skoðaðar voru og 84% af þeim sem vitnað var til í forsíðufréttum voru karlar. Rannsóknin byggði á könnun á 9 dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu og stóð í eina viku eða frá mánudegi til laugardags. Sú kona sem oftast var nefnd eða sýnd á forsíðum blaðanna var hertogynjan af Cambridge. Þessar niðurstöður eru mjög í samræmi við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið bæði í Bretlandi og raunar annars staðar líka þó ástandið sé eitthvað misjafnt eftir löndum.Sjá einnig hér
Lesa meira
Keir Stramer, saksóknari

Brýnt að vernda réttin til að "stuða"

Skrifstofa Ríkissaksóknara í Bretlandi (e: Crown Prosecution Service) hefur í hyggju að setja upp nýjar viðmiðunarreglur um hvað má og hvað má ekki varðandi yfirlýsingar í samfélagsmiðlum. Að sögn Keir Starmer, eins reyndasta og virtasta saksóknara embættisins eru núgildandi lög ekki nógu skýr og því brýnt að setja skýrari reglur. Hann segir jafnframt að slíkar reglur þurfi að vernda rétt manna til að vera “stuðandi”, því annars sé hætta á kælingaráhrifum, sem hafi slð almennt.sið alframt að það sla og virtasta saksæm áhrif á tjáningarfrelsið almennt. Þessi yfirlýsing saksóknarans og áform embættisins koma í kjölfar mikillar umræðu um mál þar sem fólk hefur verið dæmt til refsingar vegan ummæla í samfélagsmiðlum. Einkum eru tvö mál í umræðunni. Annars vegar var Matthew Wood settur í fangelsi í 12 vikur sl. mánudag vegna ummæla sem hann lét falla um táningsstúlkuna, April Jones, sem var týnd. Hins vegar var Azhar Ahmed dæmdur til samfélagsvinnu fyrir að láta ummæli falla á samfélgamiðli um látna breska hermenn. Ríkissaksóknaraembættið hyggst bjóða til almennrar umræðu um málið áður en reglurnar eru settr og fá til þeirra bæði háskólafólk og fólk frá samfélagsmiðlunum s.s. frá Facebook og Twitter. Í Bretlandi hefur fjöldi klögumála vegna ummæla á samfélagsmiðlum farið heldur vaxandi undanfarin ár og segja má að á vegum sakóknara víðs vegar í landinu sé að meðaltali fjallað um 50 slík mál á viku. Sjá meira hér
Lesa meira
Uppsagnir á El Pais vekja hörð viðbrögð

Uppsagnir á El Pais vekja hörð viðbrögð

Efnahagserfiðleikarnir á Spáni hafa ekki látið fjölmiðla þar ósnortna og nú hefur verið tilkynnt að stærsta blað landsins, El Pais, muni skera niður hjá sér þriðjung stöðugilda og lækka laun yfir línuna í tilraun til að mæta þeim erfiðleikum sem blaðið stendur frammi fyrir. Starfsfólkið hefur risið upp í mótmælaskyni og hefur samþykkt nær einróma ályktun og veitt verkfallsnefnd strfsmanna heimild til að boða vinnustöðvun. Blaðið er hluti af fjölmiðlasamsteypunni Prisa Media Group og í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í vikunni kemur fram að fækkað verður um 149 starfsmenn, þar af verður 128 beinlínis sagt upp og 28 fara á eftirlaun fyrir tímann. Þess utan mun allt starfsfókl taka á sig 15% launalækkun. Viðbrögð starfsmanna beinast ekki síst að formanni stjórnar og eins aðaleiganda Prisa Media Group, Juan Luis Cebrian, en samkvæmt ársreikningum má sjá að hann hefur geitt sér arð af fyrirtækinu á umliðnum árum sem nemur um 13 milljónum evra. Nú segir fólkið að kominn sé tími til að setja eitthvað af þessu fé aftur inn í fyrirtækið.Sjá einnig hér
Lesa meira
ESB og íslensk stjórnsýsla

ESB og íslensk stjórnsýsla

Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi viðFélag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu bjóða til málþings sem blaðamenn kynnu að hafa áhuga á. Málþingið hefur yfirskriftina: „Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla:Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands að sambandinu á íslenskar stofnanir og sveitarfélög?“ Málþingi verður haldið fimmtudaginn 18. okt kl. 12-14:15 á Grand hótel Reykjavík. Þátttökugjald kr. 5400.-hádegisverður innifalinn. Dagskrá: 1. Setning og opnunarávarp. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga. 2. Dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu. Umbætur í stjórnsýslu Króatíu í tengslum við inngöngu landsins í ESB. 3. Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Evrópuvæðing íslenskrar stjórnsýslu - samanburður við hin Norðurlöndin. Kynning á niðurstöðum rannsóknar. 4. Frá sjónarhóli sveitarfélaga Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 5. Frá sjónarhóli ríkisstofnana Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Eftir framsögur verða panelumræður með frummælendum og með þátttöku Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og aðalsamningamanns vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB. Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Evrópusamruninn hefur haft afgerandi áhrif á þróun íslensks samfélags í gegnum aðildina að Evrópska efnahagsvæðinu á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Ísland gerðist aðili að EES. Það á ekki síst við um starfsemi og áherslur íslenskrar stjórnsýslu og opinberra stofnana á báðum stjórnsýslustigum. Umsóknarferli Íslands að sambandinu mun hafa í för með sér breytingar á stjórnsýslunni og þá ekki síður kjósi Ísland að ganga í Evrópusambandið. Á fundinum verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1. Að hvaða leyti hefur EES samningurinn, innleiðing regluverks ESB í íslensk lög og umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á og leitt til breytinga á áherslum og verkefnum íslenskrar stjórnsýslu, hjá ríki, sveitarfélögum og opinberum stofnunum? 2. Hefur það leitt til framfara fyrir starfsemina og málaflokkinn eða haft neikvæð áhrif á þróun starfsins? 3. Hver er reynsla Norðurlandanna? 4. Hver er reynsla ríkis sem fær væntanlega aðild að ESB á næsta ári? Frummælendur eru dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu, en hún hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á að skoða umbætur í opinberri stjórnsýslu í Króatíu í tengslum við aðildarumsókn landsins að ESB. Þá mun dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ fjalla um niðurstöður umfangsmikillar samanburðarrannsóknar um Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar á Norðurlöndum. Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun síðan ræða efnið f rá sjónarhóli sveitarfélaga og Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar frá sjónarhóli stofnana sinna. Eftir framsöguerindi verða pallborðsumræður með þátttöku frummælenda, en auk þeirra mun Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið taka þátt í pallborði og bregðast við erindum. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs er Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Dr. Anamarija Musa sem er sérstakur gestur ráðstefnunnar er kennari við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í stjórnsýslulögum og opinberri stjórnsýslu m.a. með áherslu á Evrópufræði og evrópska stjórnhætti. Hún hefur tekið þátt í mörgum evrópskum verkefnum á sínu rannsóknarsviði og skoðað m.a. Evrópuvæðingu stjórnsýslunnar í Króatíu í tengslum við umsókn landsins að ESB og ritað fjölda greina og bókakafla um þessi efni.
Lesa meira
Argentína: Blaðamennskan verður fórnarlambið

Argentína: Blaðamennskan verður fórnarlambið

Í stórfelldum átökum stjórnvalda og stórra fjölmiðlafyrirtækja í Argentínu er það blaðamennskan sjálf sem er stærsta fórnarlambið, segir í nýrri skýrslu samtakanna „Nefnd til verndar blaðamönnum“. Hér er fyrst og fremst um að ræða átök milli forseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner annars vegar og svo fjölmiðlarisans Grupo Clarin sem m.a. á stærsta og útbreiddasta blað landsins, Clarin. Í Argentínu eru engar formlegar reglur um það hvernig á að dreifa eða koma á framfæri opinberum upplýsingum og þetta hafa stjórnvöld nýtt sér óspart og geðþótti og umbun og refsing af hálfu stjórnvalda getur ráið því hverjir fá hvaða upplýsingar. Sumum miðlum er hyglað en aðrir verða útundan og þetta skapar mjög erfiðar aðstæður í landinu til að vinna á faglegum grundvelli. Samkvæmt skýrslunni þá er ástandið hvað erfiðast fyrir smæri svæðisbundna og staðbundna miðla. Sjá einnig hér
Lesa meira
Fallið frá þaki á styrki til einstakra blaða í Noregi

Fallið frá þaki á styrki til einstakra blaða í Noregi

Útgefendur og starfsfólk á blöðum Dagsavisen og Vårt Land í Noregi anda nokkuð léttar í dag því nýr menningarmálaráðherra, Hadia Tajik, hefur ákveðið að gera breytingar á tillögum um fjölmiðlastyrki og falla frá því að setja þak á styrkveitingar til einstakra blaða. Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni áður þá er hugmyndin um að auka styrki til fjölmiðla í landinu um 440 milljónir íslenskra króna, en á móti voru uppi hugmyndir að setja 40 milljón nkr. þak á styrki til einstakra miðla. Hæstu styrkþegarnir í fyrra voru blöðin Dagsavisen og Vårt Land en bæði þessi blöð eru talin hafa mikið gildi fyrir samfélgsumræðuna í landinu og hafa mikið vægi sem slík. Í fyrra voru þau með 38,7 milljónir og 40,1 milljón nkr. í styrki og hefði því lent uppi í þakinu nú. Það sem e.t.v. er áhugavert fyrir Íslendinga að skoða í þessu samhengi er upphæð styrkjanna sem veittir eru til að varðveita fjölbreytni og fjölræði hjá nágrönnum okkar. Þakið sem nú hefur verið fallið frá nemur 880 milljónum króna á miðlil. Heildar beinir styrkir til dagblaða í Noregi námu í fyrra um 6 milljörðum króna. Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá mótmælum í Túnis í fyrra, hluta af

Blaðamenn ofsóttir í Túnis

Í yfirliti frá samtökunum Fréttamenn án landamæra sem sent var út í gær kemur fram að meira en 130 dæmi eru um alvarlegar árasir á prentfrelsi fjölmiðla í Túnis það sem af er þessu ári. Þar af eru 84 tilvik þar sem um era ð ræða beinar líkamsárásir á blaðamenn. Að sögn Oliviu Grey talsmanns samtakanna í Túnis eru að jafnaði um þrjár árásir af þessu tagi í viku hverri. “Vorið” sem fylgdi því að einræðisherrann Zine El Abidine Ali var rekinn frá völdum í janúar 2011 hefur m.a. birst í því að blaðamenn hafa orðið skotmark jafnt lögreglu sem mótmælenda, einkum róttækra islamista sem segja siðspillingu samofna fréttaflutningi blaðamanna. Fulltrúar stjórnvalda segja hins vegar að hreinsa þurfi til í blaðamannastétt og losna við leynilega stuðningsmenn fyrri stjórnvalda. Sjá einnig hér
Lesa meira