Umsókn um styrk úr Menningarsjóði

Hægt er að sækja um tvenns konar styrki hjá menningarsjóði BÍ. Annars vegar svokallaðan menningarsjóðsstyrk sem veittur er í tengslum við þriggja mánaða leyfi og hins vegar verkefnastyrk vegna blaðamennskustarfa.

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna í úthlutunarreglum.


Þriggja mánaða leyfi:
Umsækjandi sækir um styrk úr menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands vegna endurmenntunar í þriggja mánaða leyfi samkvæmt þeim reglum sem um úthlutun þeirra styrkja gilda, með vísan til ákvæðis 4.3 í kjarasamningi BÍ og SA.
Verkefnastyrkur:
Kynning á blaðamanni og starfsferli
Til hvaða starfa er sótt um styrk, er til staðar samningur við útgefanda eða framleiðanda, upplýsingar um verkefni og sýnishorn úr handriti, upplýsingar um hvort umsækjandi þiggi laun eða aðra styrki.
Mikilvægt er að láta öll gögn sem stutt geta við umsókn, sbr. afrit af útgáfusamningi eða sýnishorn úr handriti, fylgja með umsókn.