Fréttir

Neikvæð umfjöllun um frambjóðendur í BNA

Neikvæð umfjöllun um frambjóðendur í BNA

Nýbirt skýrsla frá verkefni Pew Rannsóknarmiðsöðvarinnar um gæði í blaðamennsku sýnir það sem marga hefur grunað varðandi upphaf kosningabaráttu þeirra Baraks Obama og áskorandans Mitt Romney, að slagurinn í fjölmiðlum hefur verið álíka neikvæðum nótum og upphaf forsetakosningabaráttu í undanfarin skipti. Obama hefur fengið um 28 prósent jákvæða umfjöllun og 72% neikvæða, en Romney 29% jákvæða umfjöllun en 71% neikvæða. Teið er fram að vegna skekkjumarka í mælingunni sé ekki hægt að sjá að umfjöllunin um annan frambjóðandann sé jákvæðari eða neikvæðari en hinn. Pew hefur í undanförnum forsetakosningum gert rannsóknir á umfjölluninni um frambjóðendur í fréttum og í ár var þessu haldið áfram með þvíað gera innihaldsgreiningu á efni nokkurra valinna miðla frá því í lokk maí fram til 5.ágúst. Eins og áður hefur komið fram í könnunum af þessu tagi þá skiptir það miklu máli hvaða miðill er til skoðunar þegar kemur að því að sjá hvort umfjöllun er jákvæð eða neikvæð. En til viðbótar við það að munur er milli einstakra miðla þá kemur greinilega fram að tegun miðils skiptir máli. Þannig er heildarniðurstaðan sú að umfjöllun í dagblöðum sé í mestu jafnvægi allra miðla, þar með talið vefmiðlum. Sjá nánar hér
Lesa meira
Mynd: Journalisten

Þrjú mikilvægustu fjölmiðlamálin í Danmörku

Í vefútgáfu danska Blaðamannsins er áhugaverð úttekt á þeim þremur málefnum sem varða blaðamenn og fjölmiðla miklu og verða á komandi hausti afgreidd með einhverjum hætti af stjórnmálamönnum á Folketinget í Kristjánsborg. Þessi atriði eru áhugaverð, ekki síst í ljósi þess að umræðan á Íslandi hefur að undanförnu snúist að nokkru leyti um svipuð atriði. Þau þrjú mál sem danski Blaðamaðurinn telur upp eru: Pressenævn (siðanefndin), fjölmiðlastyrkir og upplýsingalög. Varðandi málefni siðanefndarinnar (sem er að hálf opinber og byggð á lagaákvæðum í Danmörku) þá hafði verið boðað, að á þinginu í haust myndi hugsanlegakoma fram tillaga um strangari viðurlög við við brotum blaðamanna á siðareglum. Þetta hefur eðlilega mætt mikilli andstöðu og líkurnar á því að eitthvað þessu líkt komi fram hafa raunar minnkað. Þar munar mest um að Blaðamannafélagið og helsu talsmenn fjölmiðla hafa bent á – meðal annars fyrir þingnefndum - að betra sé að hafa ábyrgðina inni í faggreininni sjálfri. Jafningjaeftirlit innan stétarinnar sé mun áhrifaríkara en valdboð að ofan. Kunnugleg umræða héðan frá Íslandi! Varðandi fjölmiðlastyrkina þá eru uppi hugmyndir um að breyta þeim og viðvarandi ágreiningur er um að hvort þessir styrkir séu í raun rekstrarstyrkir eða lýðræðisstyrkir. Þá er ekki síður mikilvægt hverjir fá styrki og hvaða skilyrði eru sett fyrir því að fá þá. Nokkuð kunnugleg umræða í fjársvelti og rekstrarerfiðleikum íslenskra fjölmiðla! Varðandi upplýsingalögin þá vill Blaðamaðurinn danski taka það mál upp og endurskoða ákvæði um heimildir stjórnmálamanna til að halda upplýsingum leyndum, en dómsmálaráðherrann Bödskov hefur vísað slíku á bug. Kunnugleg umræða um endurskoðun upplýsingalaga héðan frá Íslandi! Sjá úttekt hér
Lesa meira
Postmedia Network Inc. Paul Godfrey forstjóri er hér á ritstjórnarskrifstofum National Post í Toront…

Kanadísk blöð hefja gjaldtöku fyrir vefútgáfu

Enn bætist í hóp þeirra dagblaða í Norður Ameríku sem rukka fyrir aðgang að ritstjórnarefi á netsíðum þeirra. Nú hafa fjögur vinsæl og víðlesin dagblöð í Kanada, sem öll tilheyra útgáfukeðjunni Postmedia, tilkynnt að þau muni krefja lesendur um greiðslu fyrir ristjórnarefni á vefsíðum blaðanna. Þetta eru blöðin Ottawa Citizen, Vancouver Province, Vancouver Sun og National Post, en til að byrja með í að minnsta er hugmyndin að krefjast aðeins vægs gjalds, eða 99 centa á mánuði fyrir fullan aðgang að síðum blaðanna og „iPad appa". Eftir sem áður geta allir sem þess óska lesið helstu fréttir (breaking news) og annað slíkt frítt, en vilji menn meira unnið efni þurfa þeir að borga. Þó verður eins konar gjaldfrjáls kvóti því allir munu geta lesið 15 unnin efnisatriði á mánuði án þess að greiða fyrir. Talsverður fjöldi dagblaða í álfunni hefur á umliðnum misserum breytt um stefnu hvað varðar gjaldtöku fyrir ritstjórnarefni á vefnum og leitað leiða til að bæta upp minni auglýsingatekjur blaðanna. Bæði í Kanada og Bandaríkjunum hafa útgáfur fylgst grannt með velgengni New York Times í þessum efnum sem nú þegar er komið með um hálfa milljón áskrifenda að vefsíðum sínum sem skapar fyrirtækinu tekjur sem skipta það máli. Sjá meira hér.
Lesa meira
Kollegi myndatökumanns TV2 hjá DR smellti mynd af viðtalinu fræga.

Tók viðtal við ráðherra sinn fyrir TV2 í Danmörku

Athyglisverð uppákoma átti sér stað í dönskum fjölmiðlaheimi í vikunni þegar blaðafulltrúi danska dómsmálaráðherrans tók viðtal við ráðherra sinn fyrir landsdekkandi sjónvarpsstöð, TV2/Lorry. Málið hefur vakið miklar umræður um stöðu blaðamanna, niðurskuð á fjölmiðum og siðareglur. Framkvæmdastjóri danska Blaðamannsins segir þetta hafa verið mikil ritstjórnarleg mistök hjá stöðinni að gera þetta. Kringumstæðurnar voru þannig að TV2 hafði sent myndatökumann á staðinn en engan fréttamann. Myndatökumaðurinn fékk hins vegar með sér spurningar á blaði sem hann átti að lesa upp fyrir ráðherrann. Þegar til kom tók blaðafulltrúi ráðherrans það að sér að lesa upp spurningarnar sem ráðherrann síðan svaraði. Innan ráðuneytisins fullyrða menn að þetta sé í fyrsta sinn sem viððtal við ráðherra fyrir stóran fjölmiðil sé tekið af starfsfólki ráðuneytisins. Spurningarnar sem hér vakna snúast m.a. um hvar mörkin liggja í svona máli og hver það hafi í raun verið sem spurði spurninganna – sá sem las eða sá sem skrifaði miðann? Eins hefur því verið varpað fram hvort munur sé á því að fá svar með þessum hætti eða því að senda tölvupóst t.d.? Hefði verið siðferðilega réttara að upplýsa um hver það var sem las spurningarnar (tók viðtalið)? Loks er þetta talið benda á erfiða stöðu fjölmiðla vegna undirmönnunar. Sjá meira hér
Lesa meira
Vilja þrengja upplýsingalög í Hollandi

Vilja þrengja upplýsingalög í Hollandi

Ríkisstjórnin í Hollandi hefur nú uppi áform um að takmarka gildi upplýsingalaganna þar í landi, sem ganga undir nafninu WOB eða lög um fresli til upplýsinga. Á grundvelli laganna hafa blaðamenn, fræðimenn og almenningur getað óskað eftir gögnum úr stjórnkerfinu með nokkuð víðtækum hætti og mun víðtækari en t.d. hér á Íslandi. Fyrir vikið hafa á umliðnum misserum komið fram fréttir og uppljóstranir m.a. um kostnað vegna hollensku konungsfjölskyldunnar, risnukostnað ráðherra og innrásina í Írak. Ríkisstjórnin fullyrðir nú að blaðamenn séu a misnota þessa löggjöf og vill fá heimildir til að hafna óréttmætum beiðnum um upplýsingar, og að þurfa ekki að birta gögn af lokuðum fundum og að sett verði ýmis skilyrði fyrir því hvernig upplýsingar eru notaðar og viðurlög við ólöglegri notkun geti verið allt að árs fangelsi. Blaðamenn og fleiri eru slegnir yfir þessum hugmyndum og benda á að lagabreytingarnar muni gera fjölmiðlum og fræðimönnum erfitt fyrir ef ekki ógerlegt að veita stjórnvöldum það aðhald sem eðlilegt og nauðsynlegt er. Hér má sjá myndband frá Aðþjóðadeild hollesnka útvarpsins.
Lesa meira
Mikael Torfason ritstjóri Fréttatímans

Mikael Torfason ritstjóri Fréttatímans

Mikael Torfason hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttatímans ásamt Jónasi Haraldssyni. Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri, er að taka við sem framkvæmdastjóri blaðsins af Teiti Jónassyni, enTeitur verður áfram útgefandi blaðsins og útgáfustjóri. Á föstudag kemur 100. tölublað Fréttatímans út en í október á blaðið tveggja ára afmæli. Í tilkynningu frá Fréttatímanum segir að þessar breytingar séu liður í endurskipulagningu blaðsins og að óbreytt eignarhald og bjartir tímar séu framundan á Fréttatímanum. Þá segir einnig að Jónas sé með yfir 35 ára reynslu af blaðamennsku, en Mikael hefur verið blaðamaður á Íslandi síðustu 16 ár. Hann hóf fyrst störf á Dagblaðinu Vísi og var ritstjóri fylgiritsins Fókuss. Þá var hann einnig fréttastjóri innblaðs á Fréttablaðinu, ritstjóri DV, aðalritstjóri Fróða og Birtíngs. Jónas tók við af Jóni Kaldal, stofnanda blaðsins, sem ritstjóri í apríl síðastliðnum.
Lesa meira

"Stórútsala" á svæðisblöðum í Noregi

Bæði samkeppniseftirlitið og fjölmiðlaeftirlitið í Noregi hafa gert athugasemdir við fyrirhugaða sameiningu útgáfufyrirtækjanna Eddu og A-pressen. A-pressen hefur verið alveg sérstaklega sterkt á héraðsfréttablaðamarkaði eða svæðisbundum blaðamarkaði, og í úrskurði frá fjölmiðlaeftirlitinu sem kom fyrir helgi segir að til þess að af samrunanum geti orðið þurfi A-pressen að selja nokkur héraðsfréttablöð. Þetta kemur til viðbótar því að samkeppniseftirlitið var búið að úrskurða um að A-pressen þyrfti að selja tvö blöð. Fjölmiðlaeftirlitið horfir fyrst og fremst til þess að samræða á fjölmiðlamarkaði sé fjölbreytt og að þar ríki fjölræði, en samkeppniseftirlitið hugar hins vegar að rekstri og viðskiptaforsendum markaðarins. Talsverðar efasemdir eru uppi um að heppilegt sé að efna til stórútsölu á svæðisbundnum miðlum, enda standi kaupendur ekki í röðum, en norsk lög eru mjög skýr varðandi eingarhald og ekki búist við neinum undanþágum frá þessum úrskurði. Norska blaðamannafélagið hefur átt von á að gerðar yrðu kröfur um að A-pressen seldi blöð, en formaður félagsins, Elin Floberghagen, segir mikilvægast í stöðunni að kaupendur séu aðilar sem hafi getu og vilja til að halda úti metnaðarfullum ritstjórnum á þessum blöðum. „Það sem skiptir máli frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins er að standa með þeim blaðamönnum sem fylgja með í sölunni frá A-pressen. Við viljum vernda störfin og standa vörð um gæði blaðamennskunnar. Bæði A-pressen og verðandi eigendur á blöðunum sem seld verða bera ábyrgð á því að gæði blaðamennsku minnki ekki og að fjölbreytni og fjölræði haldist," segir Elin Floberghagen í fréttatilkynningu. Sjá meira hér
Lesa meira
Fjöldauppsagnir hjá Belinske Media

Fjöldauppsagnir hjá Belinske Media

Fjöldauppsagnir hafa verið boaðaðar hjá danska útgáfurisanum Berlinske Media, sem gefur út fjölda dagblaða og rekur marga aðra fjölmiðla. Tilkynning um uppsagnir og samdrátt koma aðeins hálfu ári eftir að farið hafði verið í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir með uppsögnun, samdrætti og hagræðingu. Formaður danska Blaðamannafélagsins, Mogens Blicher Bjerregård, lýsir undrun yfir þessum ráðstöfunum og segir að það sé ekki vænlegt til rekstrarárangurs að skera niður starfsemina aftur og aftur. Fyrirtæki verði ekki sterkari, betri eða með meiri lífskraft sé slíkum aðferðum beitt. Alls er áætlað að leggja niður 83 stöður, mest í stjórnun og stoðkerfi fyrirtækisins en þó er ákveðið að segja upp 13 blaðamönnum. Þess utan fylgja þessu ýmsar breytingar og hagræðing sem felur í sér skerðingu á ritstjórnarlegri getu. Af þeim 83 stöðum sem leggja á niður eru 17 ómannaðar í augnablikinu þannig að það verða 66 manns sem beinlínis þarf að segja upp. Þetta á að spara fyrirtækinu 16 milljónir danskra króna á árinu. Sjá meira hér
Lesa meira
Fær Assange hæli í Ekvador?

Fær Assange hæli í Ekvador?

Embættismaður í Ekvador fullyrti í samtali við Guardian í gær að forseti landsins, Rafael Correa, hygðist veita Julian Assange pólitískt hæli. Blaðið hafði þetta eftir nafnlausri heimild og nú hefur forsetinn sjálfur í twitterfærslu sagt að orðrómur um að Assange fá pólitískt hæli sé úr lausu lofti gripinn – engin ákvörðun hafi verið tekin og hann bíði enn eftir skýrslu um málið. Sem kunnugt er hefur Julian Assange stofnandi WikiLeaks verið í sendiráði Ekvador í Lundúnum síðustu tvo mánuði og hefur hann formlega sótt um pólitískt hæli. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mesta áhorf í sögu BNA

Mesta áhorf í sögu BNA

Ólympíuleikarnir í London eru það einstaka íþrótta- eða skemmtiefni sem mest hefur verið horft á í bandarísku sjónvarpi frá upphafi. Það var NBC sjónvarpsstöðin sem tilkynnti um þetta og sagði að tæplega 220 milljónir Ameríkana hefði horft á útsendingu frá leikunum – sem er nálægt því að vera um 2/3 af allri bandarísku þjóðinni. Útsendingarnar fóru í gegnum fjölmargar stöðvar sem tengjast NBC og stóðu yfir í 17 daga. Þetta er talsvert meira en áhorfstalan fyrir Bejing leikana fyrir fjórum árum en þá horfðu um 215 milljónir á útsendingar frá leikunum. Áhorfið á lokaathöfn leikanna nú á sunnudagskvöld fór fram úr björtustu vonum hjá NBC en þá horfðu um 31 milljón manns á útsendinguna í Bandaríkjunum. Raunar er sú tala ekki alveg óvænt í ljósi þess að meðaláhorf í BNA á hverju kvöldi á útsendingar frá OL var rétt rúm 31 milljón manns. Sjá meira hér
Lesa meira