- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Efnahagserfiðleikarnir á Spáni hafa ekki látið fjölmiðla þar ósnortna og nú hefur verið tilkynnt að stærsta blað landsins, El Pais, muni skera niður hjá sér þriðjung stöðugilda og lækka laun yfir línuna í tilraun til að mæta þeim erfiðleikum sem blaðið stendur frammi fyrir. Starfsfólkið hefur risið upp í mótmælaskyni og hefur samþykkt nær einróma ályktun og veitt verkfallsnefnd strfsmanna heimild til að boða vinnustöðvun. Blaðið er hluti af fjölmiðlasamsteypunni Prisa Media Group og í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í vikunni kemur fram að fækkað verður um 149 starfsmenn, þar af verður 128 beinlínis sagt upp og 28 fara á eftirlaun fyrir tímann. Þess utan mun allt starfsfókl taka á sig 15% launalækkun.
Viðbrögð starfsmanna beinast ekki síst að formanni stjórnar og eins aðaleiganda Prisa Media Group, Juan Luis Cebrian, en samkvæmt ársreikningum má sjá að hann hefur geitt sér arð af fyrirtækinu á umliðnum árum sem nemur um 13 milljónum evra. Nú segir fólkið að kominn sé tími til að setja eitthvað af þessu fé aftur inn í fyrirtækið.
Sjá einnig hér