- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í yfirliti frá samtökunum Fréttamenn án landamæra sem sent var út í gær kemur fram að meira en 130 dæmi eru um alvarlegar árasir á prentfrelsi fjölmiðla í Túnis það sem af er þessu ári. Þar af eru 84 tilvik þar sem um era ð ræða beinar líkamsárásir á blaðamenn. Að sögn Oliviu Grey talsmanns samtakanna í Túnis eru að jafnaði um þrjár árásir af þessu tagi í viku hverri. Vorið sem fylgdi því að einræðisherrann Zine El Abidine Ali var rekinn frá völdum í janúar 2011 hefur m.a. birst í því að blaðamenn hafa orðið skotmark jafnt lögreglu sem mótmælenda, einkum róttækra islamista sem segja siðspillingu samofna fréttaflutningi blaðamanna. Fulltrúar stjórnvalda segja hins vegar að hreinsa þurfi til í blaðamannastétt og losna við leynilega stuðningsmenn fyrri stjórnvalda.