- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í stórfelldum átökum stjórnvalda og stórra fjölmiðlafyrirtækja í Argentínu er það blaðamennskan sjálf sem er stærsta fórnarlambið, segir í nýrri skýrslu samtakanna Nefnd til verndar blaðamönnum. Hér er fyrst og fremst um að ræða átök milli forseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner annars vegar og svo fjölmiðlarisans Grupo Clarin sem m.a. á stærsta og útbreiddasta blað landsins, Clarin. Í Argentínu eru engar formlegar reglur um það hvernig á að dreifa eða koma á framfæri opinberum upplýsingum og þetta hafa stjórnvöld nýtt sér óspart og geðþótti og umbun og refsing af hálfu stjórnvalda getur ráið því hverjir fá hvaða upplýsingar. Sumum miðlum er hyglað en aðrir verða útundan og þetta skapar mjög erfiðar aðstæður í landinu til að vinna á faglegum grundvelli. Samkvæmt skýrslunni þá er ástandið hvað erfiðast fyrir smæri svæðisbundna og staðbundna miðla.