Fréttir

Mótmæla niðurskurði og framkomu hjá Kringvarp Föroya

Mótmæla niðurskurði og framkomu hjá Kringvarp Föroya

Evrópusamband blaðamanna sendi nú fyrir helgina frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á endurskipulagningu Ríkisútvarpsins í Færeyjum og þess krafist að þegar yrðu teknar upp raunverulegar samræður og samráð við starfsfólk. Á mánudaginn fyrir viku var starfsmönnum ríkisútvrpsins í Færeyjum, Kringvarp Föroya, tilkynnt að meiri háttar breytingar á starfseminni stæðu fyrir dyrum og að hrinda ætti þessum breytingum í framkvæmd án þess að fram færi neitt samráð við starfsmenn. “Ekki nóg með það að skera á niður í starfsmannahaldi um næstum þriðjung, úr 84 niður í um það bil 60, heldur kom þessi tilkynning sem þruma úr heiðskíru lofti og án þess að nokkur samræða hafi farið fram milli stéttafélaga og stjórnar stofnunarinnar,” segir Jógvan H. Gardar, varaformaður Blaðamannafélagsins. Bæði starfsmenn sjálfir og stéttafélög þeirra höfðu áður óskað eftir því að fá upplýsingar um hver staðan væri hjá stofnuninni, en fengu þau svör að slíkt yrði að bíða þar til stjórnendur væru tilbúnir að ræða það. Strax og tilkynningin var komin var skrúfað fyrir ýmsa starfsemi, m.a. öll kaup á þjónustu frá lausafólki. “Við eru bæði hissa og áhyggjufull, ekki bara vegna þess hversu umfangsmiklar aðgerðirnar eru, heldur líka vegna framkomu stjórnarinnar,” segir Arne König forseti EFJ. “Því skorum við á stjórnina að hefja nú þegar viðræður við starfsfólkið og stéttarfélög,” segir hann ennfremur. Ástandið hjá Kringvarp Föroya er því miður svipað því sem þekkist hjá ýmsum sambærilegum stofnunum í Evrópu; stöðugur niðurskurður (frá 110 starfsmönnum 2007 niður í 84 í dag) og síminnkandi tekjur sem koma fyrst og fremst frá afnotagjöldum. “Við vonum að umræðan um þennan niðurskurð og fækkun starfsfólks muni verða til þess að auka skilning og meðvitund um mikilvægi þess að hafa lífvænlegt almenningsútvarp á eyjunum,” segir König.
Lesa meira
Eins konar

Eins konar "IBAN" kerfi fyrir fjölmiðlaefni

Athyglisvert fjölmiðlaverkefni sem miðar að því að gera ritstjórnarefni og annars konar höfundaréttarvarið efni sem aðgengilegast hinum ýmsu fjölmiðlagáttum á löglegan hátt með því að búa til alþjóðlegt rafrænt miðlunarkerfi er í vinnslu. Stefnt er að því að taka kerfið í gang í byrjun næsta árs. Kerfið á að virka fyrir allar tegundir fjölmiðlaefnis, greinar, hljóðupptökur, tónlist, myndir og myndbönd og hefur fengið nafnið Linked Content Coalition (LCC), sem gæti útlagst sem Samtengda efnis samsteypan eða eitthvað slíkt.  Hugmyndin er að ná fram svipuðu kerfi og banka- og fjármálakerfið hefur í hinu svokallaða “IBAN”. Með því geta bankar átt samskipti og viðskipti um allan heim þrátt fyrir að hver banki og hvert land um sig hafi sitt eigið sjálfstæða samskiptakerfi. Sérhver geiri í efnisframleiðslu hefur sitt eigið kerfi til að halda utan um höfundarrétt og birtingar en með þessu LCC kerfi er vonast til að unnt verði að búa til regnhlíf sem ná muni til allra. Þetta kerfi þykir lofa góðu um að hægt verði að koma meiri reglu og festu á þessa hluti en verið hefur og verkefnið m.a. stutt af Framkvæmdastjórn ESB og ýmis Evrópuríki eru áhugasöm um það. Sjá nánar hér
Lesa meira
Baráttudagur gegn friðhelgi kúgara

Baráttudagur gegn friðhelgi kúgara

Alþjóðasamband blaðamanna hefur skipulagt “dag gegn friðhelgi” (Day against Impunity) þeirra sem gera blaðamenn að skotmörkum.  Dagur gegn friðhelgi verður haldinn á föstudag, þann 23. nóvember. Þetta er í annað sinn sem þessi baráttudagur er skipulagður, en dagsetningin er valin til að minnast Maguindano fjöldamorðanna á Filipseyjum þennan dag 2009, þegar 32 blaðamenn og almennir borgarar voru myrtir án þess að ódæðismönnunum væri í raun refsað fyrir það.  Á sérstakri heimasíðu bráttudagsins er að finna miklar upplýsingar um bæði fórnarlömb og eðli þeirrar friðhelgi sem fjölmargir sem ofsækja blaðamenn njóta, hvort sem það eru stjórnvöld í viðkomandi landi sem standa fyrir ofsóknunum eða einhverjir sem starfa í skjóli stjórnvalda.  Heimasíðan er öll hin athyglisverðasta og þar er einnig hægt að spila hlutverkaleiki sem hjálpa spilurum að setja sig í spor þeirra sem búa við kúgun af þessu tagi. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

Fordæmir árásir á fréttamenn á Gaza

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur krafist þess að fram fari alþjóðleg rannsókn á skipulagðar árásir Ísraelhers á byggingar þar sem fjölmiðlafólk var að störfum á Gaza svæðinu. Að minnsta kosti sex blaðamenn særðust illa í þessum árásum, þar á meðal myndatökumaðurinn Khader as Zarah sem missti annan fótinn, eftir sprengjuárásir Ísraelsmana á tvær byggingar þar sem fjölmargir fjölmiðlar höfðu bækistöðvar sínar  á sunnudagsmorgun. Meðal þeirra fjölmiðla sem þar voru staðsettir voru útvarpssöð á vegum Hamas og ýmisar arabískar útvarpsstöðvar auk alþjóðlegara fjölmiðla s.s. ITN, SKY og fleiri. “Við krefjumst þess að Sameinuðu þjóðirnar hefi allsherjar rannsókn á þessum árásum og að stjórnvöld í Íslarel verði látin svara til saka,” segir Jim Boumelha, forseti IFJ.  “Alþjóðasamfélagið verður að bregðast strax við þessum hneykslanlegu atburðum. Réttindi blaðamanna á átakasvæðum hefur einmitt verið á dagskrá hjá Sameinuðu þjóðunum og nú geta aðildarríki ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar eitt ríki fer fram á svo ófyrirleitinn og hættulegan máta,” segir Jim Boumelha ennfremur. Fleiri samtök blaðamanna hafa fordæmt árásirnar, þar á meðan Blaðamannasambandið í Palestínu og Blamannafélagið í Ísrael hefur harmað að stjórnvöld skuli ekki virða öryggi blaðamanna á átakasvæðum. Spurningin um öryggi blaðamanna á að koma til umræðu á þingi stofnana Sameinuðu þóðanna sem haldið verður í Vín í næstu viku. Alþjóðasamband blaðamanna hefur hvatt til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér á því þingi og beini spjótum sínum að ríkisstjórnum þar sem þessi mál eru í ólestri.  “Það verða að verða eftirmálar að þessari ófyrirleitnu árás ísraelsks herliðs og fyrir hana verður að refsa. Verði það ekki gert standa blaðamenn og fjölmiðlar varnarlausir gagnvart sambærilegum árásum á átakasvæðum framtíðarinnar,”? segir Jim Boumelha.
Lesa meira

Blaðamannafélagið 115 ára

Á þessum degi fyrir 115 árum eða 19. nóvember 1897 komu saman fulltrúar nokkurra helstu blaða í Reykjavík og samþykktu að stofna með sér blaðamannafélag. Var félagsstofnunin síðan formlega staðfest hinn 4. janúar 1898 þegar lög voru samþykkt fyrir Hið íslenska blaðamannafélag, nú Blaðamannafélag Íslands. Helsti forgöngumaður þessarar félagsstofnunar var Jón Ólafsson, ritstjóri, sennilega litríkasti blaðamaður íslenskrar fjölmiðlasögu, en hann var þá tiltölulega nýkominn heim eftir aðra dvöl sína í Vesturheimi. Jón hafði daginn áður sent út bréf til að boða til þessa stofnfundar. Þar stóð: Það eru vinsamleg tilmæli mín við yðr, að þér vilduð gera svo vel að koma niðr á salinn á Hotel Island (þar sem stúdentafélagið er vant að halda fundi) á föstudaginn 19. nóv. kl. 8 1/2 síðdegis. Tilgangr minn er, að bera upp við yðr tillögu um stofnun blaðamanna-félags, bæði í því skyni að efla hagsmuni stéttar vorrar á ýmsa lund og efla félagslega umgengni og viðkynning blaðamanna á milli. Skal ég á fundi þessum reyna að skýra fundarefnið ýtarlegar og benda á ýmisleg verkefni, er mér hafa hugkvæmzt sem sennileg viðfangsefni fyrir blaðamannafélag, ef það komist á. Bréfið stílaði Jón á Hannes Þorsteinsson, útgefanda og ritstjóra Þjóðólfs, Björn Jónsson, útgefanda og ritstjóra Ísafoldar, Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran) meðritstjóra Ísafoldar, hjónin Valdimar Ásmundsson, útgefanda og ritstjóra Fjallkonunnar, og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, útgefanda Kvennablaðsins, Einar Benediktsson, útgefanda og ritstjóra Dagskrár, Þorstein Gíslason, útgefanda og ritstjóra Íslands, og Jón Jakobsson, útgefanda Nýju aldarinnar sem Jón Ólafsson ritstýrði. Stofnfundurinn var síðan haldinn samkvæmt fundarboðinu og mættu þar allir nema Einar Benediktsson og Hannes Þorsteinsson, en sá síðarnefndi átti þá einmitt í harðvítugum málaferlum við Björn í Ísafold. Þetta bréf Jóns Ólafssonar með fundarboðinu var fært Blaðamannafélagi Íslands til eignar hinn 20. mars 1950 á 100 ára afmælidegi Jóns Ólafssonar af dóttursyni hans, Hákoni Bjarnasyni, þáverandi skógræktarstjóra. Bréfið er nú varðveitt meðal ýmissa annarra skjala blaðamannafélagsins á Landsbókasafninu. Starfsemi blaðamannafélagsins var skrikkjótt framan af síðustu öld, oft vegna deilna blaðanna og ritstjóra á milli en segja má að samfelld saga félagsins sé til í fundargerðabókum frá því 1942. Skjöl félagsins sem eru varðveitt í Landsbókasafni eru frá tímabilinu upp úr 1930 en þó aðallega frá 1942 til um 1960. Þau eru flest hver úr fórum Jóns Bjarnasonar á Þjóðviljanum sem var formaður félagsins um skeið og lengi ritari þess. Meðal þess sem er að finna í þessu safni er vísir að blaðamannatali sem félagið hefur á þessum tíma verið byrjað að láta taka saman. Prentað hefur verið sérstakt eyðublað sem bæði starfandi blaðamenn og eins nýir umsækendur um aðild að félaginu hafa átt að fylla út. Fylgir það hér til fróðleiks í tilefni dagsins, en rétt að ítreka að það er engan veginn tæmandi þar sem enn vantar margan blaðamanninn í talið sem vitað er að voru starfandi á þessum tíma. Hins vegar eru af hálfu félagsins uppi áform um að gera þar bragarbót á með því að fylla upp í eyðurnar ásamt fróðleik um blaðamenn fyrri tíma. Til hamingju með daginn, íslenskir blaðamenn!
Lesa meira
Túlkun Hæstaréttar gerólík túlkun héraðsdóms

Túlkun Hæstaréttar gerólík túlkun héraðsdóms

Hæstiréttur leggur gjörólíkt mat á það  en héraðsdómari hvað flokkast sem viðunandi tilraun til að ná tali af einstaklingi sem fjallað er um í fréttum. Sömuleiðis er gerólíkur skilningur Hæstaréttar og héraðsdómara á því  hvernig túlka beri framsetningu á frétt og hversu mikið eigi að lesa inn í samhengið og myndmál í frétt. Þetta kemur fram þegar dómur Hæstaréttar yfir Svavari Halldórssyni fréttamanni er skoðaður, en Svavar var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni 300 þúsund króna miskabætur með vöxtum auk þess að greiða honum málskostnað upp á eina milljón króna. Sérstaka athygli vekur sá mikli munur sem kemur fram á túlkun Gunnars Aðalsteinssonar héraðsdómara annars vegar og túlkun hæstaréttardómaranna þriggja sem kváðu upp dóminn, en það voru þau Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson.   Héraðasómarinn telur að mikilvægi tjáningafrelsis og þjóðfélagsumræðunnar skerðist ekki af persónuverndarhagsmunum Jóns Ásgeirs í þessari frétt þar sem Jón Ásgeir er vissulega í aukahlutverki og sé fréttin skoðuð í heild fjalli hún að stofni til ekki um hann. Skoða verðir fréttina í heild en ekki einstaka ummæli.  Því sé fréttin inna marka. Hæstaréttardómararnir hins vegar kjósa að horfa eingöngu til þátts Jóns Ágeirs í fréttinni og skoða myndmál og samhengi út frá honum sem einstaklingi frekar en að líta til samhengis þjóðfélagsumræðunnar.  Þessi ólíka nálgun hefur í för með sér ólíkar niðurstöður, annars vegar almennari og opnari niðurstöðu í héraðsdómi og svo hins vegar þrengri og tæknilegri í Hæstarétti.  Engu að síður tala bæði dómsstig um mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla, en vegna hinnar tæknilegu nálgunar  Hæstaréttar er umræðunni settur miklu þrengri rammi og blaðamanni refsað grimmilega fyrir að fara út fyrir þann ramma sem þarna er settur. Með því eru skilaboðin skýr um aðhaldssemi í frásögn, um að segja frekar minna en meira að koma ekki á framfæri upplýsingum ef hugsanlegt kynni að vera að þær kölluðu á lögsókn. Túlkun Hæstaréttar hefur því ótvírætt kælingaráhrif. Hitt atriðið sem vekur sérstaka athygli í þessum dómi er munurinn á túlkun dómstiga á því hvað telst nægjanlegt þegar verið er að reyna að ná í einstaklinga sem fjallað er um í fréttum.  Fram koma að Svavar hafði reynt að ná Jóni Ásgeiri í síma vegna fréttarinnar, en ekki tekist. Héraðsdómarinn taldi þetta sýna að sjónarmiðum hans hafi verið reynt að koma til skila. Hæstiréttur telur það hins vegar ekki og virðist vera að setja þá reglu að ekki megi segja frétt, að minnsta kosti ekki á RÚV, nema búið sé að fá fram sjónarmið beggja eða allra aðila. Þessi niðurstaða er sérstaklega umhugsunarverð fyrir starfandi blaðamenn sem verða þá hugsanlega að bíða með frétt þar til búið er að ná til allra sem henni tengjast.  Slíkt gæti haft veruleg áhrif á dagleg störf við fréttaöflun og hugsanlega þurfa miðlar að setja sér einhverjar skýrar reglur um hvenær er fullreynt um að ná í menn.  -Birgir Guðmundsson Sjá dóma Hæstaréttar og Héraðsdóms hér
Lesa meira
Tilkynning

Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin

Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin Opinn fundur föstudaginn 16. nóvember kl. 12:15 –13:30 í dómsal Háskólans í Reykjavík, stofu M103 á vegum Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ Nýlega skilaði sérfræðinganefnd niðurstöðum sínum um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum verður vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðinganna kynntar og rætt hvað skuli gera næst í stjórnarskrármálinu. Erindi flytja Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við lagadeild HR, dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ sem áttu sæti í sérfræðingahópnum, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst. Almennar umræður.
Lesa meira
VG styrkir íþróttaumfjöllun til að ná enn betur til yngra fólks

VG styrkir íþróttaumfjöllun til að ná enn betur til yngra fólks

Dagblaðið VG í Noregi er og hefur undanfarin misseri verið eitt öflugasta blaðið þar í landi og þykir raunar til fyrirmyndar hvað varðar fjölbreytileika og notkun á ólíkum miðlunargáttum, en auk prentútgáfu er VG með vefsíðu og öflugt  vefsjónvarp sem hugmyndir eru um að setja inn á stafræna dreifikerfið.  VG hefur  ekki hvað síst vakið athygli fyrir að haf náð til unga fólksins sm annars les ekki mikið dagblöð, og segja talsmenn blaðsins að það megi m.a. rekja til þess hversu hátt íþróttum er gert undir höfði í blaðinu og hvernig ritstjórnin nálgast þann málaflokk. Árið 2005 hóf göngu sína sérstakur íþróttakálfur með blaðinu sem kom á bleikum pappír en síðan þá hefur ekki verið mikið um breytingar á þessum hluta blaðsins. Nú stendur hins vegar til að auka áhersluna á íþróttir og gera á íþróttablaðinu umtalsvreðar breytingar sem íþróttaritstjórinn Trond Johannessen kallar raunar „andlitsliftingu“. Hugmyndin er  að ná enn betur til yngri lesendahópa og styrkja stöðu útgáfunnar. Íþróttablaðið mun í framtíðinni verða sjálfstæðara og virka meira sem ein heild, en þrátt fyrirútlitsbreytingar á það þó áfram að vera hluti af og falla inni í heild VG útgáfunnar. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga

Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13-17. Kennari Kjartan B. Björgvinsson lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Luxemburg. Þátttökugjald kr. 11.800.-. Skráning á námskeiðið. Frekari upplýsingar og lýsing á námskeiðinu HÉRStaðsetning: Húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ við Dunhaga Markhópur námskeiðsins eru: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra.Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum.Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.
Lesa meira
BBC 90 ára í dag

BBC 90 ára í dag

Í dag fagnar BBC útvarpið því að 90 ár eru liðin frá fyrstu útsendingu þess. Af því tilefni munu allar útvarpsrásir BBC sameinast í útsendingu kl 17:33.  Hér er um 60 útvarpsrásir  að ræða, staðbundnar í Bretlandi og á landsvísu og svo útvarp sem starfar í alþjóðlegu samhengi. Alls verður sameiginleg útsending í um 3 mínútur þar sem brotum úr sögulegu efni verður útvarpað. Sjá meira hér
Lesa meira