Baráttudagur fyrir atvinnu
Í dag, 14. nóvember, er evrópskur baráttudagur fyrir atvinnuöryggi og samstöðu um réttinn til vinnu sem Samband stéttarfélaga í Evrópu, ETUC, stendur fyrir. Evrópusamband blaðamanna, EFJ, er þátttakandi í þessum degi og styður heilshugar þær kröfur og þau sjónarmið sem þessi baráttudagur snýst um.
Líkt og á við um fjölmargar atvinnugreinar á fjölmiðlun og blaðamennska undir högg að sækja í yfirstandandi kreppu á vinnumarkaði og að mati EJC byrjuðu ekki þessir erfiðleikar á vinnumarkaði árið 2008, heldur miklu fyrr. Útgefendur voru löngu áður farnir að reyna að kreista meira út úr starfsmönnum sínum með því að krefjast meira ritstjórnarefnis á tæknilegra og flóknara formi af sífellt færra fólki. En á síðustu þremur árum hefur ástandið orðið enn skelfilegra segir í frétt frá EFJ í tilefni dagsins.
Vítt um Evrópu eru nú blikur á lofti í atvinnumálum fjölmiðlafólks of full ástæða til að grípa til varna og sýna samstöðu. Meðal þeirra landa sem ástandið er erfitt eru Portúgal þar sem einkavæða á almenningsmiðla;, Grikkland þar sem stórfelldur niðurskurður blasir við á ölllum sviðum, uppsagnir og launalækkanir; Spánn þar sem uppsagnir blasa við þriðjungi starfsmanna á hinu gamlagróna El Pais; og svo í löndum einsog Noregi, Frakklandi og Bretlandi þar sem stórfelld hagræðing stendur fyrir dyrum á fjölmiðlum.
Sjá einnig hér
14.11.2012
Lesa meira