Fréttir

Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mynd: mbl.is

Segja RÚV gagna gegn þjónustuhlutverki sínu

Allir 10 þingmenn Suðurkjördæmis hafa sent þeim Páli Magnússyni og Óðni Jónssyni bréf þar sem þeir óska eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að segja upp verktakasamningi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttaritara á Suðurlandi og draga þannig úr fréttaþjónustu á svæðinu. Er það skoðun þingmannanna að með þessu sé RÚV að gagna gegn þjónustuskyldum sínum á svæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Sunnlenska.Þess má geta að stjórnmálamenn á Alþingi töldu RÚV einnig vera að ganga gegn þjónustuhlutverki sínu á landsbyggðinni fyrir nokkrum misserum þegar svæðisútvörpin voru aflögð. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Fjölmiðlakonur hittast

Kæru fjölmiðlakonur. Loksins er komið að því að halda partý. Takið laugardaginn 8. september frá. Nánar síðar. Stjórnin
Lesa meira
Prentmiðla skyldi ekki að vanmeta

Prentmiðla skyldi ekki að vanmeta

Larry Kilman, talsmaður Alþjóðlasambands dagblaða og útgefenda (WAN-IFRA) sagði á ársþingi samtakanna í Kiev í vikunni að menn skyldu varast að gera of lítið úr mikilvægi prentmiðla í þeirri umbyltingu sem er nú á fjölmiðlamarkaði. Um 2,5 milljarðarðar manna lesa prentaðar dagblaðafréttir daglega á sama tíma og „aðeins“ um 600 milljónir lesa dagblað fréttir á netinu. Útbreiðsla dagblaða á heimsvísu er líka að aukast, og í fyrra jókst hún um 1,1%. Hins vegar er þróunin nokkuð skýr og notendum netútgáfa dagblaða fjölgar hratt. Áskorunin sem blasir við dagblöðum á netinu er að fjölga tíðni heimsókna og ákafa fólks í að skoða fréttasíðurnar, en samkvæmt skýrslu WAN-IFRA virðist áhugaleysi almennings á fréttasíðum vera vandamál þegar þetta er skoðað í alþjóðlegu samhengi. Fram kemur að þetta „áhugaleysi“ (e. "lack of intensity“) á netfréttum hái rekstrarlegum forsendum þessarar tegundar miðlunar. Bæði birtist þetta í því að auglýsendur vilja síður auglýsa og eins hafa lesendur ekki verið áfjáðir í að kaupa aðgang að slíkum síðum. Þannig kom aðeins um 2.2% auglýsingatekna dagblaða á heimsvísu frá netútgáfum á síðasta ári samkvæmt skýrslu WAN-IFRA, en skýrslan byggir á gögnum frá 76 löndum. Sjá meira hér
Lesa meira
Úr Aftenposten. Mynd:Journalisten

Málaði Aftenposten sig út í horn?

„Aftenposten málar sig út í horn“, segir í fyrirsögn á umfjöllun á vefsíðu norska Blaðamannafélagsins. Tilefnið er umræða um tengsl auglýsinga og ritstjórnarefnis og hvað felist í raun og veru í hugmyndinni um sjálfstæði ritstjórna. Tilefnið er að í húsnæðisblaði eða kálfi Aftenposten fyrir nokkru er verið að fjalla um helstu strauma og stefnur varðandi sólpalla og þar er m.a. verið að fjalla um hvernig best sé að mála þá. Allar myndirnar sem notaðar eru eru fengnar frá málningarframleiðendunum Norsjöog Jotun. Hins vegar segir ekkert um slíkt í blaðinu.Á almannatengsladeildum þessara fyrirtækja fengust hins vegar þær upplýsingar að þar sé hægt að fá margar myndir, sem séu öllum frjálsar til afnota svo framarlega sem tekið sé fram hvaðan þær koma og nafnið og númerið á litunum sem eru á myndunum sé nefnt. Í Aftenposten var stundum tekið fram nafnið á litunum en ekki númerið og ekki tekið fram að myndirnar væru frá viðkomandi fyrirtækjum þó vörumerkin væru tekin fram í texta. Fréttastjóri á Aftenposten, Ole Erik Almlid, segir að um þjónustugrein á forsendum ritstjórnarinnar sé að ræða og engin hagsmunatengsl séu við málningafyrirtækin. Framkvæmdatstjóri norska Blaðamannafélagsins, Per Edgar Kokkvold segir að vissulega sé þetta ekki stórt mál og í raun ekkert því til fyrirstöðu að nota myndirnar frá málningafyrirtækjunum. Hins vegar horfi málið öðruvísi við þegar verið sé að nota myndirnar gegn ákveðnum skilyrðum, t.d. um að birta nöfn lita og númer og hver framleiðandinn sé. Kokkvold segist sjálfur hafa hafnað því að nota myndirnar gegn þessum skilyrðum ef hann hefði verið í stóli ritstjóra, en í grunninn snúsist þetta um sjálfstæði ritstjórna og tengslin við hagsmunaaðila. Vandinn sé að á tímumum niðurskurðar og sparnaðar séu menn e.t.v. tilbúnari en ella að feta slóðir sem þeir annars myndu ekki fara. Þessi umræða í Noregi er áhugaverð í ljósi íslenskra aðstæðana, þar sem fjölmiðlar glíma líka við aðhald og sparnað en eru samhliða að skrifa neytendavænar þjónustufréttir. Mörkin eru ekki alltaf skýr og spyrja má hvort sambærilegt atvik og þetta í Noregi hefði vakið upp svipaða umræðu á Íslandi? Sjá einnig hér
Lesa meira

Fjölmiðlakonur- takið laugardaginn frá!

Kæru fjölmiðlakonur. Loksins er komið að því að halda partý. Takið laugardaginn 8. september frá.Stjórnin
Lesa meira
Fatima Nabil. Mynd: BBC

Islömsk gildi fá sess í sjónvarpi

„Loksins hefur byltingin ná inn í ríkisstjónvarpið hér,“ sagði egypska blaðakonan og fréttaþulurinn Fatima Nabil í samtali við BBC eftir að hún hafði lesið fréttir í sjónvarpinu með slæðu sem huldi hár hennar. Þetta var í fyrsta sinn síðan stöðin opnaði árið 1960 af fréttaþulur með höfuðslæðu birtist á skjánum. Þetta er ein birtingarmynd arabíska vorsins, en mubarak fyrrum forseti hafði bannað að konur væru með höfuðslæður í sjónvarpi og þrátt fyrir að slíku hafi margoft verið vísað til dómstóla sem úrskurðuðu að það væri réttur fóks að bera slíkar slæður, hvoru dómsúrskurðirnir hunsaðir. Samkvæmt BBC var það eitt af mörgu sem kyntu undir óánægju í landinu. Nú hefur Múslimska bræðaralagið heimilað þennan slæðuburð. Búist er við að í framhaldinu muni það breiðast hratt út að konur beri höfuðslæður í sjónvarpi í fréttatímum og í verðurfréttatímum en um 70% kvenna í Egyptalandi bera slíkar slæður dags daglega og í öðrum arabalöndum eru þessar slæðurnar algegnar í sjónvarpi.Sjá einnig hér
Lesa meira
Magnús Bjarnfreðsson. Mynd: Rúv

Magnús Bjarnfreðsson látinn

Magnús Bjarnfreðson, fyrrumfréttamaður er látinn. Hann lést á líknardeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri. Magnús var einn af fyrstu fréttamönnum sjónvarpsins, vann að undirbúningi að stofnun þess árið 1966 og vann sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár. Á facebook-síðu sinni segir Margrét Heinreiksdóttir lögfræðingur og fyrrum blaða- og fréttamaður til áratuga og samstarfskona Magnúsar þetta:"Nú er skammt stórra högga á milli. Fyrst Gísli Ástráðs og nú Magnús Bjarnfreðs, báðir frábærir blaða- og fréttamenn og miklir yndælismenn og öðlingar. Vekur upp margar minningar frá liðnum dögum og minnir á að mjög styttist nú heimsreisan okkar sem eftir eru þessarar kynslóðar fjölmiðlafólks. Mér verður þungt um hjarta og raki í augum byrgir sýn. Megum þó þakka fyrir að hafa fengið að lifa merkilega tíma og margvíslegar breytingar sem okkur hefði aldrei órað fyrir þegar við hófum ferilinn um miðja síðustu öld." Sjá einnig hér
Lesa meira
Brian Levenson lávarður

Búist við svartri skýrslu um breska fjölmiðla

Búist er við mjög svartri skýrslu frá Brian Levenson, lávarði, en honum var falið að stýra rannsókn á breskum fjölmiðlum, gæðum þeirra og siðferðilegum viðmiðum. Rannsóknin var sett af stað í kjölfar hneykslismála sem tengdust News Corp fyrirtæki Rupert Murdochs. Ljóst þykir að víða verður komið við í skýrslunni og m.a. tekið á málum snerta rétt fólks til einkalífs og vernd þess réttar og svo sjálfsaga fjölmiðlafólks og þess að blaðamenn setji sér sjálfir reglur og viðmið (self-regulation). Dagblaðið Guardian greinir frá útdrætti úr skýrslunni upp á fimm síður sem stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja hafa fengið að sjá. Samkvæmt Guardian þá segja menn sem fengið hafa að sjá þennan útdrátt að gagnrýnin sé gríðarleg á breska fjölmiðla svo jaðri við fordæmingu. Hefur blaðið eftir viðmælanda að skýrslan sé „afhjúpandi“. Fréttir um skýrsluna fóru að leka út eftir að ýmsir sem í henni eru fóru að fá bréf þar sem þeim var boðið að nýta sér andmælarétt sinn. Búist er við að skýrslan komi út í sinni endanlegu mynd í október. Sjá einnig hér
Lesa meira
Starfsmenn hafa yfirtekið ritstjórnarskrifstofur og mótmæla uppsögnum

Dagblað fer á netið og 100 missa vinnu

Netvæðing dagblaðanna tekur víða sinn toll í störfum og í vikunni misstu meira en 100 starfsmenn, líka blaðamenn, á ritstjórn dagblaðs í Uruguay vinnuna þegar blaðið hætti að koma út á prenti og flutti sig alfarið á netið. Dagblaðið Unoticias hafði komið út í 30 ár of var talið eit af öflugri blöðunum í landinu og breytingin kom öllum í opna skjöldu, jafnt almennu starfsfólki sem yfirmönnum. Útgefandinn segir einfaldlega að breytingar á neytendamarkaði séu slíkar að fólk fari einfaldlega á netið til að ná sér í fréttir og umfjöllun en ekki í prentaða útgáfu af dagblöðum. Starfsmenn blaðsins hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega og settust í upphafi vikunnar að á ritstjórnarskrifstofunum í mótmælaskyni. Starfsfólkið nýtur stuðnings stéttarfélags þar á meðal blaðamannafélagsins í landinu og Samtök blaðamanna í Rómönsku Amer´kuhafa einnig lýst stuðningi við félaga sína í Uruguay. Sjá einnig hér
Lesa meira
Stéttaskipting í samfélagi samfélagsmiðla

Stéttaskipting í samfélagi samfélagsmiðla

Hafi mennn saknað stéttaskiptingar í samfélagi samfélagsmiðla þá er kominn fram vísir að slíku. Sænski vefhönnuðurinn Erik Wachtmeister tilkynnti í upphafi vikunnar um opnun nýs samfélagsvefjar þar sem markhópurinn er efsta „prósentið í samfélagsstiganum“ og ber vefurinn heitið „Best of all worlds“. Vefurinn opnaði formlega sl mánudag og strax þá voru um 20 þúsund manns búnir að skrá sig inn á hann. Erik Wachtmeister þróaði strax 2004 frægan samfélagsvef sem kom fram um svipað leyti og Facebook, sem hét SmallWorld og var sá vefur nefndur í Wall Street Journal „MySpace fyrir milljónamæringa“. Síðan yfirgaf Wachtmeister fyrirtækið og kemur nú aftur fram á sjónarsviðið. Hann segir að nýi vefurinn sé ekki eingöngu hugsaður fyrir ríka fólkið heldur ekki síður þá sem eru fágaðir, menntaðir og hafa góðan smekk. Vefurinn hefur það að markmiði að safna saman slíku samfélagi en ekki endilega að ná sem flestum inn á hann að sögn Wachtmeisters, en þar er hann að vísa til þess hve stór Facebook vefurinn er. Sjá einnig hér
Lesa meira