Fréttir

Eygló Harðardóttir

Þingmaður vill lög til verndar uppljóstrurum

"Helstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar og Fjársýslunnar, – fulltrúa hins opinbera í málinu eru að stöðva þyrfti umræðuna um skýrsluna. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu um leka á skýrslunni. Næstu skref virðast vera að fá lögbann á áframhaldandi umfjöllun. Þessi viðbrögð eru verulegt áhyggjuefni."
Lesa meira
Twitter setur fram leiðbeiningar fyrir blaðamenn

Twitter setur fram leiðbeiningar fyrir blaðamenn

Twitter verður sífellt mikilvægari samskiptamiðill, ekki síst meðal ýmissa fagstétta s.s. blaðamanna. Stjórnmálamenn víða á Norðurlöndum og í Evrópu virðast þannig sammála um að Twitter sé góður miðill til þess að ná athygli blaðamanna og eiga samskipti við þá. Markviss notkun á twitter getur því skipt miklu máli í starfi blaðamanna og nú hefur rannsóknarteymi á vegumTwitter sett saman leiðbeiningar um árangurskíka notkun á twitter fyrir blaðamamenn. Ráðleggingarnar byggja á athugun á þúsundum sendinga (tweet) og niðurstaðan var að stilla umm nokkrum einföldum en skýrum reglum sem gott væri að fylgja. Sjá hér
Lesa meira
Norðmenn hyggjast auka blaðastyrki

Norðmenn hyggjast auka blaðastyrki

Norsk stjórnvöld undirbúa nú að stórauka styrki til fjölmiðla. Þegar er fyrir hendi öflugt styrkjakerfi þar í landi, enda óvíða blómlegri blaðaflóra og samfélagsumræða, bæði á staðbundnum markaði, svæðisbundnum og á landsvísu.
Lesa meira
Eyrún Magnúsdóttir og Pétur Blöndal. Mynd: mbl.is

Nýr sunnudagsmoggi

Morgunblaðið hefur boðað nýja og breytta útgáfu af Sunnudagsmogganum. Hann á að verða stærri og spanna víðara svið en hingað til. Umsjónarmaður sunnudagsblaðsins verður Eyrún Magnúsdóttir en Pétur Blöndal mun sjá um menningarefnið. Samhliða verða gerðar ýmsar aðrar breytingar á sérblöðum. Sjá frétt á mbl.is
Lesa meira
Úr úkraínska þinginu.

Samtök blaðamanna fordæma árás á tjáningarfrelsi í Úkraínu

Í morgun fordæmdu bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) frumvarp sem komið er fram á þingi í Úkraínu þar sem ærumeiðingar eru gerðar refsiverðar samkvækmt hegningalögum. Segja samtökin að þetta sé árás á tjáningarfrelsið.
Lesa meira
Brewster Kahle

Stærsti sjónvarpsfréttabanki heims!

Í San Francisco í Kaliforníu er staðastt stafrænt skjalasafn sem heitir einfaldlega "Internet Archive". Stjórnandi skjalasafnsins og einn stofnandi þess, Brewster Kahle, hefur háar hugyndir um möguleika safnsins sem nú þegar er eitt risavaxnasta stafræna skjalasafn í veröldinni. „ Við viljum safna saman öllum bókum, tónlist og myndböndum sem framleidd hafa verið," segir Kahle, en frá og með deginum í gær býður "Internet archive" upp á safn yfir 350 þúsund fréttatíma og fréttaþátta frá um 20 ólíkum sjónvarpsstöðvum og eru það allir fréttaþættir sem til eru á þessum stöðvum. Þetta er lang stærsti sjónvarpsfréttabanki í heimi. Þessir fréttatímar munu nú verða aðgengilegur gjaldfrítt frétta- og fræðimönnum en auk þess gerir Brewster Kahle ráð fyrir að almenningur muni fletta upp á síðunni og verða umtalsverður hluti af þeim áætluðu 2 milljón daglegu heimsóknum á vefinn. Flestar helstu fréttastofur Bandaríkjanna eru í boði á safninu s.s. CNN, Fox News, NBC News, og PBS. Sjá einnig hér
Lesa meira
EFJ fordæmir fangelsun blaðamanna í Tyrklandi

EFJ fordæmir fangelsun blaðamanna í Tyrklandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur í samstarfi við nokkur samtök um fjölmiðlafrelsi sent frá sér yfirlýsingu þar sem áréttuð er gangnrýni á síversnandi stöðu fjölmiðlamála í Tyrklandi. Í yfirlýsingunni er fordæmd áframhaldandi fangelsun 76 blaðamanna á grundvelli ásakana, sem eru augljóslega byggðar pólitískum forsendum. Jafnframt er lýst þungum áhyggjum vegan viðvarandi þrýstings á sjálfstæða og gagnrýna blaðamenn sem hefur leitt af sér andrúmsloft ótta og sláandi minna frelsi og svigrúm fyrir fjölmiðla í landinu. Sjá meira hér
Lesa meira
Rúnar tekur við verðlaununum frá Svandísi Svavarsdóttur unhverfisráðherra.

Rúnar Pálmason fær fjölmiðlaverðlaun

Rúnar Pálmason blaðamaður á Morgunblaðinu fékk í gær, á degi íslenskrar náttúru, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir umjöllun sína um utanvegaakstur og umgengni við náttúru Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Með skrifum sínum hefur hann vakið athygli á skemmdum sem unnar hafa verið með utanvegaakstri víða um landið, bæði á hálendi Íslands og á láglendi. Má þar nefna ítrekaða umfjöllun um utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi og á hálendinu norðan Vatnajökuls; hann hefur fjallað um skemmdir sem unnar hafa verið með torfæruakstri á fjöllum og útivistarsvæðum í nágrenni Reykjavíkur, á láglendi sunnanlands og víðar." Aðrir sem voru tilnefndir til verðlaunanna voru tímaritið Fuglar fyrir umfjöllun um fugla í náttúru Íslands og Herdís Þorvaldsdóttir fyrir heimildamynd sína „Fjallkonan Hrópar á vægð". Í dómnefnd sátu María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Sjá meira hér
Lesa meira
Úr kvikmyndinni

Fyrsta lit-kvikmyndin komin fram

Breska fjölmiðlasafnið (National Media Museum) í Bradford á Englandi upplýsti í síðustu viku um að fundist hefði fyrsta litkvikmyndin sem gerð var í heiminum og hafði hún þá verið endurnýjuð þannig að hægt var að sýna hana – um 110 árum eftir að hún var búin til. Myndin var tekin einhvern tíma á á bilinu 1901-1902 af breska ljósmyndaranum Edward Turner, en hann fann upp flókna þriggja lita samsetningu, löngu áður en Tecnicolor náði augum áhorfenda. Turner þessi dó skyndilega aðeins 29 ára gamall árið 1903, en ann notaði þá aðferð að mynda í gegnum filtera sem voru rauðir, grænir og bláir og setti svo myndirnar saman hverja ofna á aðra til að ná fram litum. Hér má lesa meira um málið. En með því að smella á "meira" er hægt að skoða video frá safninu þar sem sýnd eru brot úr myndinni og upplýsingar um endurgerð hennar. Myndin verður sýnd í heild á safninu frá og með morgundeginum. Hér má sjá kynningarmynd frá Breska fjölmiðlasafninu
Lesa meira
Erla Hlynsdóttir

Mál Erlu tekið fyrir í Strassborg

Mál sem Erla Hlynsdóttir blaðamaður höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg er komið í gegnum síu dómstólsins og mun verða tekið þar fyrir. Þetta er annað málið sem Erla höfðar sem tekið er fyrir hjá Mannréttindadómstólnum. Málinu sem hér um ræðir var skotið til Mannréttindadómstólsins árið 2010 eftir að dómur hafði fallið í máli Rúnars Þórs Róbertssonar gegn Erlu Hlynsdóttur og Sigurjóni M. Egilssyni. . Þessar upplýsingar koma fram í tilkynningu frá lögmönnum Erlu. Sjá hér
Lesa meira