Fréttir

EFJ fagnar skýrslu Evrópuþings um höfundalaun

EFJ fagnar skýrslu Evrópuþings um höfundalaun

Evrópusamband blaðamanna ásamt nokkrum hópi samtaka skapandi listamanna s.s. handritshöfunda, leikstjóra, tónskálda, og popplistafókls hafa sameiginlega sent frá sér ályktun þar sem skýrslu á vegum Evrópuþingsins um höfundalaun er fagnað. Skýrslan heitir "Online Distribution of Audiovisual Works" , eða Dreifing mynd- og hljóðefnis á netinu, og fjallar m.a. um höfundarétt og höfundalaun. Þar er mjög skýrt kveðið á um að taka þurfi upp mun strangari ákvæði um höfundalaun þannig að höfundum séu tryggð eðlileg höfundalaun í hlutfalli við notkun á efni þeirra. Þetta felur m.a. í sér að tekið verði fyrir eingreiðslur fyrir höfundarétt, en algengt er að þessum skapandi stéttum sé boðin eingreiðsla fyrir efni sem síðan er notað í mjög fljölbreyttu fjölmiðlalandslagi án þess að höfundum sér greitt neitt frekar fyrir. Arne König forseti Evrópusambands blaðamanna segir að þessi skýrsla taki á málum sem séu mjög mikilvæg fyrir blaðamenn. „Sú útbreidda venja að nota svokallaða „uppkaupasamninga" eða eingreiðslusamninga og ýmsar aðrar ósanngjarnar samningaleiðir þegar samnið er við blaðamenn hefur stórlega skaðað þróunina og fjölgun starfa í mynd- og hljóð geiranum og raunar víðar. Skýrslan viðurkennir þetta með skýrum hætti og því getur umræða um höfundarétt í Evrópusambandinu ekki lengur litið framhjá því fólki sem fyllir hinar skapandi stéttir." Nú er beðið eftir því að sjá hvort þingið og Framkvæmdastjórnin taki innihald skýrslunnar og setji inn í lagabálka ESB, en fari svo mun málið á endanum koma til með að hafa áhrif á Íslandi líka vegna EES samningsins. Sjá skýrsluna hér
Lesa meira
Johan Persson og Martin Schibbye.

IFJ fagnar lausn sænskra blaðamanna

Sænsku blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru látnir lausir úr fangelsi í Eþíópíu í vikunni ásamt fleiri föngum, sem voru náðaðir af stjórnvöldum í tilefni af áramótum í landinu. Þeir höfðu verið í fangesli í rúmlega eitt ár en þeir voru hnepptir í varðhald á mjög hæpnum forsendum þegar þeir voru að vinna fréttir um uppreisnarmenn. Þeir höfðu verið í fylgd flokks uppreisnarmannanna þegar flokkurinn kom ólöglega inn í landið. Jim Boumelha forseti Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ) sagði IFJ fagna lausn blaðamannana og að þetta væri mikill léttir fyrir fjölskyldur þeirra og vinnufélaga. Þeir eru búnir að dúsa í meiera en ár í fangelsi á mjög hæpnum ákærum og nú er kominn tími til að halda áfram að lifa lifinu.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Alan Rusbridger, með prentútgáfu Guardian í höndunum

Skilgreina þarf blaðamennsku upp á nýtt

Blaðamennskan er að ganga í gegnum einhverjar mestu breytingar frá því Gutenberg umbylti prentlistinni.“ Þetta sagði Alan Rusbridger, ritstjóri Guardian í ræðu í síðustu viku, sem hann hélt hjá Sciences Po háskólanum í París, en þess má geta að Rusbridger stýrir blaði sem er með 15 sinnum fleiri lesendur á netinu en í prentútgáfunni. Hann segir brýnt að fjölmiðlar og blaðamenn átti sig á því hvað felist í raun i hugtakinu blaðamennska og hver sé munurinn á því sem fólk úti í bæ geti framleitt af upplýsingum og fjölmiðlaefni og því sem blaða og fréttamenn geta gert. Þetta verkefni verði fólk að nálgast fordómalaust, en allt of algent sé að blaðamenn líti ekki á bloggara eða lesendur/áhorfaunvendur sem raunverulega samkeppni eða framleiðendur ritsjtórnarefnis. Slík afneitun er beinlínis hættuleg, segir Rusbridger. Hann bendir á mikilvægi "opinnar blaðamennsku" og minnir á að það séu ekki einvörðungu einstaklingar sem séu að bjóða upp á hvers kyns efni inn á fjölmiðlagáttir heldur sé þetta aragrúi samtaka, hagsmunaaðila, áhugamannafélaga, verslana, menningarstofnana o.fl. o.fl. Hann telur að framtíðin felist í því að virkja alla þessa aðila til þátttöku í fjölmiðluninni og fyrirtæki sem vilji þróast til framtíðar verði að vinna á opinn hátt - með opinni blaðamennsku - frekar en að loka sig af og jafnvel skerma sig af með mikilli gjaldtöku á vefnum. Segir hann að reynsla Guardian og velgengni í slíku opnu samstarfi á ýmsum sviðum sýni að þetta sé skynsamleg leið. Hér má sjá útdrátt úr erindi Rusbridgers.Hér er samantekt World Editors Fournum um "opna blaðamennsku".
Lesa meira
Mikil fjölgun í danska Blaðamannafélaginu

Mikil fjölgun í danska Blaðamannafélaginu

Forsvarsmenn danska Blaðamannafélagsins eru sáttir við uppgjörstölur fyrir fyrri helming ársins, en reksturinn gengur framar öllum vonum. Það sem vekur athygli er að bætta rekstrarstöðu má fyrst of fremst rekja til þess að borgandi meðlimum í félaginu hefur fjölgað mun meira en gert var ráð fyrir. Í ágúst var fjölgunin nánast orðin sú sem spáð hafði verið fyrir allt árið. Ástæðurnar fyrir þessari fjölgun eru ýmsar og þó sviptingar hafi verið á dönskum fjölmiðlamarkaði þá hefur starfandi blaðamönnum fjölgað nokkuð og það sem meira er, þessir blaðamenn koma inn í félagið, en eru ekki ófélagsbundnir verktakar. Blaðamannafélagið í Danmörku hefur allt þetta ár verið með herferð í gangi til að hvetja fólk til að ganga í félagið og tryggja sér þannig ákveðin réttindi og réttindagæslu. Þetta virðist vera að bera árangur eins og sést á þessari fjölgun félagsmanna.Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá afhendingu verðlaunanna í fyrra, en þá fékk Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu verðlau…

Tilnefningar til verðlauna umhverfisráðuneytis

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september næstkomandi. Tilnefningarnar fengu: Tímaritið fuglar fyrir umfjöllun um fugla, Rúnar Pálmason á Morgunblaðinu fyrir umfjöllun um utanvegaakstur, og Herdís Þorvaldsdóttir fyrir mynd sína „Fjallkonan hrópar á vægð. Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá fundi sendinefndar IFJ og allsherjarþingsins á föstudag

Átak gegn ofbeldi gegn blaðamönnum til Sþ

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) tók nú fyrir helgi fyrsta skrefið í nýrri herferð sem beint er að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem barist er fyrir auknu öryggi fjölmiðlafólks og gegn ofbeldi gegn blaðamönnum. Sendinefnd á vegum IFJ undir forustu Jom Boumelha, forseta samtakanna, hitti á föstudag foseta allsherjarþingsins, Nassir Abdulaziz Al-Nasser frá Quatar, til að undirbúa og upplýsa forustu þingsins um þessar áhyggjur. Þess má geta að nýlega birtust fréttir um að minnst 70 fjölmiðlamenn hafi verið drepnir í vinnunni á fyrri hluta þessa árs, en það er met. Herferðin byggir á tillögum sem settar voru fram á fundi ýmissa manntréttindahópa og samtaka um tjáningarfrelsi sem þinguðu í Doha, höfuðborg Quatar, í janúar á þessu ári. Nassir Abdulaziz Al-Nasser forseti þingsins mun síðana dreifa þessum tillögum til hinna 193 þjóða sem eiga aðild að allherjarþinginu. Jim Boumelha, sagði á föstudag að dráp og ofbeldi gegn fjölmiðlamönnum færðust enn í aukana í heiminum og þrátt fyrir að til staðar séu ýmsar samþykktir og alþjóðleg mannréttindaákvæði, lög og reglur, og alþjóðasamningar ríkisstjórna um aðgerðiðr þá sé slíkt einfalega hunsað af ríkisstjórnum víða um heim. Undir þetta tók svo forseti allsherjarþingsins á blaðamannafundi eftir fundinn en þá sagði Nassir Abdulaziz Al-Nasser að það væri „óásættanlegt að blaðamenn væri myrtir á hverju ári og morðingjarnir væru ekki sóttir til saka.“ Sjá einnig hérSjá tillögurnar hér
Lesa meira

Vel heppnuð skemmtun fjölmiðlakvenna

Skemmtun Félags fjölmiðlakvenna í gærkvöldi þótti takast mjög vel. Sjá má umfjöllun um skemmtunina hér.
Lesa meira
Tilkynning

Vel heppnuð skemmtun fjölmiðlakvenna

Skemmtun Félags fjölmiðlakvenna í gærkvöldi þótti takast mjög vel. Sjá má umfjöllun um skemmtunina hér.
Lesa meira
Mælanleg notkunargjaldskrá hjá Die Welt

Mælanleg notkunargjaldskrá hjá Die Welt

Útgáfufyrirtækið sem gefur út Die Welt í Þýskalandi –útgáfurisinn Axel Springer – vonast til að ný „mælanleg notkunargjaldskrᓠ(Metered paywall) muni gefa tóninn fyrir það hvernig rukkað verði fyrir aðgang að ritstjórnarefni almennt á netinu í framtíðinni. Þessi mælanlega notkunargjaldskrá er nú í þróun og verið að útbúa ýmsa þætti í gjaldtökunni, að sögn Christoph Keese forstöðumanns upplýsingasviðs Axel Springer sem greindi frá þessu á fundi World Editors Forum í vikunni. Reiknað er með að innleiða gjaldtökuna síðar á þessu ári eða snemma á því næsta. Í mælanegri notkunargjaldskrá felst að lesendur geta notað sé ákveðinn kvóta af efni á mánuði án endurgjalds – líkt og New York Times hefur verið að gera – en misjafnt verður eftir því hvaða efni notað er hversu mikið er hægt að skoða endurgjaldslaust. Þannig mun t.d. efni sem byggir á upplýsingum úr samfélagsmiðlum ekki telja inn í kvóta. Einnig felst í þessu að Axel Springer getur kortlagt neyslu og lestrarmynstur lesenda sinna mun nákvæmar en til þessa. Sjá einnig hér
Lesa meira
Davit Isaac í sjónvarpsviðtali árið 2001, skömmu áður en hann var handtekinn.

4000 dagar í fangelsi!!

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gekk í gær formlega til liðs við baráttuátak Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) fyrir því að blaðamenn í Eritreu yrðu látnir lausir. Þar á meðal er blaðamaðurinn og sænski ríkisborgarinn Dawit Isaac. „Í dag er er Dawit Isaac búin að vera 4000 daga í fangelsi, og hann er aðeins eitt af mörgum fórnarlömbum kúgunar stjórnvalda í Eritreu á sjálfstæðri fjölmiðlun frá 2001,“ segir Arne König, forseti EFJ og samlandi Dawits. „Á þessum skelfilegu tímamótum viljum við nota tækifærið til að krefjast lausnar hans og að minnsta kosti 17 annarra blaðamanna sem eru í haldi í landinu um þessar mundir við skelfilegar aðstæður og án alls tillits til grundvallarréttinda þeirra,“ segir König ennfremur. Samkvæmt upplýsingum frá IFJ hafa að minnsta konsti 18 blaðamenn verið í fangelsi í Eritreu án dómsmeðferðar síðan 2001 og er Dawit Isaac einn þeirra en hann hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, í Eritreu og Svíþjóð. Hann var í landinu að aðstoða við að koma á fót fyrsta sjálfstæða dagblaðinu, Setit, þegar hann var tekinn fastur. Frá því hann var handtekinn hafa mjög takmarkakðar fréttir fengist af ástandi hans og fjölskyldu hans hefur verið neitað um að koma í heimsókn. Nýlegar fréttir frá Eritreu benda til að einhverjir þeirra 18 blaðamanna sem í haldi hafa verið séu látnir, en þetta mátti skilja af ummælum embættismanna fyrir nokkru, en engin nöfn voru þó nefnd og engar frekari upplýsingar gefnar. Í þessari viku hafa sænskir fjölmiðlar skipulagt átak á Facebook og Twitter til stuðnings Dawit Isaac undir yfirskriftinni „#fyratusen“ (#fjögurþúsund) og vísar nafnið til lengdar fangavistar hans. Fólk er beðið um að segja hvað það hefur vrið að gera síðustu 4000 daga! Um Davit Isaac
Lesa meira