EFJ fagnar skýrslu Evrópuþings um höfundalaun
Evrópusamband blaðamanna ásamt nokkrum hópi samtaka skapandi listamanna s.s. handritshöfunda, leikstjóra, tónskálda, og popplistafókls hafa sameiginlega sent frá sér ályktun þar sem skýrslu á vegum Evrópuþingsins um höfundalaun er fagnað. Skýrslan heitir "Online Distribution of Audiovisual Works" , eða Dreifing mynd- og hljóðefnis á netinu, og fjallar m.a. um höfundarétt og höfundalaun. Þar er mjög skýrt kveðið á um að taka þurfi upp mun strangari ákvæði um höfundalaun þannig að höfundum séu tryggð eðlileg höfundalaun í hlutfalli við notkun á efni þeirra. Þetta felur m.a. í sér að tekið verði fyrir eingreiðslur fyrir höfundarétt, en algengt er að þessum skapandi stéttum sé boðin eingreiðsla fyrir efni sem síðan er notað í mjög fljölbreyttu fjölmiðlalandslagi án þess að höfundum sér greitt neitt frekar fyrir.
Arne König forseti Evrópusambands blaðamanna segir að þessi skýrsla taki á málum sem séu mjög mikilvæg fyrir blaðamenn. Sú útbreidda venja að nota svokallaða uppkaupasamninga" eða eingreiðslusamninga og ýmsar aðrar ósanngjarnar samningaleiðir þegar samnið er við blaðamenn hefur stórlega skaðað þróunina og fjölgun starfa í mynd- og hljóð geiranum og raunar víðar. Skýrslan viðurkennir þetta með skýrum hætti og því getur umræða um höfundarétt í Evrópusambandinu ekki lengur litið framhjá því fólki sem fyllir hinar skapandi stéttir."
Nú er beðið eftir því að sjá hvort þingið og Framkvæmdastjórnin taki innihald skýrslunnar og setji inn í lagabálka ESB, en fari svo mun málið á endanum koma til með að hafa áhrif á Íslandi líka vegna EES samningsins.
Sjá skýrsluna hér
14.09.2012
Lesa meira