Gríski blaðamaðurinn sýknaður
Gríski blaðamaðurinn Costas Vaxevanis sem birti nöfn rúmlega 2000 landa sinna sem áttu háar upphæðir á svissneskum bankareikningum og hafði verið ákærður fyrir brot á friðhelgi einkalífs þessa fólks, hefur verið sýknaður fyrir dómi. Listinn sem hann birti hafði áður verið birtur í Frakklandi af þáverandi fjármálaráðherra, Lagarde, og var listinn jafnan kenndur við hann og kallaður Lagarde-listinn. Mikilvægi listans felst í því að hann er mikilvæg vísbending um stórfelld skattaundanskot, en stjórnvöld í Grikklandi hafa ekki fylgt þessum upplýsingum eftir að heitið geti þrátt fyrir mjög erfiðan fjárhag ríkisins.
Í síðustu viku samþykkti Evrópusamband blaðamanna ályktun þar sem mótmælt var ákæru á hendur Vaxevanis og skorað á dómstólinn að sýkna hann af þessari ákæru, eins og greint var frá hér á síðunni.
Sjá einnig hér
02.11.2012
Lesa meira