Fréttir

Milljarður á Facebook!

Milljarður á Facebook!

Í gær tilkynnti Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook að milljarður manna væri nú að nota Facebook á mánuði hverjum. Það er gríðarlega mikilvægur áfangi fyrir fyrirtækið sem hefur verið í ólgusjó undanfarið vegna ýmissa mála. Mark Zuckerberg skrifaði á eftirfarnadi á vegg sinn í gær: „Í dag er meria en milljarður manna að nota Faacebook í hverjum mánuði. Ef þú er að lesa þetta: takk fyrir að sýna mér og mínu litla liði þann heiður að fá að þjóna þér. Það að aðstoða milljarð manns við að tengjast er stórkostlegt, og gerir mann auðmjúkan og þetta er það sem ég er stoltastur af í lífi mínu. Ég er staðráðinn í að nota hvern dag til að gera Facebook enn betra fyrir þig og vonandi tekst okkur í sameiningu einhverntíma að tengja saman restina af heiinum.“ Nú í morgun voru komin tæplega 31 þúsund like á þetta. Sjá hér
Lesa meira
Fréttamynd ársins og Mynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár. Myndina tók Daníel R…

Ljósmyndakeppni fyrir atvinnumenn

Ljósmyndurum gefst nú tækifæri til að taka þátt í Ljósmyndasamkeppni Canon & Nýherja í samstarfi við Blaðaljósmyndarafélag Íslands, Ljósmyndarafélag Íslands og Félag íslenskra samtímaljósmyndara. Um er að ræða ljósmyndasamkeppni fyrir atvinnuljósmyndara þar sem keppt verður í alls fimm flokkum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir bestu ljósmyndina úr öllum flokkunum. Þátttökurétt hafa félagsmenn í fyrrgreindum félögum auk annarra starfandi atvinnuljósmyndara. Myndir verða að hafa verið teknar á tímabilinu 6. ágúst 2011 – 19. október 2012 og verða bestu myndirnar valdar inn á sýningu sem stefnt er á að halda í lok nóvember. Í verðlaun fyrir sigurvegara í hverjum flokki er Canon EF 40mm f/2.8 STM linsa. Auk þess fær sigurvegarinn fyrir Bestu myndina inneign í Verslun Nýherja að upphæð 80.000 kr. Flokkarnir eru eftirfarandi: Hreyfing & hraðiFangaðu augnablikið, hvort sem er á sviði íþrótta, náttúrulífs og alls þess þar sem hreyfing og hraði kemur fyrir. PortrettSýndu eðli manna, dýra og hluta. LandslagStaður, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Iðnaðar- og auglýsingamyndirLjósmynd sem sýnir framsetningu, framleiðslu, vörur og þjónustu í víðum skilningi. Opinn flokkurAllt annað sem dómnefnd dettur ekki í hug. Besta myndin Reglur eru eftirfarandi: · Þátttökurétt hafa félagsmenn í fyrrgreindum félögum auk annarra starfandi atvinnuljósmyndara. · Ljósmyndin þarf að vera tekin frá 6. ágúst 2011 – 19. október 2012. · Hver ljósmyndari má senda inn að hámarki 10 ljósmyndir. Seríur mega innihalda að hámarki átta ljósmyndir og reiknast serían sem ein mynd. · Skila þarf inn ljósmynd í fullri upplausn (JPEG 8 í 300dpi) á netfangið canon@nyherji.is fyrir lok 19. október 2012. · Heimilt er að vinna myndir í tölvu en meiriháttar breytingar eru ekki heimiliðar. Dómnefnd áskilur sér rétt til að meta það hverju sinni. Óskað er eftir upplýsingum um vinnuferli ljósmyndar í slíkum tilfellum. HDR ljósmyndir eru leyfðar. · Ljósmyndari skal senda inn stuttan texta um sig og sína ljósmyndun sem og um hverja mynd sem hann/hún sendir í keppnina. · Canon og Nýherji áskilja sér rétt til að birta myndir úr keppninni, í tengslum við hana og á sýningu í tengslum við keppnina. Dómnefnd skipa Hallgerður Hallgrímsdóttir, ljósmyndari og fulltrúi FÍSL, Mats Wibe Lund, ljósmyndari og fulltrúi Ljósmyndarafélags Íslands, og Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari og fulltrúi Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Starfsmaður dómnefndar er Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon neytendavara hjá Nýherja.
Lesa meira
Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari fréttauppspretta fyrir blaða- og fréttamenn í Bandaríkjunum , samkvæm nýrri könnun frá PEW rannsóknarmiðstöðinni. Ekki er ástæða til að ætlað að þessu sé öðru vísi farið annars staðar í hinum vestræna heimi. Þessi aukning birtist m.a. í því að nú segjast um 19% blaða- og fréttamanna fá fréttir í gegnum samfélagsmiðla, en fyrir tveimur árum sögðust aðeins um 9% blaðamanna fá fréttir sínar úr slíkum miðlum. En hins vegar virðast samfélagsmiðlar fyrst og fremst vera miðlarar frétta, eins og sést á því að aðeins um 3% sögðust notfæra sér fréttir af twitter í eigin fréttum. Netið heldur áfram að breyta því hvernig Bandaríkjamenn fá fréttir. Samkvæmt könnun Pew eru farsímar og samfélagsmiðlar að auka hraðann í breytingunni frá hefðbundnum miðlum yfir á netið. Þannig sögðust nú 39% nú fá sínar fréttir á netinu en fyrir tveimur árum voru þetta 33%. Þetta þýðir að það er aðeins sjónvarpið sem er öflugri fréttamiðill en netið. Þá kom fram í könnuninni að meirihluti þeirra sem hlustuðu, lásu eða sáu fréttir vildu að fréttaflutningurinn væri hlutlaus og ekki kæmu fram nein sérstök sjónarmið af hálfu fréttamanna, en 26% vildu fá fréttir sem sagðar væru af fólki sem hafði sömu pólitísku skoðanir og það sjálft. Yahoo, Google, CNN,staðbundnar fréttir, og MSM voru fimm stærstu fréttaupspretturnar á netinu samkvæmt þeim sem svörðuðu könnunininni. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

IFJ fagnar ályktun mannréttindaráðs Sþ

Á 21sta þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna var samþykkt ályktun þar sem „skorað er á ríki að vinna að öguggu og örvandi umhverfi fyrir blaðamenn að vinna störf sín á sjálfstæðan hátt og án óþarfa afskipta stjórnvalda eða annarra.“ Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur fagnað þessari ályktun og hverur þjóðríki til að innleiða ákvæði hennar í góðri trú innan sinna lögsagnarumdæma. „Þessi ályktun er stórkostlegur stuðningur við alþjóðlega baráttu okkar fyrir vernd og öryggi blaðamanna og við skorum á þjóðríkin sem greiddu henni atkvæði að fylgja henni eftir,“ segir forseti IFJ Jim Boumelha. „En það er jafnframt mikilvægt að ríki sýni að hugur fylgi máli með því að þau innleiði hana til fulls svo ekki sé talað um ef ekkert er gert með hana og hún látin safna ryki í geymsluhillum Sameinuðu þjóðanna í Genf,“ segir Boumelha ennfremur. Ályktunin, sem lögð var fram af fulltrúum Austurríkis, Brasilíu, Marokkó, Sviss og Túnis og studd af meira en 60 sendinefndum til viðbótar var samþykkt samhljóða og án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt henni ber ríkjum að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að vernda og tryggja öryggi blaðamanna. Þar á meðal er „að setja lög og reglur, auka meðvitund um þessi mál í dómskerfinu og hjá löggæslufólki og hermönnum, auk þess að efla fræðaslu almennt bæði hjá blaðamönnum og almenningi.“ Einnig er talað um eftirlit og aðgerðir ef um árásir á blaðamenn er að ræða og opnbera fordæmingu á þeim og nauðsynlega rannsókn og lögsóknir. Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, sem er í forsvari fyrir alþjóðlegu átaki gegn ofbeldi gegn blaðamönnum setur fram ákveðin varnaðarorð samhliða því að ályktuninni er fagnað. Þau varnaðarorð lúta að ofurtrú á lagalegum lausnum á þessu vandamáli, sérstaklega lagaákvæðum og yfirlýsingum sem ekki eru í raun innleiddar. Þannig sagði Jim Boumelha fyrir skömmu að drápum á blaðamönnum og fjölmiðlafólki héldi áfram að fjölga með uggvænlegum ætti um allan heim þrátt fyrir að búið væri að samþykkja ýmis konar ályktanir um mannréttindi og alþjóðleg lagaleg tæki væru til staðar sem ættu að vinna gegn slíku. Þessi lög, samþykktir og yfirlýsingar væru einfaldlega hunsaðar af ríkisstjórnum ýmissa þjóðlanda. Sjá einnig hér
Lesa meira
Arnar Páll Hauksson, nýr umsjónarmaður Spegilsins

Spegill endurskipulagður

Frá og með deginum í dag verða breytingar á Speglinum og kvöldfréttum. Fréttir og Spegillinn verða sameinuð í einn frétta- og fréttaskýringaþátt. Útsendingin hefst klukkan sex og stendur í tæpar 50 mínútur. Ritstjóri nýja Spegilsins er Arnar Páll Hauksson. Aðrir umsjónarmenn eru Gunnar Gunnarsson, Jón Guðni Kristjánsson og Kári Gylfason. Fréttamennirnir Anna Krístín Jónsdóttir, Áslaug Guðrúnardóttir og Pálmi Jónasson starfa einnig við þáttinn. Þá starfa þau Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum og Sveinn Helgason í Bandaríkjunum fyrir Spegilinn. Af öðrum pistlahöfundum má nefna Arthúr Björgvin Bollason í Þýskalandi, Gísla Kristjánsson í Noregi, Kristin R Ólafsson og Kristínu Jónsdóttur í París.
Lesa meira
Sjónvarpsmenning þjóðbundin í Evrópu

Sjónvarpsmenning þjóðbundin í Evrópu

Evrópskum sjónvarpsáhorfendum er stöðugt boðið upp á meira og fjölbreyttara sjónvarpsefni sem með einum eða öðrum hætti er styrkt eða unnið á vegum ESBþ Þrátt fyrir það virðist sjónvarpsmenning einstakra landa vera rígbundin við landamæri viðkomandi þjóðríkis. Þetta kom framm hjá talsmanni ESB þear hann kynni ársskýslu um sjónvarpsáhorf í Evrópu. Í Evrópu gildir að sjónvarpsstöðvar verða að vera með amk. 50% af efni sínu frá Evrópu, regla sem raunar gildir hér á landi líka vegna EES, og samkvæmt skýrslunni uppfylla flest ríki þessi skilyrði og gott betur en meðaltalið fyrir alla 2009 – 2010 er að 65% sjónvarpsefnis er upprunnið í Evrópu. Hins vegar er lang stærstur hluti þessa evrópska efnis í raun innlent efni í viðkokmandi landi, og aðeins 8,1% af efninu er að meðaltali frá öðrum Evrópulöndum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Ómar Garðarsson

Ómar hættir sem ritstjóri Frétta

Ómar Garðarsson hefur látið af starfi ritstjóra hjá Fréttum í Vestmannaeyjum eftir 20 ára setu í stólnum. Ómar hefur unnið á blaðinu í ein 25 ár og segja má að nafn hans og nafn blaðsins séu orðin samofin í huga almennings. Ómar átti sjálfur frumkvæði að breytingum, en Júlíus G. Ingason hefur nú tekið við ritstjórastarfinu. Í samtali við Fréttir segir Ómar að blaðið standi á ákveðnum tímamótum og því eðlilegt að nýr maður taki við ritstjórninni. Július þekkir vel til á Fréttum, en hann hefur unnið þar síðan 1999 og síðasta áratuginn í fullu starfi sem blaðamaður. Auk þess hefur hann víðtæka reynslu af fjölmiðlastörfum frá ýmsum miðlum. Ómar Garðarsson verður þó áfram á blaðinu, nú sem almennur blaðamaður. Sjá hér
Lesa meira
Skopteikningar gegn skopteikningum

Skopteikningar gegn skopteikningum

Franska vikublaðið Charlie Hebdo sem í síðustu viku olli miklu fjaðrafoki með því að birta skopteikningar af spámaninum Múhameð og þóttu særandi fyrir múslima birti í gær tvær útgáfur af blaði dagsins, aðra „ábyrga“ en hina hefðbundna útgáfu blaðsins. Á sama tíma setur egypskt blað af stað herferðina berjumst gegn skopteikningum með skopteikningum. Fjölmargir stjórnmála- og áhrifamenn í frönsku samfélagi höfðu gagnrýnt blaðið Charlie Hebdo harðlega í síðustu viku fyrir óábyrga útgáfu með því að birta myndir sem væru augljóslega ögrandi í ástandi sem þegar væri gríðarlega eldfimt vegna bandarísku kvikmyndarinnar um „Sakleysi múslima“. Ýmsir höfðu jafnvel á orði að lögsækja blaðið vegna þess að það væri að stefna mannslífum í óþarfa hættu. Að sögn útgefanda blaðsins, Stephane Charbonnier, eru útgáfur gærdagsins „100% ólíkar“ og önnur ætti þá að falla hinum vandlátu og ábyrgu í geð en hefðbundnir lesendur blaðsins geti hins vegar lesið hina óábyrgu útgáfu, eins og venjulega. Í síðustu viku seldist blaðið upp á nokkrum klukkutímum og þurfti að prenta viðbótarupplag á föstudeginum Á sama tíma hefur dagblaðið al-Watan í Egyptalandi, sem er ekki trúarlegt blað, nú hafið herferð gegn frönsku skoteikningunum með því að birta sjálft skopteikningar undir yfirskriftinni: „Berjumst gegn skopteikningum með skopteikningum“. Á mánudaginn var sérstakur kálfur í blaðinu helgaður málefninu og þar birtust 13 teikningar og nokkur fjöldi geina eftir virta fræði- og listamenn auk trúarleiðtoga, þar sem fjallað var um málið og eðli þess. Skopteikningarnar sem þarna birtust eru ýmis konar og sýnir ein t.d. tvíburaturnana í björtu báli inni í glerjunum gleraugna og undir stendur „Islam séð með vestrænum gleraugum“. Sjá meira hér og hér Annað dæmi um mynd frá al Watan herferðinni er hér að neðan.
Lesa meira
Myndræn túlkun kosningatalna

Myndræn túlkun kosningatalna

Dagblaðið „Folha de Sao Paulo“sem gefið er út í Sao Paulo í Brasilíu hefur vakið athygli fyrir nýrsátlega meðferð á gömlum kosningatölum í fréttaskýringu um kosningahegðun og efnahags- og félagslegan bakgrunn kjósenda tiltekinna framboða. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem nú standa fyrir dyrum í Sao Paulo hefur blaðið safnað saman kosningagögnum frá 1994 og sett þær saman í mydband þar sem kosningasaga og kosningalandslag borgarinnar er útskýr með mjög myndrænum hætti. Fréttaskýrandinn fer með áhorfandann í þyrlu yfir borgina og saman fylgjast þeir með hvernig þetta hefur verið. Þykir þessi aðferð sérstaklega „lesendavæn“ og vera gott dæmi um hvernig hæg er að gæða frekar erfitt efni lífi – efni sem iðulega er sett fram í flóknum töflum eða súluritum þegar best lætur. Myndbandið var síðan birt á netsíðu blaðsins. Sjá meira hér
Lesa meira
Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Samfélagsmiðlar mikilvægir blaðamönnum

Meira en fjórðungur breskra blaðamanna segjast ekki geta unnið vinnuna sína án þess að nýta sér samfélagsmiðla. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem unnin var af Cision og Canterbury Christ University i Bretlandi. Jafnframt koma fram í könnuninni umtalsverðar áhyggjur blaðamanna af áhrifum samfélagsmiðla á framleiðni á ritstjórnarefni og eins á persónuverndarmálum. Um 16% svarenda ganga svo langt að telja að samfélagsmiðlar muni ganga af „blaðamennsku dauðri". Í samanburði við sams konar könnun sem gerð var í fyrra nota blaðamenn nú mun fjölbreyttari tól og tæki samfélagsmiðla við vinnu sína en áður. Upplýsingaöflun hefur tekið við af kynningu á efni og því sem viðkomandi er að gera, sem helsta aðgerð blaðamanna á samfélagsmiðlum. Könnunin sem hér um ræðir var unnin í júní og júlí síðastliðnum og var netkönnun og svöruðu alls 769 blaðamenn. Sjá meira hér
Lesa meira