- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Karlrembulegar staðalmyndir, lílillækkandi myndir af konum og fréttir sem skrifaðar eru af körlum eru það sem einkennir forsíður breskra blaða samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á vegum samtakanna Kvenna í balaðamennsku (e. Women in Journalism). Karlar skrifuðu 78% af öllum forsíðufréttum sem skoðaðar voru og 84% af þeim sem vitnað var til í forsíðufréttum voru karlar. Rannsóknin byggði á könnun á 9 dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu og stóð í eina viku eða frá mánudegi til laugardags. Sú kona sem oftast var nefnd eða sýnd á forsíðum blaðanna var hertogynjan af Cambridge.
Þessar niðurstöður eru mjög í samræmi við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið bæði í Bretlandi og raunar annars staðar líka þó ástandið sé eitthvað misjafnt eftir löndum.
Sjá einnig hér