Fréttir

Til varnar blaðamennsku í Tyrklandi

Til varnar blaðamennsku í Tyrklandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambands blaðamanna hefur ákveðið að hið árlega átak  „Til varnar blaðamennsku“, sem jafnan fer fram þann 5. nóvember, verði helgað áframhaldandi báráttu fyrir því að frelsa tyrkneska blaðamenn úr fangelsi.  Framkvæmdastjórnin segir að þrátt fyrir að ástandið í Tyrklandi sé hugsanlega að versna og þrýstingur á blaðamenn og aðra gæslumenn mannréttinda sé að aukast, þá hafi komið fram ákveðin merki um að átak EFJ og aðildarsamtaka þess um að „ættleiða“ tyrkneskan blaðamann hafi borið árangur. Margir hinna „ættleiddu“ blaðamanna hafa verið látnir lausir þó svo að enn eigi raunar eftir að rétta í máli margra þeirra. Þessar fréttir hafa ýtt undir frekari  aðgerðir af hálfu EFJ í Tyrklandi. Líkt og fyrir tveimur árum hefur EFJ nú hvatt aðildarfélög sín og félaga þeirra til að senda bréf til tyrkneskra sendiráða vítt um Evrópu og beina þannig athyglinni að þessu vandamáli og er hægt að nálgast form fyrir bréfið á heimasíðu EFJ hér.  Síðan mun EFJ, daginn eftir baráttudaginn sjálfan (sem er 5. nómvember) –  eða þann 6. nóvember, standa fyrir aðgerðum utan við Evrópuþingið. Þetta mun gerast að afloknu málþingi sem Evrópuþingið er mun standa fyrir um fjölmiðlafrelsi, þar sem Arne König forsti EFJ verður meðal ræðumanna. Þá hyggjast félagar úr EFJ og aðildarfélögum þess standa fyrir utan þingið og dreifa plaggi sem þeir kalla „Arrested Gasette“ sem þýða mætti sem hin „Handteknu tíðindi“. Í því dreifibréfi verða birtir útdrættir úr ýmsum skrifum þeirra blaðamanna sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi. Hér má sjá á ensku hin „Handteknu tíðindi“
Lesa meira
Tilkynning

Launakönnun BÍ af stað

Blaðamannafélag Íslands hefur undanfarin ár gert reglulega launakönnun á meðal fastráðinna félaga í BÍ. Nú er ein slík könnun í bígerð og munu blaðamenn á næstunni fá senda slóð á vefsvæði þar sem þeir geta svarað könnuninni. Könnunin er gerð af fyrirtækinu Intellecta sem er sérhæft í gerð slíkra kannana. Tryggt er að svör eru ekki rekjanleg til einstaklinga eða einstakra vinnustaða og sér Intellecta alfarið um að vinna úr svörunum og skila niðurstöðum til félagsins. Afar mikilvægt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo raunsönn mynd fáist af kjörum félagsmanna og samninganefndin geti haft niðurstöðurnar til samanburðar við aðrar upplýsingar sem eru til um kjör í stéttinni og hver þróunin hefur orðið frá því síðasta könnun var gerð fyrir þremur árum síðan. Hvert og eitt ykkar fáið einnig mikilvægar upplýsingar í hendurnar um það hvað verið er að greiða öðrum í sambærilegum störfum og með sambærilegan bakgrunn hvað varðar menntun, reynslu og ábyrgð.
Lesa meira
Tilkynning

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill HÍ

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill í HÍ: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir og Þorbjörn Broddason: "Hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu". Andri Már Sigurðsson: "Adapt or die: Media innovations and the erosion of media boundaries". María Elísabet Pallé og Valgerður Anna Jóhannsdóttir: "Breyttust fjölmiðlar eftir hrun? Umfjöllun prentmiðla um fjármálastofnanir". Guðbjörg Hildur Kolbeins: "Siðferði og starfshættir íslenskra blaða- og fréttamanna"   Sjá nánar: http://www.fel.hi.is/sites/fel.hi.is/files/dagskra_2012_rod2.pdf
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélagsins

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélags Íslands verður haldinn 8. nóvemberl nk. kl. 20.00 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23.  Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skipun stjórnar og lagabreytingar ef einhverjar tillögur koma fram. Einnig verður farið yfir greinargerð frá nefnd vegna sýningarinnar og svo önnur mál.
Lesa meira
Nýtt vefsetur Blaðamannafélagsins

Nýtt vefsetur Blaðamannafélagsins

Eins og lesendur press.is hafa séð hefur vefsetri Blaðamannafélagsins verið gjörbreytt og það endurnýjað frá grunni. Breytingarnar hafa staðið yfir í talsverðan tíma og á að vera tryggt að allt sem máli skiptir af gamla vefnum hafi flust yfir á nýja vefinn. Markmiðið með breytingunum var að gera vefinn einfaldari og skýrari og þar með auðvelda fólki að finna hina einstöku þætti sem vefurinn hefur að geyma. Samhliða hefur verið bætt við ýmsum nýjungum og munar þar trúlega mest um nýjan orlofsvef sem tekur gamla kerfinu langt fram að öllu leyti. Á nýja vefnum geta félagsmenn þannig sjálfir séð hver staðan er á útleigu orlofshúsa, hvað er laust og hvað ekki, og síðan pantað hús eða bústað eftir atkvikum á vefnum. Einnig eru ýmsar aðrar upplýsingar mun aðgengilegri á þessum vef en þær voru áður. Áfram verður félagið að sjálfsögðu með viðveru á samfélagsmiðlum og auðveldara á nú að vera að deila upplýsingum af press.is á slíkum miðlum en áður.  Það er von  stjórnar og forustu B.Í. að þessar breytingar falli félagsmönnum vel í geð og að þær verði til þess að gera upplýsingagjöf og upplýsingastreymi enn skilvirkara en áður.      
Lesa meira
Tilkynning

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsi

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsiSíðastliðið sumar kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja blaðamanna sem höfðu orðið að sæta ómerkingu ummæla fyrir íslenskum dómstólum og greiða miskabætur vegna skrifa sinna í tvö íslensk blöð. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,  sem verndar tjáningarfrelsið. Dómarnir hafa verið tilefni umræðu og vakið áleitnar spurningar um réttarstöðu blaðamanna, vernd tjáningarfrelsis, samspil stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og hlutverk íslenskra dómstóla á þessu sviði. Um þetta verður fjallað á næsta síðdegisfyrirlestri LOGOS. Dagskrá: 1. Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands - Breyting á réttarstöðu blaðamanna með lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla.2. Jakob Möller, hrl. - Frá Þorgeiri Þorgeirsyni til Bjarkar Eiðsdóttur- Dómaframkvæmd Hæstaréttar um tjáningarfrelsi í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins.3. Almennar umræður.Fundarstjóri verður Fannar Freyr Ívarsson, lögfræðingur. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, milli 16 og 18 fimmtudaginn 25. október. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir en tilkynnið vinsamlegast um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið oddur@logos.is.
Lesa meira
Fallið frá nefskatti fyrir ríkisútvarpið í Svíþjóð

Fallið frá nefskatti fyrir ríkisútvarpið í Svíþjóð

Í Svíþjóð hefur nú verið fallið frá áformum um að breyta fjármögnun ríkisútvarpsins þannig að í stað afnotagjalda yrði tekinn upp sérstakur tekjutengdur skakktur sem myndi fjármagna rekstur almannaútvarps. Menningamálaráðuneyti Svía hefur tilkynnt um að þessar hugmyndir verði setta á ís að sinni vegna þess að frekari skoðunar sé þörf.   Sérstök útvarpsnefnd hefur verið starfandi í meira en ár við að fara í saumana á því hvernig fjarmágna beri Sveriges Radio, Sveriges Television og Sveriges Utbildningsradio, og í síðasta mánuði kynnti nefndin tillögur sínar og þar var meðal annars að finna hugmyndir um sérstakan tekjutengdan sjónvarpsskatt eða nefskatt  sem allir yfir 18 ára aldri ættu að greiða. Nú hafa hugmyndirnar verið sendar út til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, en hugmyndin um tekjutengda nefskattinn er ekki meðal þess sem sent var út. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mótmæla einkavæðingu ríkismiðla í Portúgal

Mótmæla einkavæðingu ríkismiðla í Portúgal

Bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa lýst yfirmiklum áhyggjum vegna áforma stjórnvalda í Portúgal um að einkavæða að fullu eða hluta RPT, Ríkisútvarpið í Portúgal. Í síðustu viku lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir 2013 og þar er að finna áætlun um lokastig undirbúnings fyrir einkavæðingu RTP. Samkvæmt fjárlögunum og greinargerðinni með þeim er hugmyndin að draga saman framlög til RTP um 42,2% á næsta ári og jafnframt að draga úr styrkjum til hinnar hálfopinberu fréttaveitu Lusa um 30,9%. RTP er mjög öflugur fjölmiðill í Portúgal með 8 sjónvarpsrásir og 8 útvarpsrásir auk þess að vera þátttakandi í fjölmörgumöðrum sjónvarp- og útvarpsverkefnum með sjálfstæðum aðilum. Blaðamannafélag í Portúgals hefur fordæmt þessi áform og talar um lýðskrum, talnaleikfimi og rangar upplýsingar sem lið í því að réttlæta þennan gjörning. Ekkert sé gert með sjónarmið stórs hluta þjóðarinnar og spilling sé í spilunum, sem sjáist á því að nú eigi að munstra fyrrum forstjóra Heiniken sem nýjan útvarpsstjóra RTP. Blaðamannafélag Portúgals segir að sú aðgerð að einkavæða jafnvel bara að hluta útvarps og sjónvarpsstöðina myndi gera það ógerlegt að halda uppi fréttum frá öllum landsvæðum sem tilheyra Portúgal með þeim gæðum sem eðlileg verði að teljast hvað varðar upplýsingar, fræðslu, og menningarlegar skyldur. „Portúgalskir félagar okkar sem hafa efnt til andófs og mótmæla til að verja RTP geta reitt sig á stuðning og samstöðu frá EFJ,“ segir Arne König forseti Evrópusambands blaðamanna (EFJ). Við styðjum félaga okkar í öllum aðgerðum þeirra sem og í þeim aðgerðum sem farið hafa fram í fréttastofunni Lusa og á dagblaðinu Publico, en þar sjá menn fram á uppsagnir og niðurskurð á komandi vikum. Á tímum samdráttar, þegar lýðræðið sjálft og gildi þess verða fyrir miklum þrýstingi, teljum við mjög óskynsamlegt að skera niður með þessum hætti og þar með takmarka verulega þau tæki og þann farveg sem til er fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu,“ segir Arne König ennfremur. Sjá einnig hér
Lesa meira
Newsweek hættir prentútgáfu

Newsweek hættir prentútgáfu

Newsweek tilkynnti í gær að prentútgáfa tímaritsins, sem staðið hefur í 80 ár, yrði hætt og þetta fornfræga tímarit yrði nú alfarið á vefnum. Segja má að þetta sé enn eitt táknið um vanda prentiðnaðarins á tímum stafrænnar miðlunar. Newsweek hefur á umliðnum árum verið að berjast við síminnkandi auglýsingatekjur í prentútgáfunni, eins og raunar önnur bandarísk blöð og tímarit, og þurft að horfa á eftir þjóðflutningum lesenda frá prentuðu tímaritinu yfir til hinna meira og minna gjaldfrjálsu frétta á netinu. Útbreiðsla blaðsins hefur hrunið úr meira en fjórum milljónum eintaka fyrir rúmum áratug og niður í 1,5 milljón í fyrra. Síðasta prentaða útgáfa blaðsins mun koma út þann 31. desember næst komandi. Eins og þekkt er hefur Newsweek komið út í ýmsum útgáfum, bandarískri og og alþjóðaútgáfu, en í tilkynningu fyrirtækisins var ekkert fjallað um það mál að öðru leyti en því að vefútgáfan yrði ein heildstæð afurð. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg

Mannréttindadómar á íslensku

Athygli er vakin á því að búið er að setja hér á síðuna tengla á íslenska þýðingu á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Um er að ræða mál sem höfðuð hafa verið gegn íslenska ríkinu, þar á meðal mál  Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Tenglarnir eru í stikunni hér til vinstri undir yfirskriftinni "mannréttindadómar".
Lesa meira