- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Skrifstofa Ríkissaksóknara í Bretlandi (e: Crown Prosecution Service) hefur í hyggju að setja upp nýjar viðmiðunarreglur um hvað má og hvað má ekki varðandi yfirlýsingar í samfélagsmiðlum. Að sögn Keir Starmer, eins reyndasta og virtasta saksóknara embættisins eru núgildandi lög ekki nógu skýr og því brýnt að setja skýrari reglur. Hann segir jafnframt að slíkar reglur þurfi að vernda rétt manna til að vera stuðandi, því annars sé hætta á kælingaráhrifum, sem hafi slð almennt.sið alframt að það sla og virtasta saksæm áhrif á tjáningarfrelsið almennt.
Þessi yfirlýsing saksóknarans og áform embættisins koma í kjölfar mikillar umræðu um mál þar sem fólk hefur verið dæmt til refsingar vegan ummæla í samfélagsmiðlum. Einkum eru tvö mál í umræðunni. Annars vegar var Matthew Wood settur í fangelsi í 12 vikur sl. mánudag vegna ummæla sem hann lét falla um táningsstúlkuna, April Jones, sem var týnd. Hins vegar var Azhar Ahmed dæmdur til samfélagsvinnu fyrir að láta ummæli falla á samfélgamiðli um látna breska hermenn.
Ríkissaksóknaraembættið hyggst bjóða til almennrar umræðu um málið áður en reglurnar eru settr og fá til þeirra bæði háskólafólk og fólk frá samfélagsmiðlunum s.s. frá Facebook og Twitter. Í Bretlandi hefur fjöldi klögumála vegna ummæla á samfélagsmiðlum farið heldur vaxandi undanfarin ár og segja má að á vegum sakóknara víðs vegar í landinu sé að meðaltali fjallað um 50 slík mál á viku.