Óskað eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlaunaverðlauna
Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tveggja verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn verður hátíðlegur öðru sinni þann 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins voru veitt í fyrsta skipti á Degi íslenskrar náttúru í fyrra en þá fékk þau Ragnar Axelsson. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.
Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru.
13.06.2012
Lesa meira