Fréttir

Óskað eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlaunaverðlauna

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tveggja verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn verður hátíðlegur öðru sinni þann 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins voru veitt í fyrsta skipti á Degi íslenskrar náttúru í fyrra en þá fékk þau Ragnar Axelsson. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru.
Lesa meira

Íslendingar horfa minna á sjónvarp en Evrópubúar

Þrír af hverjum fjórum Íslendingum horfa á sjónvarp af sjónvarpsskjá daglega eða næstum daglega samkvæmt gögnum frá Standard Eurobarometer 76 sem voru til umfjöllunar á málþingi við Háskólann á Akureyri fyrir helgi. Þetta hlutfall er mun lægra en hjá löndum Evrópusambandsins og umsóknarlöndum, en þessi lönd eru inni í mælingum Eurobarameter, og er einungis Lúxemborg með minna daglegt áhorf en Íslendingar. Meðaltal ESB landa er vel yfir 80%. Hins vegar eru Íslendingar duglegri en flestir í að nota ýmsa rafræna miðla. Þá kom frama ð greinilegt kynslóðabil er í fjölmiðlanotkun á Íslandi, þar sem fólk undir fertugu notar marktækt meira samfélagsmiðla, netið og netsjónvarp en fólk yfir fertugu, en fólk yfir fertugu notar marktækt meira hefðbundna miðla s.s. sjónvarp af sjónvarpsskjá, dagblöð. Þetta er hægt að skoða frekar á glærum Kjartans Ólafssonar og Birgis Guðmndssonar frá málþinginu. Glærur KjartansGlærur BirgisHljóðupptaka af málþinginu í heild
Lesa meira

Fjölmiðlun á Íslandi og í Evrópu

Íslendingar eru Evrópumeistarar í notkun samfélagsvefja samkvæmt gögnum sem fram koma í upplýsingagrunninum EUROBARAMETER þar sem ýmsar kennitölur um fjölmiðla og fjölmiðlanotkun á Íslandi og í ESB löndum koma fram. Um 54% Íslendinga nota samfélagsvefi daglega eða næstum daglega en meðaltal Evrópusambandsríkja er 20%. Notkunin er mest í Skandinavíu og Eystrasaltsríkjum en minnst í Austur Evrópu, Portúgal, Írlandi og Ítalíu. Upplýsingar úr þessum gagnagrunni verða m.a. til umræðu á málþingi sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri á föstudag, 8. Júní frá kl 13:00 – 16:30, undir yfirskriftinni: Fjölmiðlun á Íslandi og í Evrópu.
Lesa meira

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2012 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur. Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi.Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps-eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum.Í tilefni af sextíu ára afmæli Norðurlandaráðs árið 2012 verður við úthlutun sérstök áhersla á norrænt þingmannasamstarf og afmælisþing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðkjörinna þingmanna og er sem slíkt ráð allra Norðurlandabúa. Hvaða þýðingu hefur samstarfið fyrir Íslendinga og aðra Norðurlandabúa og hvað er hægt að gera til að efla þýðingu þess enn frekar?
Lesa meira

Bætur á grunni ákvæðis sem fallið er úr gildi

Jón Bjarki Magnússon blaðamaður var í gær dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar vegna ummæla sem hann hafði eftir nafngreindu fólki í frétt í DV, fólki sem jafnframt staðfestir að ummælin hafi verið höfð rétt eftir sér. Málið tengist forsjárdeilumáli. Hæstiréttur lækkar þó um helming upphæð miskabótanna, í 250.000 kr. og fellir niður málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómurinn er að öðru leyti staðfesting á dómi héraðsdóms og byggir á höfundarákvæðum prentlaga frá 1956 en þessum ákvæðum hefur verið breytt með nýju fjölmiðlalögunum. Hæstiréttur telur hins vegar að dæma beri í svona tilfellum eftir gömlu lögunum þrátt fyrir ákvæði um af refsingu eigi ekki að gera fólki ef lögum hefur breytt þannig að gjörningur verði refsilaus. Þetta er vegna þess að greiðsla miskabóta og ómerking ummæla eru ekki „refsing“ í skilningi laga.Sjá dóminn hér
Lesa meira

EFJ aðalfundur í skugga óvissu blaðamennsku

Aðalfundur Evrópusambands blaðamanna verður haldinn 15-17 júní næstkomandi í Bergano á Ítalíu. Fundurinn er haldinn nú þegar talsverð óvissa og óöryggi blasir við blaðamennsku í Evrópu, bæði vegna fækkunar fastra starfa í blaðamennsku og minnkandi faglegra gæða. Kastljósi Evrópusambands blaðamanna á umliðnum mánuðum hefur verið beint að þeim stöðum þar sem staðan hefur verið hvað alvarlegust, s.s. Tyrklandi og Ungverjalandi, en afsláttur af gæðum og umtalsverðar uppsagnir blaðamanna hafa einnig verið að grafa um sig víðar í álfunni, eins og í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu. Fjármálakreppan og aðhaldsaðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar hennar hafa í mörgum tilfellum haft skelfileg áhrif á störf og aðstæður blaðamanna.
Lesa meira

Bág staða fjölmiðlamanna í Aserbaídsjan

Alþjóðasamband blaðamanna( IFJ) hefur sent frá sér áskorun til evrópskra blaðamanna um að beina kastljósinu að fjölmiðlafrelsi og slæmri meðferð blaðamanna í Aserbaídsjan í tilefni af Söngvakeppni evrópskra sjónarvarpsstöðva. “Blaða- og fréttamenn hvaðan æva úr Evrópu, sem nú streyma til Bakú til að fjalla um vinsælasta tónlistarviðburð álfunnar ættu einnig að beina kastljósi sínu að meðferð gestgjafanna á kollegum þeirra í Azeraijan,” segir Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ. Enn er óupplýst morðið á blaðamanninum Rafig Tagi frá í nóvember 2011 og um sex blaðamenn eru annað hvort í fangelsi eða á leiðinni þangað. Blaðamannfélag Aserbaídsjan (JUHI) hefur nú ýtt úr vör átaki gegn vaxandi ofbeldi gegn starfsfólki fjölmiðla og hefur félagið nefnt um 30 ólík mál í því sambandi á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
Lesa meira

Blaðamannastörf um allan heim

Evrópska blaðamannamiðstöðin (EJC) hefur sett upp miðlægan vef, JournaJobs.eu, þar sem blaðamenn heimsins – sem nota hin ýmsu tungumál – geti séð á einum stað hvaða störf eru í boði. Þarna eru skráð bæði tímabundin verkefni og fastar stöður af öllu tagi. Íslenskum blaðamönnum sem öðrum gefst þarna tækifæri á að skoða hvaða störf eru í boði út um allan heim ef þeir á annað borð treysta sér til að vinna á því tungumáli sem gildir á viðkomandi vinnustað.Sjá hér
Lesa meira

Danir og áskrift blaða á netinu

Danir ræða nú hvort og hvernig dagblöðin muni fara að rukka fyrir fréttir og ritstjórnarefni sem birt er á vefnum. Á heimasíðu danska Blaðamannafélagsins er meðal annars umfjöllun um málið og vitnað til greinar sem fræðimaður við Hróarskelduháskóla, Ida Willing, skrifaði í Berlinske. Hún telur þrjú atriði benda til þess að danskir fjölmiðlaneytendur séu tilbúnir til að greiða fyrir ritstjórnarefni á netinu. Í fyrsta lagi segir hún að Danir séu þegar að borga háar upphæðir fyrir ritstjórnarefni í blöðunum – líka þeir sem ekki eru áskrifendur að þeim. Þetta gera skattgreiðendur í gegnum styrkjakerfið sem nemur um 6 milljörðum danskra króna. Þrátt fyrir óvissu sem þetta þýddi varðandi áskrifendur væri ljóst að þessir miðlar nytu áfram umtalsverðs stuðnings frá skattgreiðendum.
Lesa meira

Fallinni hetju vottuð virðing

Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna hafa sent blaðamönnum í Úkraínu samúðarkveðjur vegna fráfalls fyrrum leiðtoga úkraínskra blaðamanna, Igors Luvchenko. „NUJU, Blaðamannafélag Úkraínu, hefur misst sinn mesta leiðtoga og öflugasta baráttumann. Igor barðist allt sitt líf fyrir málstað blaðamanna í Úkraínu. Ég vil fyrir hönd hinnar stóru blaðamannafjölskyldu heimsins votta þessari hetju virðingu okkar og færa vinum og ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Jim Boumella forseti Alþjóða blaðamannasambandsins, IFJ.Sjá einnig hér
Lesa meira