- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mikael Torfason hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttatímans ásamt Jónasi Haraldssyni. Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri, er að taka við sem framkvæmdastjóri blaðsins af Teiti Jónassyni, enTeitur verður áfram útgefandi blaðsins og útgáfustjóri.
Á föstudag kemur 100. tölublað Fréttatímans út en í október á blaðið tveggja ára afmæli. Í tilkynningu frá Fréttatímanum segir að þessar breytingar séu liður í endurskipulagningu blaðsins og að óbreytt eignarhald og bjartir tímar séu framundan á Fréttatímanum. Þá segir einnig að Jónas sé með yfir 35 ára reynslu af blaðamennsku, en Mikael hefur verið blaðamaður á Íslandi síðustu 16 ár. Hann hóf fyrst störf á Dagblaðinu Vísi og var ritstjóri fylgiritsins Fókuss. Þá var hann einnig fréttastjóri innblaðs á Fréttablaðinu, ritstjóri DV, aðalritstjóri Fróða og Birtíngs. Jónas tók við af Jóni Kaldal, stofnanda blaðsins, sem ritstjóri í apríl síðastliðnum.