- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í vefútgáfu danska Blaðamannsins er áhugaverð úttekt á þeim þremur málefnum sem varða blaðamenn og fjölmiðla miklu og verða á komandi hausti afgreidd með einhverjum hætti af stjórnmálamönnum á Folketinget í Kristjánsborg. Þessi atriði eru áhugaverð, ekki síst í ljósi þess að umræðan á Íslandi hefur að undanförnu snúist að nokkru leyti um svipuð atriði.
Þau þrjú mál sem danski Blaðamaðurinn telur upp eru: Pressenævn (siðanefndin), fjölmiðlastyrkir og upplýsingalög.
Varðandi málefni siðanefndarinnar (sem er að hálf opinber og byggð á lagaákvæðum í Danmörku) þá hafði verið boðað, að á þinginu í haust myndi hugsanlegakoma fram tillaga um strangari viðurlög við við brotum blaðamanna á siðareglum. Þetta hefur eðlilega mætt mikilli andstöðu og líkurnar á því að eitthvað þessu líkt komi fram hafa raunar minnkað. Þar munar mest um að Blaðamannafélagið og helsu talsmenn fjölmiðla hafa bent á meðal annars fyrir þingnefndum - að betra sé að hafa ábyrgðina inni í faggreininni sjálfri. Jafningjaeftirlit innan stétarinnar sé mun áhrifaríkara en valdboð að ofan. Kunnugleg umræða héðan frá Íslandi!
Varðandi fjölmiðlastyrkina þá eru uppi hugmyndir um að breyta þeim og viðvarandi ágreiningur er um að hvort þessir styrkir séu í raun rekstrarstyrkir eða lýðræðisstyrkir. Þá er ekki síður mikilvægt hverjir fá styrki og hvaða skilyrði eru sett fyrir því að fá þá. Nokkuð kunnugleg umræða í fjársvelti og rekstrarerfiðleikum íslenskra fjölmiðla!
Varðandi upplýsingalögin þá vill Blaðamaðurinn danski taka það mál upp og endurskoða ákvæði um heimildir stjórnmálamanna til að halda upplýsingum leyndum, en dómsmálaráðherrann Bödskov hefur vísað slíku á bug. Kunnugleg umræða um endurskoðun upplýsingalaga héðan frá Íslandi!