Fréttir

Blaðamannafélagið um RÚV-frumvarpið

Blaðamannafélagið hefur sent nefndarsviði Alþingis umsögn sína um frumvarp um RÚV. Í umsögninni er því m.a. fagnað að í frumvarpinu er kveðið á um að málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir brottrekstri blaðamanna, "enda nauðsynlegt að tryggja sem best starfsöryggi blaðamanna." Sjá umsögnina í heild hér
Lesa meira

Globe and mail mun rukka fyrir netaðgang

Stærsta dagblaðið í Kanada, Globe and Mail, hefur nú ákveðið að rukka áskrift fyrir aðgang að blaðinu á netinu. Fylgir kanadíska blaðið þar fordæmi ýmissa annarra stórblaða s.s. New York Times sem á undanförnum misserum hafa farið þessa leið. Netáskriftir eru nú að verða eins konar lausnarorð hjá grónum dagblöðum sem hafa á undanförnum árum staðið frammi fyrir stöðugt minni lestri á prentútgáfum blaðanna. Globe and Mail tilkynnti í síðustu viku að frá og með haustinu yrði farið að rukka fyrir aðgang að efni blaðsins, en eins og t.d. hjá New York Times verður eftir sem áður ákveðinn hluti af ritstjórnarefninu á vefnum í ókeypis aðgangi.Sjá meira hér
Lesa meira
Larry Kilman

Tæknibreytingar og blaðamennska

World Editors Forum, sem er hópur innan Alþjóðasamtaka blaðaútgefenda fundaði á svokölluðum yfirmannafundi ritstjórna (Newsroom Summit) í Hamborg á föstudag. Þar var sérstaklega verið að fjalla um þær breytingar sem ritstjórnir og fréttastofur standa frammi fyrir vegna örra tæknibreytinga og nýrra miðlunarmöguleika, sem og breyttrar notkunar fólks á fjölmiðlum. Larry Kilman hefur á bloggi sínu tekið saman  nokkur ummæli helstu forustumanna á þessu sviði sem féllu á fundinum. Ein ummælin eru frá Paul Lewis verkefnaritstjóra hjá Guardian í Bretlandi. Hann segir: „Aldrei fyrr höfum við haft aðgang að eins miklum upplýsingum og það hafa aldrei áður hafa möguleikarnir til að stunda blaðamennsku verið jafn ótakmarkaðir“.  Sjá meira hér
Lesa meira

IFJ: Frelsi fyrir fangelsaða blaðamenn

IFJ Marks World Press Freedom Day by Calling for Release of Jailed Journalists The International Federation of Journalists (IFJ) and its affiliates are marking this year’s World Press Freedom Day by calling for the release of journalists held for their professional activities. The IFJ says that reform of criminal defamation law and anti-terror legislation is urgently needed as they account for the majority of reporters’ detention cases.  “We are witnessing unprecedented levels of criminal litigation against journalists in many countries,” said IFJ President, Jim Boumelha. “This is one of the worst forms of censorship facing media and governments must repeal criminal defamation law and review the anti- terror laws which represent a major obstacle to genuine press freedom.”  Over 150 journalists are in currently in jail around the world, some of whom have been detained for years without trial. In China, over 20 journalists have been arrested as the authorities continue their attempts to control and censure independent reporting.
Lesa meira

EFJ: Tyrkland enn í kastljósinu

World Press Freedom Day: in Europe Turkey Still in Focus The European Federation of Journalists (EFJ), the European group of the International Federation of Journalists (IFJ), marks World Press Freedom Day by focusing on the severe threats to press freedom in Europe, with a special focus on over 100 imprisoned journalists in Turkey .     The EFJ also marked the day by calling for EU action to support the campaign for press freedom in Hungary. "Hungary has shown that the mobilisation of democratic forces can have some impact on the public, but our Hungarian colleagues still have a long way to go due to the unprecedented pressure of its government. Much more is needed to guarantee journalists' rights" said EFJ President Arne König. The EFJ is calling on the Council of the European Union, with support from the European Parliament and the European Commission, to take action against Hungary under Article 7 of the EU Treaty, on the grounds that deteriorating media freedom in the country constitutes a clear risk of a breach of common EU values. Under that provision, the council may suspend rights of the offending member state, including the voting rights of its representatives in the council.
Lesa meira
Ávarp Ban Ki-moon og Irina Bokova

Ávarp Ban Ki-moon og Irina Bokova

Sameiginlegt ávarp Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Irinu Bokova, framkvæmdastjória UNESCO, á Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis 3. maí 2012:  Tjáningarfelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda.  Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín.  Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs- og kraftmikils samfélags.
Lesa meira
Tilkynning

Frestur sumarleigu orlofshúsa til 12. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með fimmtudeginum 12. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð á press.is en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 1. júní til og með 31.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús. Myndir og uppl. á heimasíðu BÍ press.is Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Orlofssjóður verður ekki með hús í Bolungarvík til leigu í sumar eins og í fyrra. Veiðikort og hótelkort verða hins vegar til sölu eins og á síðasta ári á nýjum orlofsvef sem unnið er að að koma í loftið. Munið 12. apríl. Kv. Hjálmar
Lesa meira
Alþingi

Frumvarp um eingarhald komið fram

Fram er komið á Alþingi frumvarp um reglur um eignarhald fjölmiðla, en frumvarpið kemur fram sem breytingar eða viðbót við gildandi fjölmiðlalög frá því í fyrra. Frumvarpið byggir í ölum aðalatriðum á starfi nefndar um eignarhald á fjölmiðlum sem starfaði undir stjórn Karls Axelssonar og skilaði af sér í september síðast liðnum.  Samkvæmt frumvarpinu verða ekki fastsettar reglur eða hlutfallstölur um eignarhald, heldur verða matskenndar heimildir færðar Samkeppniseftirlitinu til að grípa inn í ef samþjöppun er talin of mikil. Fjölmiðlanefnd er Samkeppniseftirlitinu til ráðgjafar í þessum málum.
Lesa meira
Tilkynning

Formannsmolar - orlofshús!

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2012 frá miðvikudeginum 4. apríl til þriðjudagsins 10. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.Kv.Hjálmar
Lesa meira
pressukvöld um siðareglur

pressukvöld um siðareglur

Pressuköld um endurskoðun siðareglna BÍ verður haldið næstkomandi þriðjudag 17. jan klukkan 20 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23. Framsögumenn: Björn Vignir Sigurpálsson, formaður siðanefndar BÍ, Birgir Guðmundssonar, ritstjóri Blaðamannsins, Jakob Bjarnar Grétarson, blaðamaður. Endurskoðun siðareglna BÍ hefur verið á dagskránni nokkur undanfarin ár.
Lesa meira