- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Nýbirt skýrsla frá verkefni Pew Rannsóknarmiðsöðvarinnar um gæði í blaðamennsku sýnir það sem marga hefur grunað varðandi upphaf kosningabaráttu þeirra Baraks Obama og áskorandans Mitt Romney, að slagurinn í fjölmiðlum hefur verið álíka neikvæðum nótum og upphaf forsetakosningabaráttu í undanfarin skipti. Obama hefur fengið um 28 prósent jákvæða umfjöllun og 72% neikvæða, en Romney 29% jákvæða umfjöllun en 71% neikvæða. Teið er fram að vegna skekkjumarka í mælingunni sé ekki hægt að sjá að umfjöllunin um annan frambjóðandann sé jákvæðari eða neikvæðari en hinn.
Pew hefur í undanförnum forsetakosningum gert rannsóknir á umfjölluninni um frambjóðendur í fréttum og í ár var þessu haldið áfram með þvíað gera innihaldsgreiningu á efni nokkurra valinna miðla frá því í lokk maí fram til 5.ágúst. Eins og áður hefur komið fram í könnunum af þessu tagi þá skiptir það miklu máli hvaða miðill er til skoðunar þegar kemur að því að sjá hvort umfjöllun er jákvæð eða neikvæð. En til viðbótar við það að munur er milli einstakra miðla þá kemur greinilega fram að tegun miðils skiptir máli. Þannig er heildarniðurstaðan sú að umfjöllun í dagblöðum sé í mestu jafnvægi allra miðla, þar með talið vefmiðlum.