Fréttir

70 blaðamenn drepnir á fyrri helmingi 2012

70 blaðamenn drepnir á fyrri helmingi 2012

Að minnsta kosti 70 blaðamenn og aðrir starfsmenn fjölmiðla hafa verið drepnir í vinnunni á fyrri hluta þessa árs. Þar með eru fyrstu sex mánuðir ársins 2012 að verða eitthvert blóðugasta tímabil sögunnar hvað þetta varðar. Í Sýrlandi einu hafa fimmtán verið drepnir á þessum tímabili samkvæmt upplýsingum frá News Safety Institute (INSI) í Cardiffháskóla. Á eftir Sýrlandi hafa flestir verið drepnir í Nígeríu þar sem sjö hafa látið lífið, Brasilía, Sómalía, og Indónesía þar sem fimm hafa látist. Til samanburðar voru allt árið 2011 drepnir 124 blaðamenn við störf sín og þar af 56 á fyrstu 7 mánuðum ársins. Það vekur athygli í þessari úttekt að flest dauðsföllinn verða í löndum þar sem formlega er friðarástand en yfir fjörtíu blaðamenn voru drepnir í löndum sem ekki áttu í neins konar stríði. Í flestum tilfellum var þar um að ræða ofbeldi af hálfu glæpahópa sem iðulega njóta þegjandi samþykkis stjórnvalda eða valdamikilla stofnana í viðkomandi þjóðfélögum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Vinningsmyndin í fyrra þegar þemað var

Alþjóðleg ljósmyndakeppni EJC

Evrópska blaðamennskumiðstöðin (EJC) hefur nú kynnt fjórðu alþjóðlegu ljósmyndakeppnina „Smelltu um það" (Click about it) og er þemað að þessu sinni „Kreppa og hamfarir". Keppnin er haldin í samstarfi við ýmsar stofnanir og ráðuneyti vítt um heim og er hugmyndin að draga fram bestu myndirnar annað hvort frá áhugaljósmyndurum eða atvinnumönnum sem tengjast þessu þema. Þemað gæti hentað íslenskum ljósmyndurum vel, og er keppnin því sérstaklega áhugaverð að þessu sinni. Eftirfarandi viðfangsefni flokkast undir þema keppninnar: -Náttúruhamfari s.s. flóð, jarðskjálftar hvirfilbilir eða eitthvað af þeim toga. - Pólitískar óeirðir eða mótmæli af einhverjum toga, allt frá friðsamlegum mótmælum upp í hatrömm átök. -Vopnuð átök, stríð og uppreisnir ýmist alþjóðleg, svæðisbundin eða staðbundin. - Fjármálakreppan, hvernig fjármálakreppa getur birst í hinum ýmsu myndum og haft áhrif á líf almennings. -Þróunarkreppa, hvernig kreppur og vandamál geta skapast í tengslum við heilsuspillandi umhverfi, vatnsskort,og skort á hreinlæti og menntun. -Borgarlíf, hvernig mannfjölgunarsprengjan getur haft áhrif á líf fólks í borgum. -Loftslagsbreytingar, merki um það hvernig loftslagbreytingar eru að eiga sér stað, ekki síst ummerki í nágrenni við daglegt líf almennings. Alls verða veitt sjö verðlaun, en tvenn aðalverðlaun eru þó í boði. Þau felast í skoðunarferð sem tengist þema keppninnar, en fimm aukaverðlaun munu jafnframt veitt, en þau eru 200 dala ávísun á bækur eða varning frá Amazon. Tekið er á móti myndum í keppnina fram til 29. október næst komandi og alþjóðleg dómnefnd mun velja myndirnar og verðlaunamyndir verða kynntar þann 23.nóvember. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Frá afhendingu verðlaunanna í fyrra, en þá fékk Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu verðlau…

Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins

Ástæða er til að minna á að frestur fyrir tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins sem umhverfisráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru rennur út 15. ágúst næstkomandi. Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Nánar má lesa um verðlaunin hér. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sitja María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Fjölmiðlafólk er eindregið hvatt til að senda inn tilnefningar vegna verðlaunanna. Tilnefningar með rökstuðningi berist Umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@umhverfisraduneyti.is Við sama tilefni er einnig veitt náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.
Lesa meira

"Don´t tweet me this way!"

Blaðakonur í Bretlandi og ugglaust víðar, sem starfa við netfjölmiðla og blogg, hafa á síðustu misserum orðið fyrir talsverðu kynbundnu einelti á netinu. Þetta varð tilefni til þess að breska blaðamannasambandið NUJ efndi til ráðstefnu á dögunum undir yfirskriftinni: „Don´t tweet me this way – still sexist and not just on paper." Micelle Stainstreet, framkvæmdastjóri NUJ segir að aðgerða sé þörf gagnvart ristjórum netmiðla sem láti hvers kyns óþverraskap og kynbundna niðurnlægingu viðgangast. Hún segir: „Ritstjórarnir myndu aldrei leyfa sér að prenta svona í dagblöðum og hvers vegna á þá að láta það viðgangast á netmiðlun? Frásögn af þessari ráðstefnu og fleiru er varðar jafnrétti í fjölmiðlum er að finna í jafnréttisfréttabréfi IFJ sem sjá má hér.
Lesa meira
Reddit Edit gerir auðveldara að finna fréttamál

Reddit Edit gerir auðveldara að finna fréttamál

Freelance blaðamaður og forritari hjá Guardian og New York Times, hefur útbúið sérstaka ritstýrða útgáfu af safnsíðunni „Reedit" sem hann kallar „Reddit Edit". Reddit er sem kunnugt er víðfræg safnsíða þar sem fréttum víða að úr heiminum og frá aðskiljanlegustu uppsprettum er safnað saman en lesendur geta síðan kosið hvort við komandi efni sé áhugavert eða ekki og niðurröðun efnisins miðast við hvað lesendur segja. Í hinni nýju útgáfu er aðgengi og flokkun á fréttum gerð enn aðgengilegri og er hugsuð sem skjót leið fyrir blaðamenn til að kynna sér og ákveða efni til að skrifa um og byggja á. Reddit vakti sérstaka athygli heimspressunnar á dögunum þegar morðin voru framin í kvikmyndahúsi í Aurora í Colorado á frumsýningu Batman myndarinnar, fyrir það hvernig stórviðburður heimsfréttanna var dekkaður þar. Þannig talaði Keith Wagstaff hjá Time m.a. um að enginn frétta eða samfélagsmiðill hefði fjallað um þann atburð á hraðari og ítarlegri hátt en einmitt Reddit.
Lesa meira
Fréttabréf EFJ fyrir júlí

Fréttabréf EFJ fyrir júlí

Í júlí - fréttabréfi Evrópusambands blaðamanna er meðal annars fjallað um þing sambandsins frá því fyrr í sumar. Á þinginu var hugur fólks nokkuð bundinn við aðferðir og leiðir til að svara erfiðu atvinnuástandi meðal blaðamanna í álfunni, en mjög víða hefur fjölmiðlum verið steypts saman eða þeim hreinlega lokað og fjöldi blaðamanna og annars fjölmiðlafólks misst vinnuna í kjölfarið. Þá haf menn ekki síður af samþjöppun eignarhalds og þeim hættum sem það hefur í för með sér bæði fyrir sjálfstæði ritstjórna og almennt fyrir fjölbreytni í fjölmiðlum, sem er jú ein af grundvallarforsendum þess að fjölmiðlarnir geti virkað sem upplýsingakerfi lýðræðisins. Þá má til gamans geta þess að í fréttabréfinu er frétt um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli tveggja blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Fréttin er undir yfirskriftinni: Journalists "right to quote criticism of strip clubs" Hægt er að skoða fréttabréf EFJ fyrir júlí með því að smella hér.
Lesa meira
Áhyggjur af fjölbreytni fjölmiðla í Frakklandi

Áhyggjur af fjölbreytni fjölmiðla í Frakklandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna stöðu á fjölmiðlamarkaði í Frakklandi, eftir að dagblaðinu France Soir var lokað og svipuð örlög blasa við nokkrum svæðisblöðum sem eru í eigu Hersant útgáfusamsteypunnar (GHM). „Endalok France Soir markar enn eitt höggið fyrir fjölbreytnina í frönsku fjölmiðlalandslagi, en þessi lokun kemur beint í kjölfar þess að dagblaðið La Tribune hvarf af sjónarsviðinu," segir Arne König forseti EFJ. „Auk þess þýðir þetta að hundruð starfsmanna við fjölmiðlun mun missa vinnuna. Hneykslismálin í Bretlandi í kringum Murdoch veldið sýna hversu hættulegt það getur verið þegar dregið er verulega úr fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum," segir König ennfremur. Um leið og þessi samdráttur verður á landsdekkandi miðlum eru héraðs- og svæðismiðlar sem tilheyra Hersant útgáfusamsteypunni í mikilli vörn. Samsteypan hefur átt í viðræðum við belgíska útgáfufyrirtækið Rossel group um sölu á fjölmörgum blöðum, en sú söluumræða hefur byggst á því að samhliða muni mikill niðurskurður og lokanir á blöðum eiga sér stað. EFJ krefst þess að þessar viðræður og áform um hagræðingu fari fram fyrir opnum tjöldum og að gagnsæi verði tryggt, enda varði þetta mál atvinnu og afkomu hundruða manna auk þess sem fjölbreytni fjölmiðlamarkaðarins í Frakklandi sé í húfi.
Lesa meira
Hér má sjá bangsa sem hent var niður úr flugvélinni sem rauf lofthelgina.

Fangelsaður vegna "bangsa"-máls

Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna hafa krafist þess að blaðamaðurinn Anton Surapin frá Hvíta Rússlandi verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi, en stjórnvöld þar í landi handtóku hann fyrr í mánuðinum fyrir að birta mynd af böngsum sem varpað hafði verið niður úr flugvél yfir Hvíta Rússlandi. Bangsarnir komu frá sænsku auglýsingafyrirtæki og voru áfastir við þá miðar með ýmsum skilaboðum um að styðja bæri við tjáningarfrelsi í Hvíta Rússlandi. Flugvélin sem varpaði niður sænsku böngsunum rauf lofthelgi í Hvíta Rússlandi og er ekki vitað hvernig henni tókst að komast framhjá lofvarnarkerfi hersins. För sænsku vélarinnar er því auðmýkjandi fyrir hermálayfirvöld í Hvíta Rússlandi og grefur undan tiltrú á getu þeirra til að verja landið. Hlutur blaðamannsins í þessu er hins vegar sá einn að hafa tekið við mynd af þessum böngsum og birt hana á netútgáfu fjölmiðils síns, en blaðamaðurinn er raunar 20 ára gamall nemi í blaðamennsku og birti myndina á vefsíðu fyrir fréttamyndir. Hann hefur nú verið kærður fyrir að aðstoða sænsku vélina við að rjúfa lofthelgi landsins og hefur ekki fengið að hitta fulltrúa blaðamannafélags landsins né fjölskyldu sína. Allt væri þetta mál fáránlegt og jafnvel broslegt ef ekki vægi fyrir þá staðreynd að blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér 7 ára fangelsisvist. „Þetta mál væri næstum fyndið ef ekki væri fyrir það að blaðamaðurinn sem í hlut á gæti þurft að gjalda 7 ár af frelsi sínu til að reyna að lappa upp á sært stolt stjórnvalda sem voru auðmýkt með þessum atburði. Það verður einfaldlega að falla frá öllum kæruliðum strax, áður en þetta mál með sinni sérstöku blöndu af gríni og grimmd verður efni í farsa í ætt við myndir Sacha Baron Cohen (Boarat)," segir Jim Boumelha, forseti Alþjóðasambands blaðamanna. Arne König formaður Evrópusambandsins tekur í sama streng og segir: „Þetta mál er áminning um grímulausa valdbeitingu stjórnvalda, sem handtaka stúdent í Minsk fyrri að birta myndir af vandræðalegu öryggismálaklúðri hundruð kílómerta í burtu. Stjórnin á að sleppa Surapin án tafar," segir König.
Lesa meira
Tvö bresk blöð brjóta réttarfarslög

Tvö bresk blöð brjóta réttarfarslög

Tvö bresk síðdegisblöð hafa í héraðsdómi í London verið fundin sek um að brot á réttarfarsreglum og að spilla fyrir dómsmáli með umfjöllun sinni um málið. Umfjöllun Daily Mail og Daily Mirror um morðmál og brottnám ungrar skólastúlku á meðan að málið var í dómsmeðferð var talin þess elðis að blöðin hefðu hugsanlega haft veruleg áhrif á þá kviðdóminn sem skipaður hafði verið, og að ekki yrði unnt að segja að kviðdómurinn kæmi óvilhallur og fordómalaus að málinu. Í framhaldinu höfðaði saksóknari mál á hendur blöðunum, sem gripu til varna og sögðu fréttaflutning sinn ekki hafa verið þess eðlis að hann vekti upp umtalsverða fordóma gagnvart hinum ákærða. Blöðin voru hins vegar fundin sek um að hafa spillt réttarhöldunum og birt upplýsingar sem kviðdómendur höfðu ekki fengið og sett þær fram á þann hátt að þær væru til þess fallnar að valda hjá þeim fordómum. Þar með hefðu blöðin ekki virt þær réttarfarsreglur sem gilda í Bretlandi, þ.e. þær reglur sem gilda um málsmeðferð fyrir dómi og hvernig fjölmiðlar þurfi að umgangast þær. Sjá einnig hér
Lesa meira
Sjálfhverfa hjá stórum fréttamiðlum

Sjálfhverfa hjá stórum fréttamiðlum

Svo virðist sem mikil sjálfhverfa einkenni veftengingar (hyperlinks) hjá stórum og almennum fréttaveitum, en þessar veftengingar eiga að bæta frekari efnisatriðum og upplýsingum við fréttirnar sem þessir fréttamiðlar eru að flytja. Samkvæmt könnun Marks Coddington við Texasháskóla í Austin, Texas, eru 91% allra veftenginga (hyperlinks) hjá almennum stórum fréttaveitum í þær sjálfar, þ.e. þær tengja við efni og upplýsingar sem hafa komið fram hjá þeim áður. Hins vegar skoðaði Coddington einnig veftengingar hjá almennum sjálfstæðum bloggurum og komst að því að þeir tengja aðeins í 18% tilfella í sjálfa sig. Sjá einnig hér
Lesa meira