- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjöldauppsagnir hafa verið boaðaðar hjá danska útgáfurisanum Berlinske Media, sem gefur út fjölda dagblaða og rekur marga aðra fjölmiðla. Tilkynning um uppsagnir og samdrátt koma aðeins hálfu ári eftir að farið hafði verið í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir með uppsögnun, samdrætti og hagræðingu. Formaður danska Blaðamannafélagsins, Mogens Blicher Bjerregård, lýsir undrun yfir þessum ráðstöfunum og segir að það sé ekki vænlegt til rekstrarárangurs að skera niður starfsemina aftur og aftur. Fyrirtæki verði ekki sterkari, betri eða með meiri lífskraft sé slíkum aðferðum beitt.
Alls er áætlað að leggja niður 83 stöður, mest í stjórnun og stoðkerfi fyrirtækisins en þó er ákveðið að segja upp 13 blaðamönnum. Þess utan fylgja þessu ýmsar breytingar og hagræðing sem felur í sér skerðingu á ritstjórnarlegri getu. Af þeim 83 stöðum sem leggja á niður eru 17 ómannaðar í augnablikinu þannig að það verða 66 manns sem beinlínis þarf að segja upp. Þetta á að spara fyrirtækinu 16 milljónir danskra króna á árinu.