- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Enn bætist í hóp þeirra dagblaða í Norður Ameríku sem rukka fyrir aðgang að ritstjórnarefi á netsíðum þeirra. Nú hafa fjögur vinsæl og víðlesin dagblöð í Kanada, sem öll tilheyra útgáfukeðjunni Postmedia, tilkynnt að þau muni krefja lesendur um greiðslu fyrir ristjórnarefni á vefsíðum blaðanna.
Þetta eru blöðin Ottawa Citizen, Vancouver Province, Vancouver Sun og National Post, en til að byrja með í að minnsta er hugmyndin að krefjast aðeins vægs gjalds, eða 99 centa á mánuði fyrir fullan aðgang að síðum blaðanna og iPad appa". Eftir sem áður geta allir sem þess óska lesið helstu fréttir (breaking news) og annað slíkt frítt, en vilji menn meira unnið efni þurfa þeir að borga. Þó verður eins konar gjaldfrjáls kvóti því allir munu geta lesið 15 unnin efnisatriði á mánuði án þess að greiða fyrir.
Talsverður fjöldi dagblaða í álfunni hefur á umliðnum misserum breytt um stefnu hvað varðar gjaldtöku fyrir ritstjórnarefni á vefnum og leitað leiða til að bæta upp minni auglýsingatekjur blaðanna. Bæði í Kanada og Bandaríkjunum hafa útgáfur fylgst grannt með velgengni New York Times í þessum efnum sem nú þegar er komið með um hálfa milljón áskrifenda að vefsíðum sínum sem skapar fyrirtækinu tekjur sem skipta það máli.