- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Embættismaður í Ekvador fullyrti í samtali við Guardian í gær að forseti landsins, Rafael Correa, hygðist veita Julian Assange pólitískt hæli. Blaðið hafði þetta eftir nafnlausri heimild og nú hefur forsetinn sjálfur í twitterfærslu sagt að orðrómur um að Assange fá pólitískt hæli sé úr lausu lofti gripinn engin ákvörðun hafi verið tekin og hann bíði enn eftir skýrslu um málið.
Sem kunnugt er hefur Julian Assange stofnandi WikiLeaks verið í sendiráði Ekvador í Lundúnum síðustu tvo mánuði og hefur hann formlega sótt um pólitískt hæli.