Fréttir

Vinningshafarnir í fyrra, Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni …

Tilnefningafrestur Umhverfis-fjölmiðlaverlauna er til 18. ágúst

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Tilnefningar vegna verðlaunanna skulu berast fyrir 18. ágúst 2014 Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru Á síðasta ári féll Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður þessi verðlaun en við sama tækifæri var Vigdísi Finnbogadóttur veitt Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls sagði: „Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu.“ Sjá einnig hér  
Lesa meira
Times gagnrýnt fyrir að vilja ekki birta auglýsingu gegn Hamas

Times gagnrýnt fyrir að vilja ekki birta auglýsingu gegn Hamas

The Times í Bretlandi sætir nú nokkurrri gagnrýni fyrir að vilja ekki birta auglýsingu í blaðinu þar sem Hamas samtökin eru gagnrýnd.  Fullyrt er að með þessu sé blaðið að taka þátt í mikilli bjögun á umfjöllum breskra miðla um málefni Gaza þar sem Ísrael er látið líta illa út.   Í auglýsingunni tala Elie Wiesel, Nóbelsverðlaunahafi og Shmuley Boteach, bandarískur rabbíi til lesenda og skora á Hamas samtökin að hætta að nota saklaus börn sem skildi fyrir hermenn sína. Auglýsingi hefur verið birt í ýmsum bandarískum stórblöðum og Guardian mun hafa fallist á að birta hana eftir helgina. Sjá meira hér  
Lesa meira
Síðsdegisskil á dagblöðum í sparnaðarskyni?

Síðsdegisskil á dagblöðum í sparnaðarskyni?

Nokkur umræða er nú í gangi meðal norsks  blaða- og fjölmiðlafólks um leiðir til að halda úti útgáfu dagblaða í erfiðum rekstri og hvaða leiðir séu færar til að halda uppi gæðum í blaðamennskunni sjálfri á tímum sparnaðar og niðurskurðar. Ein leiðin sem byrjað var að ræða um síðast liðið vor þegar Amedia fyrirtækið hóf umfangsmikinn niðurskurð var að flýta skilum á dagblöðum. Raunar var þessi umræða farin af stað í fyrra í tengslum við það að blaðið Norlys flýtti skilum verulega og eru þau nú strax eftir dagvinnu kl 16:00 á daginn. Anders Opdahl ritstjóri hjá Nordlys segir í samtali við vefsíðu norska Blaðamannsins að engin sérstök ástæða sé til að vera að vinna blaðið á kvöldin og í raun sé þa merkilegt að þetta hafi ekki verið gert miklu víðar og miklu fyrr. Hann telur að gæðin á ritstjórnarefninu verði meiri sé það unnið þegar margir eru á vakt á ritstjórninni og fylgjast með síðustu metrunum í uppsetningu og umbroti. Þessi umræða tengist því hvernig prentútgáfa, netútgáfur og ljósvakamiðlar spila saman í fjölbreyttu og margskiptu fjölmiðlaumhverfi samtímans. Fréttir í dagblöðum eru nú orðið ekki það sem kalla má „running news“ heldur einhvers konar eftirfylgni eða opnun á málum sem bæti við það sem finna má í fjölmiðlagáttum sem opnar eru allan sólarhringinn. Sjá einnig hér.  
Lesa meira
Stress er ekki eingöngu fylgifiskur blaðamennskunnar sjálfrar heldur líka námsins í blaðamennsku. (M…

Stress áberandi hjá konum sem læra blaðamennsku í Danmörku

Danskar konur sem eru að læra blaðamennsku í háskólum virðast vera viðkvæmari fyrir stressi en karlkyns kollegar þeirra. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum úr könnun sem unnið er að og verður kynnt betur í vor. Fjallað er um málið á vefsíðu danska Blaðamannsins og kemur þar fram að af tæplega 20% nemenda í blaðamennsku eru svo stressaðir að þeir þurfa á aðstoð fagfólks að halda. En af þeim hópi sem er svona stressaður þá eru 75% konur.  Þetta mikla stress kemur nokkuð á óvart og þá ekki síður hversu kynbundið það er. Blaðamennskunám er nokkuð erfitt í Danmörku, en miðað við ummæli námsráðgjafa á heimsíðu Blaðamannsins danska þá eru það ekki síst stúlkur sem hafa vanist því að standa sig mjög vel í skóla og fá háar einkunnir sem verða stressaðar.  Viðbrigðin að fá ekki áfram jafn háar einkunnir og jafnvel að lenda í vandamálum með námið virðast hafa mjög stressandi áhrif. Sjá umfjöllun danska Blaðamannsins hér  
Lesa meira
Ísraelsmenn verða að axla ábyrgð á árásum á blaðamenn

Ísraelsmenn verða að axla ábyrgð á árásum á blaðamenn

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur nú tekið undir í þeim kór ólíkra aðila sem gagnrýna Ísraelsmenn og krefjast þess að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir árásum sem þeir gera á blaðamenn sem eru að dekka harmleikinn á Gaza.  Aðildarfélag IFJ, Blaðamannafélag Palestínu (PJS), hefur birt lista yfir þær árásir sem gerðar hafa verið á blaða- og frettamenn sem eru að fjalla um árásirnar, og á þeim lista eru meðal annars þeir fjórir fjölmiðlamenn sem hafa fallið frá því að  átökin hófust. Auk þess er þar að finna þá fjölmiðlamenn sem hafa særst og þau fjölmiðlafyrirtæki og ritstjórnir sem hafa verið skotmörk. Sjá listann og umfjöllun hér  
Lesa meira
Kristín Þorsteinsdóttir verður útgefandi 365

Kristín Þorsteinsdóttir verður útgefandi 365

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðinn útgefandi hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Þetta er nýtt starf. Kristín hefur verið í stjórn fyrirtækisins og hættir þar, en Kristín hefur margháttaða reynslu af fjölmiðlun og blaðamennsku, en hún hefur verið starfað sem blaða- og fréttamaður og auk þess verið upplýsingafulltrúi og starfaði m.a. hjá Baugi um skeið.  Kristín hefur m.a. gegnt trúnaðarstörfum fyrir BÍ, og var í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna fyrir nokkrum árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir m.a. : "Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum þeirra eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu." Nánar er gerð grein fyrir tilkynningu fyrirtækisins um málið á visi.is en þá umfjöllun  má sjá hér.
Lesa meira
Jim Boumelha formaður IFJ

IFJ: Hættið árásum á blaðamenn á Gaza

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur ítrekað ákall sitt um að ísraelski herinn hætti nú þegar árásum á blaðamenn og fjölmiðlafyrirtæki á Gaza og kemur þessi itrekun nú í kjölfar þess að í gær skaut ísraelsk herþota á aðalstöðvar Aljazeera sem staðsettar eru í Al-Jala – turninum í Gazaborg. Þurftu fjölmiðlamenn að yfirgefa bygginguna en ekki varð mannfall þar. „Eftir því sem dagarnir líða fréttum við af sífellt fleiri tilvikum þar sem blaðamenn sem eru að vinna á Gaza verða fyrir áreitni, árásum, hótunum og eru jafnvel myrtir,“ segir Jim Boumelha formaður IFJ. „Of margir blaða- og fjölmiðlamenn hafa nú þegar særst eða týnt lífnu við skyldustörf og ef þetta ofbeldi heldur áfram er víst að enn fleiri líf munu glatast. Stjórnvöld í Ísrael verða að hemja hernaðaraðgerðir sínar og binda enda á þessa misnotkun valds nú þegar,“ segir Boumelha enn fremur.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Per Edgar Kokkvold

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs framkallar umræðu um tjáningu blaðamanna á skoðunum sínum

Ástandið á Gaza hefur víða orðið tilefni umræðu um blaðamennsku, og þá sérstaklega hlutlægni og jafnvægi í fréttaflutningi.  Víða hafa ásakanir komið fram um að blaðamenn dragi heldur taum Palestínumanna en einnig hefur í umræðunni verið áberandi að reynt sé a ritstýra umfjöllun blaðamanna á alþjóðlegaum bandarískrum fréttastofum. Skemmst er að minnast þess að fréttamenn voru kallaðir heim af vettvangi, blaðamenn sem þótt hafa draga upp of neikvæða mynd af Ísrael bæði í fréttamati og í bloggpistlum. Í Noregi er þessi umfjöllun öll mun meira áberandi en á Íslandi og þar hafa skoðanir verið mjög skiptar á umfjöllum fjölmiðla, sérstaklega NRK, sem þykir vera mjög höll undir málstað Palestínumanna. Þó er rétta ð halda til haga að gagnrýni hefur komið úr báðum (öllum) áttum.   Fréttamenn hafa tekið þátt í umræðum um umfjöllun sína og er það að hluta til stefna miðlanna sem þeir vinna hjá blaðamenn sé virkir á samfélagsmiðlum.  Nú hefur Per Edgar Kokkvold, fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs og núverandi formaður í útvarpsráði, kvatt sér hljóðs um þessi mál svo efteir er tekið, en Kokkvold er mjög áhrifamikill í fjölmiðlaumræðu í Noregi. Í viðtali við Dagen segir hann það orka tvímælis að blaðamenn sem eru að skrifa um tiltekin mál séu að tjá sig með ítarlegum hætti um þau málefni sem þeir eru að fjalla um og taka afstöðu.  Eðlilegt sé að þeir tjái sig um ýmislegt í tengslum við vinnslu mála og tæknileg atriði við fréttaöflun en spurning varasamt geti verið að lýsa yfir afgerandi skoðunum – enda geti slíkt veikt trúverðugleika fréttaumfjöllunar. Hann kallar eftir umræðu um hvar þessu mörk eigi að liggja, hversu langt blaðamenn eigi að ganga í að lýsa skoðunum sínum á samfélagsmiðlunumog á opinberum vettvangi. Í viðtalinu segir hann:  „Allar ritstjórnir leggja áherslu á gagnvirkni milli ritstjórna og lesenda, áhorfenda eða hlustenda. En ég held að þetta geti gengið of langt. Hlutverk okkar sem blaðamanna er ekki að þjóna áhorfendum eða hlustendum með þessum hætti. Ef við gerum okkur að þrælum almenningsálits er það ekki síður hættulegt en að vera þrælar stjórnmálaflokkanna.“ Sjá einnig hér og  hér  
Lesa meira
Niðurskurður og breytingar hjá BBC

Niðurskurður og breytingar hjá BBC

Fréttahluti BBC þarf að skera niður sem nemur 415  af núverandi  stöðugildum  í stórfelldri sparnaðaráætlun sem framkvæmdastjórinn James Harding hefur tilkynnt um.  Hér er um að ræða hluta af aðgerð sem á að skila 800 sterlingspunda sparnaði en slíkt er sagt nauðsynlegt til að mæta frystingu afnotagjalda árið 2010. Þessi sparnaður á fréttastofum á að skila 48 þúsund punda sparnaði fyrir árið 2017. Nú starfa á vegum fréttadeilda BBC um 8.400 manns þar af um 5.000 blaðamenn sem eru ýmist staðsettir í London og vítt um Bretlandi eða annars staðar í heiminum.  Þá er stefnan sett á að draga verulega úr hefðbundnum fréttaflutningi og láta stofnunina einbeita sér frekar að stafrænni miðlun og nýrri tækni.Á móti þeim 415 núverandi stöðugildum sem leggja á niður munu sköpuð um 195 ný stöðugildi á sviði nýmiðlunar, þannig að raunfækkin starfa verður 220 stöðugildi.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Mótmæla upplýsingalöggjöf í Bretlandi

Mótmæla upplýsingalöggjöf í Bretlandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gagnrýndi í gær bresk stjórnvöld harðlega fyrir að þrýsta í gegn lögum í miklum flýti sem lúta að meðferð upplýsinga og varðveislu þeirra. Með þessu geta stjórnvöld nú fengið meiri aðgang að persónuupplýsingum einstaklinga og viðkvæmum gögnum sem blaðamenn eru að vinna með.  „Það er áfall að sjá bresk stjórnvöld þvinga í gegn lög sem hafa í raun verið nýlega gerð ómerk af Evrópustómstóli,“ segir Ricardo Gutierrez framkvæmdastjóri EFJ.  „Við höfum mjög miklar áhyggjur af því að svona íþyngjandi lagasetning muni brjóta á friðhelgi einkalífs borgara auk þess sem blaðamenn sem iðulega þurfa að vernda viðkvæmar upplýsingar eru settir í mjög erfiða stöðu,“ segir Gutierrez ennfremur.  EFJ er í þessu að fylgja eftir fyrri mótmælum NUJ, breska Blaðamannasambandsins, sem hefur lagst gegn þessum lagabálki af miklum þunga. Sú aðgerð Evrópudómstóls sem Gutierrez  nefnir hér að ofan vísar í ákvörðun Mannréttindadómstóls  ESB sem úrskurðaði í apríl að tilskipun framkvæmdastjórnar ESB um varðveislu upplýsinga   (Directive 2006/24/EC) væri ógild þar sem hún bryti í bága við persónuverndarákvæði í mannréttindalögum. Sömuleiðis kom fram í úrskurði dómsins að tilskipunin tryggði ekki að ákvæði hennar yrðu ekki misnotuð eða að óviðkomandi gætu komist að viðkvæmum upplýsingum.  Bresku lögin byggja hins vegar á þessari tilskipun. Sjá meira hér Sjá athugasemdir NUJ hér    
Lesa meira