Fréttir

Per Edgar Kokkvold formaður Útvarpsráðs og fyrrum framkvæmdastjóri norska Blaðamannafélagsins sést …

Væg gagnrýni á fréttaflutning NRK

Féttastofa NRK, norska ríkisútvarpsins býr við það að hægt er að kvarta undan umfjöllun miðilsins til sérstaks Útvarpsráðs (Kringkastingsrådet) sem  tekur síðan þessi klögumál fyrir með ákveðnu millibili.  Klögumálin geta verið ýmis kona og á síðasta fundi Útvarpsráðsins lágu tugir klögumála fyrir, langsamlega flest  vegna umfjöllunar NRK  í sumar um átökin á Gaza. Eins og fram hefur komið áður hér á Press.is þá sætti NRK opinberri gagnrýni fyrir að draga taum palestínumanna í fréttaflutningi. Klögumálin voru enda nokkuð að því tagi en eftir að ljóst var að útvarpsráðið fengi mörg slík mál til umfjöllunar bættust við erindi frá aðilum sem hliðhollir eru málstað Palestínumanna og gagnrínir á Ísraelsmenn.  Athygli vekur að sérfræðingar í fréttaflutningi af átakasvæðum voru fengnir til að vera með hugleiðingar í upphafi fundar Útvarpsráðsins, sem átti að auðvelda ráðsfólki að setja sig inn í málið.  Niðurstaðan var almennt sú að NRK fær á sig mjög væga gagnrýni fyrir að hafa ekki í uphafi gert  hlut Hams í átökunum nægjanlega sýnilegan en að öðru leyti hafi vandasöm umfjöllun verið í þokkalegu jafnvægi. Sjá meira hér  
Lesa meira
Ólafur Stephensen hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins

Ólafur hættir

Ólafur Stepensen er hættur sem ritstjóri á Fréttablaðinu. Í eftirfarandi  tilkynningu sem hann sendi frá sér skýrir hann þessi málalok: "Ég undirritaður hef falið lögmanni mínum að tilkynna Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra 365 miðla, að ég líti svo á að ráðningarsamningi mínum við 365 miðla hafi verið rift og ég sé óbundinn af honum. Boð um breytt starf hjá fyrirtækinu, sem átti að fylgja ritstjóratitill, fól engu að síður í sér verulega breytingu á verkefnum mínum, starfsskyldum og ábyrgð. Ráðning tveggja nýrra ritstjóra felur það sama í sér. Þá hafa fleiri atburðir undanfarinna daga  á fréttastofu 365, sem ég get ekki tjáð mig frekar um vegna trúnaðar, orðið til þess að ég get ekki litið öðruvísi á en að ætlunin sé að þrengja að sjálfstæði mínu sem ritstjóra, sem kveðið er á um í siðareglum félagsins. Af þessu leiðir að ég mæti ekki til starfa á fréttastofunni á morgun. Ég kveð gott samstarfsfólk með söknuði og þakka því ánægjulega samfylgd".
Lesa meira
Ólafur Stephensen

Veldur hver á heldur!

Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í dag pistil um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Pistillinn er almenns eðlis og fjallar einkum og sér í lagi um áhrif eigenda á ritstjórnir og kemst hann að þeirri niðurstöðu að ef vilji eigenda fjölmiðils standi til þess að hafa áhrif á umfjöllun sé vafasamt að reglur eða lög geti komið í veg fyrir slíkt. Því eigi við í þeim efnum að "valdi hver á haldi".   Tímasetning pistilsins er athyglisverð en hann birtist daginn eftir miklar sviptingar á ritstjórn 365 og staða Ólafs sjálfs á sem ritstjóri hjá 365 hefur í fjölmiðlum verið talin óljós. Sjá grein Ólafs hér
Lesa meira
Mikael Torfason

Sviptingar hjá 365

Umtalsverðar mannabreytingar urði í dag á fréttastofu 365. Mikael Torfason hætti sem aðalritstjóri en Kristín Þorsteinsdóttir verður bæði útgefandi og aðalritstjóri og auk þess kemur Sigurjón M Egilsson inn sem fréttaritstjóri. Í frétt á vísir.is kemur fram að óljóst sé enn með stöðu Ólafs Stephensen á fréttastofunni og RÚV hefur eftir forstjóra 365 að engar breytingar hafi orðið á stöpu hans, hann hafi hvorki sagt upp né honum verið sagt upp  Sjá meira hér og hér
Lesa meira
IFJ fordæmir morðið á Foley

IFJ fordæmir morðið á Foley

„Þetta hryllilega og heigulslega morð á vopnlausum manni er enn ein ástæðan fyrir því að grípa til tafarlausra aðgerða til að verna blaðamenn og almenna borgara fyrir því að vera gerðir að skotmörkum vopnaðra samtaka og hryðjuverkamanna,“ segir Jim Boumelha, forseti Alþjóða blaðamannasambandsins. Hann er hér að vísa í aftöku vígamanna Isis á James Foley sem tekin var upp á myndband og sett á netið fyrr í vikunni. Alþjóðasamba blaðamanna er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa fordæmt harðlega þennan atburð.  Sjá meira hér  
Lesa meira
James Foley

Myndskeið af hryllilegu morði blaðamanns talið ekta

Sérfræðingar stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa staðfest að myndband sem sýnir grimmilegt morð  liðsmanna Isis á blaðamanninum James Foley sé ekta. Morðið hefur verið fordæmt víða um heim og það vekur sérstakan ugg í Bretlandi að sá sem talar á myndbandinu virðist tala með breskum hreim og vera breskur.  Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands segir þátttöku  fjölmargra breskra þegna í  baráttu Isis áhyggjuefni sem undirstriki alþjóðlegt eðli málsins – og að Íslamska ríkið sé raunveruleg ógn við öryggi í Bretlandi. Í myndbandinu bregður einnig fyrir myndum af öðrum fanga sem virðist vera bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff og þeirri mynd fylgir viðvörun og skilaboð  til Baraks Obama um að örlög blaðamannsins velti á viðbrögðum forsetans. James Foley var mjög reyndur blaðamaður og hafði sagt fréttir af stríðshrjáðum svæðum lengi. BBC tók meðal annars viðtal við hann árið 2012 um mikilvægi fréttaflutnings af átakasvæðum og birtir það viðtal í samantekt um málið sem sjá má hér í heild sinni Sjá frekari umfjöllun hér og hér  
Lesa meira
Færri blaðamenn hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og pólitík í fylkjum BNA

Færri blaðamenn hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og pólitík í fylkjum BNA

Umræða hefur skapast um gæði fréttaflutnings af opinberum stofnunum (Statehouse buildings) í hinum 50 fylkjum Bandaríkjanna vegna sílækkandihlutfalls blaðamanna  sem hafa hafa það að aðalstarfi að fylgjast með málum þar. Vekur þetta upp spurningar um aðhaldshlutverk fjölmiðla og stöðu fjölmiðlanna í lýðræðisferlinu í BNA.  Með "statehouse bulindings" er verið að vísa til stjórnsýslustofnana fylkjanna og löggjafasamkoma þeirra.  Samkvæmt nýrri rannsókn Pew Research Center þá eru 1,592 blaðamenn sem dekka þessar stofnanir og starfsemi þeirra í Bandaríkjunum og þar af er aðeins tæpur helmingur, eða 741 sem gerir það í fullu starfi. Aðrir eru í hlutastarfi eða lausamennsku við að sinna þessum málum. Það þýðir að um 15 blaðamenn sem hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og stjórnmáum í hverju ríki, en það er þó mjög misjafnt milli ríkja. Í Texas þar sem þessi tala er hæst eru 53 blaðamenn í fullu starfi við þetta, en fæstir í Suður Dakóta þar sem þeir eru bara tveir. Undanfarin ár hefur blaðamönnum sem sinna þessum mikilvægu málaflokkum verið að fækka mikið og  hefur þeim fækkað um 35% á síðusta áratug. Sjá ítarlegri umfjöllun hér  
Lesa meira

"Rukka" fyrir aðgang að fréttum á netinu

Í Danmörku hyggst blaðið Metroxpress prufa nýjar leiðir til að „rukka“ lesendur fyrir lestur frétta þess á netinu.  Ekki er þó hugmyndin að fara fram á peningalega greiðslu heldur verða væntanlegir lesendur rukkaðir um upplýsingar og aðgang að stafrænum vinahópi þeirra.  Til þess að fá möguleika til að lesa fréttir og umfjallanir munu menn þurfa að  gefa upp netfang og deila efni  á samfélagsmiðlum. Að sögn framkvæmdastjóra Metroxpress, Thomas Raun, þá er um tilraunaverkefni að ræða sem verður í gangi í tvær vikur og kannað hvernig lesendur bregðast við. Tilgangurinn er að sögn framkvæmdastjórans að fá frekari upplýsingar um lesendahópinn til að geta sniðið efni  og ekki síður auglýsingar að þörfum hans. Sjá nánar hér
Lesa meira
Húsarústir í Gazaborg eftir sprengingar

Átak til aðstoðar blaðamönnum á Gaza

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur sent út ákall til blaðamannafélaga vítt um heim um að styðja sérstakt samstöðuátak sem ýtt hefur verið úr vör til að aðstoða fjárhagslega blaðamenn á Gaza, sem eru í mikilli þörf fyrir hjálp. Alþjóða blaðamannasambandið segir að hið takmarkaða vopnahlé sem nú er í gildi kunni að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar en fjöldi blaðamanna og fjölskyldur þeirra séu heimilislaus eftir að sprengjuárásir sem jafnað hafi hús þeirra og eigur við jörðu. Samkvæmt Blaðamannasambandi Palestínu, sem er aðili að IFJ eru í það minnsta 42 blaðamenn og fjölskyldur þeirra á vergangi á Gaza, heimili14 þeirra eru gjörónýt og þurfa þeir að finna eitthvað neyðarskýli.   Sjá nánar hér   
Lesa meira
Hatursorðræða ekki mikil en þekkist í ummælakerfum

Hatursorðræða ekki mikil en þekkist í ummælakerfum

 „Fjöldi ummæla sem gætu flokkast sem hatursorðræða er ekki mikill en það finnast þó nokkur dæmi í flestum efnisflokkum sem skoðaðir voru“.  Þetta er ein af megin niðurstöðum greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum netmiðlanna, dv.is, eyjan.is og visir.is, sem unnin var af Bjarneyju Friðriksdóttur fyrir Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Athugunin náði til  ofangreindra þriggja miðla, sem hafa opin athugsemdakerfi og stóð yfir frá mars 2013 til júlí 2014.  Ummæli í fimm flokkum voru skoðuð en þeir voru þessir:  Hælisleitendur/flóttafólk; Fólk af erlendum uppruna/innflytjendur; Bygging mosku í Reykjavík;  Jafnrétti kynjanna/feminismi/kynferðislegt ofbeldi; Hinsegin fólk.  Í niðurstöðu greiningarskýrslunnar segir m.a.: „Töluvert ber á fordómafullum ummælum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Einnig eru ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma algeng. Algengast er að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem ummælunum er svarað með rökum og upplýsingum. Fordómafullu ummælin eru iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg, því ber meira á þeim eða þau fá meiri athygli. Umræðukerfið á netfréttamiðlunum er sjálfbært samfélag að þessu leyti, það eru margir sem leggja sig fram við að koma í veg fyrir að fordómafull ummæli standi án þess að þeim sé svarað.“ Sjá skýrsluna hér  
Lesa meira